Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 40

Heima er bezt - 01.10.2002, Síða 40
Liselotte varpar öndinni létt. Hún hefúr lokið lestri bréfs- ins og brýtur vandlega saman margar þétt skrifaðar arkir. - Þakka þér íyrir, Andre, að leyfa mér að lesa þetta stór- merkilega bréf. Það má ekki glatast, segir hún festulega. - Hvað finnst þér? Eigum við ekki að bjóða gamla mann- inum að flytja hingað til okkar og eyða hér ævikvöldinu? Við höfum nóg húsrými og allt af öllu til þess að geta látið honum líða bærilega. Ég skal hjúkra honum eftir bestu getu. Andre snýr hægt frá stofuglugganum og lítur á konu sína. Undrun leynir sér ekki í svip hans. - Ég hef alltaf vitað, Liselotte, að ég ætti góða konu, en að þú brygðist á slíkan hátt við þessu bréfi, er stórkostlegra en mér hefði getað komið til hugar, svarar hann og rödd hans lýsir heitri aðdáun. - En þetta var sú lausn málsins sem ég hefði helst af öllu kosið. - Þá erum við einhuga, hjónakomin, segir Liselotte brosmild á svip og rís úr sæti. - Geturðu ekki farið mjög fljótlega til að hitta gamla mannin, spyr hún full áhuga. - Ég fer á morgun, svarar Andre að bragði. - Fyrst á fund Jensens vinar míns og síðan verður hann leiðsögumaður minn heim til Torvalds. Málið er útrætt að sinni og hjónin fallast í faðma... • • • Torvald byltir sér stynjandi á rúmfletinu. Þetta bakfall hans á svellbunguna ætlar að reynast honum erfitt í skauti. Hann hefur ekki komist út fyrir húsdyr eftir það óláns slys, rétt getað skreiðst um hér innan veggja og bjargað brýnustu nauðþurftum sínum. Hann finnur enga framfór, nema síður sé. Hvar endar þetta? Þessi skólastrákur hefúr daglega litið inn til hans, greyið það tama, og boðið honum aðstoð sína, en hann hefiir ekki í hyggju að þiggja neina hjálp, hvorki frá honum né öðmm. Þó vill hann ekki banna stráknum að reka inn nefið, fyrst hann á leið framhjá, hverju sem það sætir. Skyldi hann aldrei ffamar eiga eftir að komast niður að hliðinu, hugsar Torvald óvenju raunsær. Hann sér ekki fram á það og alger örvænting grípur hann. - Guð hjálpi mér, stynur hann upp. En í sömu andrá er drepið að dymm. - Æ, strákurinn á ferð, andvarpar Torvald næstum magn- þrota. - Kom inn, ansar hann önuglega. Dyrunum er lokið upp. Jensen gengur inn í vistarveru gamla mannsins, en hann leggur hurðina ekki að stöfum á eftir sér, eins og venjulega. - Góðan dag, Torvald, segir hann léttum rómi. - Hvemig sæki ég að þér á þessum bjarta degi? Torvald svarar engu en lítur hvössum augum til opinna dyranna og hann sér ekki betur en manni bregði fyrir frammi í anddyrinu. Hvað er á seyði? - Af hveiju lokarðu dyrunum ekki á eftir þér, strákur, spyr hann höstum rómi. - Af því að ég er ekki einn á ferð í þetta skipti, svarar Jen- sen rólega. - Ég kom með gest sem ég átti von á að þú vild- ir gjaman hitta, Torvald. - Gest, sem ég vildi hitta! Ég hélt að þú vissir það vel að þar er ekki nema um einn að ræða og varla er þetta hann Andre. - O, jú, sá er maðurinn, svarar Andre glaðlega og gengur inn að rúmfleti gamla mannsins. Torvald er í fyrstu orðlaus og agndofa af undrun. Er þessi fríði, föngulegi maður, sem stendur hér við rekkjustokk hans, sá hinn sami og fölleiti, renglulegi, tötmm klæddi unglingsdrengur sem hann forðum rak á dyr? Já, svipmótið svíkur ekki. Andre Rekdal, líður af vömm hans í ómælisdjúpum feg- inleik. Já, sæll og blessaður, Torvald, svarar Andre og réttir hon- um höndina. Gamli maðurinn grípur hönd hans með báðum sínum og þrýstir hana eins þétt og kraffar leyfa. - Hvernig fannstu mig, spyr hann og augu hans döggvast tárum. - Við eigum báðir Jensen að þakka þennan endurfúnd, svarar Andre. - Hann er sannkallaður bjargvættur í lífi okk- ar. - Svo skólapilturinn fann þig fyrir mig, Andre, segir Tor- vald og sleppir ekki hönd hans. - Ég var svo lánsamur að hann skyldi finna mig á svellbungunni. En Jensen vill ekki að samræður þeirra snúist frekar um sína persónu. Honum finnst sjálfsagt að Torvald fái að njóta einn með Andre þessarar langþráðu stundar og hann býst þegar til brottfarar. - Þú veist hvar mig er að finna, Andre, segir hann og snýr til dyra. - Já, vinur, við hittumst aftur vonbráðar, svarar Andre þýðlega en Torvaid ókyrrist. - Jensen, lofaðu mér að þakka þér, drengur, segir hann með ákafa í rómi. - Þú hefur bjargað öllu fyrir mig. - Ég held að þetta sé nú einum of sagt, Torvald, svarar Jensen hógværlega. - Það er lítið mér að þakka, en njóttu vel samfúndanna. Hann kastar kveðju á þá félagana og gengur fram úr dyr- unum. Augu gamla mannsins fylgja honum uns hurð fellur að stöfúm að baki hans. - Þessi piltur verður gæfumaður, segir Torvald og rödd hans klökknar. - Við skulum báðir biðja þess að svo verði, svarar Andre með alvöru í svip. - Hann verðskuldar það besta. Torvald heldur enn dauðahaldi í hönd Andre og slakar hvergi á. Mikið tilfinningarót geysar í sál hans. - Andre, getur þú fyrirgefið mér, spyr hann og tár blika á hvörmum. - Já, Torvald, mér er það auðvelt, því ég hef aldrei borið óvild í brjósti til þín, en mér sámaði það aðeins að þú skyldir brenna rauða kistilinn minn forðum, svarar Andre mildum rómi. - En nú er það liðna gleymt. - Þakka þér fyrir, Andre, þá get ég dáið í friði, segir Tor- vald hljóðlega og hver hans taug slaknar til þess ítrasta, en hann sleppir ekki hönd síns langþráða gests, þótt gesturinn hafi veitt honum uppgjöf saka. Andre lofar gamla manninum að hvílast um stund og bíð- 456 Heitna er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.