Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 38

Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 38
hvað hafði orðið af þeim, það gerði sorgina verri að vita ekki um afdrif ást- vinarins. En það er ekki um annað að gera en að horfa fram á veginn þó á móti blási og halda lífmu áfram. Símavörður á Veðurstofunni Halldór maðurinn minn lést 15. apríl 1977. Móðir mín lést um svipað leyti, það var rétt um mánuður á milli andláts þeirra. Eg starfaði í eitt ár, ffá september 1976, í býtibúri fæðingardeildar Lands- spitalans en fékk svo starf sem sima- vörður hjá Veðurstofú Islands, 1. nóvember 1977, og þar átti ég eftir að starfa í 16 ár, eða allt til þess að ég þurfti að hætta vegna aldurs. Þegar ég byijaði á Veðurstofúnni þá voru nú hvorki komnar upplýsingatöfl- ur eða stimpilklukkur svo ég kom fljótt á þeirri reglu að fólk léti mig vita þegar það færi út og hvort eða hvenær það kæmi aftur. Það létti mér mjög starfið við að leysa úr málum þeirra sem hringdu inn og þurftu að ná í fólk. Þannig gat ég alltaf fylgst með stöðu mála hverju sinni og sparað bæði mér og öðrum tíma. Þetta var svolítið óvinsælt að byija með, fólki fannst ég vera að hnýsast um ferðir þess, en það var ekki svo. Mig varðaði ekkert um hvað það var að gera, aðeins hvort þaó kæmi affur eða ekki. Og alltaf fór ég gangandi í vinnuna, bæði heiman og heim, þijá kílómetra hvora leið. Einu sinni man ég að laust eftir ára- mót eitt árið, var svo mikill bylur að vart sá út úr augum. Það tók mig þá klukkutíma að komast upp eftir. En það hafðist og þá var enginn mættur klukk- an níu nema ég og Hlynur Sigtryggsson, þáverandi veðurstofu- stjóri. Fljótlega eftir að ég gerðist starfs- maður Veðurstofunnar var ég gerð að trúnaðarmanni starfsfólksins á skrifstof- unni og það var ég á meðan ég starfaði þar. Sumurin 1981 og 82, tók ég mér launalaust leyfi og fór að reka Djúp- mannabúðina vestur í Djúpi. Það er skáli sem Djúpmannafélagið í Reykja- vík á í Mjóafírði og stendur hann á lóð sem gamall maður að vestan gaf undir hann. Þar var selt bensín, sælgæti og ýmsar vörur fyrir ferðafólk. Einnig hafði ég ýmsar tegundir af heimabök- uðu bakkelsi á boðstólum. Þarna var ég 10 vikur hvort sumar. Nú er búið að leggja þessa verslun af og ekkert bensín lengur að fá við innanvert Djúp nema í Reykjanesi. Félagsmál Um áramótin 1992-93 hætti ég svo störfum hjá Veðurstofúnni fyrir aldurs- sakir. Þá hafði ég líka verið ritari hjá Lífeyrisþegadeild starfsmannafélags ríkisins. Það hafði ég verið frá 67 ára aldri. Þar vantaði ritara og ég varð til þess að taka það að mér. 1993 var ég svo kjörin formaður Lífeyrisþegadeild- arinnar og hef verið það til þessa dags, er reyndar að klára kvótann nú í vor og mun þá hætta því. Lífeyrisdeildin er sérstök deild sem stofnuð var 1976 og virkar sem eins konar eftirlaunadeild. Þá var ég um tíma í stjóm félags eldri borgara, en sagði af mér þar eftir 3ja ára setu, en gerðist þá formaður fyrir fræðslu- og kynninganefnd félagsins og starfa þar með miklu afbragðsfólki, þ.á.m. Páli Gíslasyni lækni, sem hefúr verið driffjöður okkar varðandi útvegun læknafyrirlesara. Þessir fundir hafa ver- ið mjög vinsælir og hefur fundarmæting yfirleitt verið frá 120 upp í 160 manns, sem verður að teljast með ágætum mið- að við þá fundarsókn sem almennt tíðkast í dag. Við höfum venjulega tvo svona fyrirlestra fyrir áramót og aöra tvo seinni part vetrarins. Þá höfum við líka boðið upp á ýmsar kynningarferðir í stærri fyrirtæki og stofnanir, þar sem fólk getur kynnst starfseminni og fræðst um hvemig hlut- imir ganga fyrir sig í viðkomandi grein. Dansi hef ég alltaf haft gaman af og stunda hann enn af kappi. Það var alltaf dansað á mínu heimili og ég var enn á móðurhandlegg þegar fyrst var dansað með mig. Og oft hef ég stjómað dansi, bæði heima í sveitinni minni og austur á Héraði. Nú fer ég á hverju sunnudags- kvöldi með félaga mínum og vini, Ingvari Bjömssyni, og við dönsum alla gömlu dansana okkur til ánægju og heilsubótar. Þá sæki ég alltaf svokallaða söngvöku hjá Félagi eldri borgara, tvisvar í mánuði. Þar koma venjulega saman 30-40 manns og syngja saman, hver með sínu nefi, ekki ósvipað því og gert var í ungmennafélögunum á ámm áður. Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir sér þar um undirleik og stjóm söngsins. Þessar söngvökur standa jafnan yfir í um 2 klukkustundir hveiju sinni. Við höfúm yfirleitt kaffihlé og þá les ein- hver sögu eða annað á meðan fólk fær sér kaffi og meðlæti. Svo geng ég oft með Göngu-Hrólf- um, en það er hópur fólks sem iðkar göngur saman, sér til heilsubótar. Mín áhugamál í gegnum tíðina hafa verið sund, söngur, dans og gönguferð- ir. Því hefur mér fundist fylgja frelsi og tjáning. Enn sæki ég æskuslóðir mínar heim og á þar reyndar tvær jarðir. Arið 1952 keypti ég jörðina Eyri, því þar ætluðum við Halldór að fara að búa en það varð ekkert úr því. 1968 auðnaðist mér svo að kaupa Bjarnarstaði, fæðingarjörð mína, og þar er nú mitt sumarhús. Ég hef aldrei dmkkið vín né reykt tóbak, en gat þess í stað lagt pening í þessar jarðir mínar. Mér finnst ég lifa bara nokkuð ánægjulegu lífi í dag og er ánægð með það sem ég hef. Það eina sem ég er mjög ósátt við er það að þurfa að borga skatt af mínum lífeyri. Það finnst mér mikið óréttlæti og illa farið með ellilíf- eyrisþega hvað það varðar. Maður verður því að passa að horfa í hvað maður á og hve miklu má eyða. Ef þess er gætt þá má komast af. Mitt lífsmottó hefur alla tíð verið að horfa fram á veginn og standa sem mest á eigin fótum. Ég á, sem fyrr segir, 7 böm, þar af 4 á lífi. Tengdabömin em 4, bamabömin 13 og langömmubömin 7. Mér finnst vænt um fólk og hef áhuga á fólki og yfirleitt hef ég ekki þekkt nema gott fólk. Auðvitað hefur maður mætt manneskjum sem misjafn- ar hafa verið, en þá hef ég venjulega strikað yfir það í huga mér og hætt að hugsa um það. Ég á marga góða vini og ég held, að þó ég sé nú kannski vargur, þá sé ég ekki illa séð. 454 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.