Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.2002, Side 42

Heima er bezt - 01.10.2002, Side 42
ljúfar og sárar í bq'ósti gamla afa. Undarleg örlög það, finnst honum, að sonarsonur hans og naíni, skuli leita fanga öðru sinni á þessar sömu norðlægu slóðir og hann valdi sér í eina tíð, tvívegis að vinnustað, sumarlangt. Að vísu kaus hann fasta landið en nafni hans síldveiðar á norsku skipi úti fyrir íslandsströndum. Þar skilur á milli þeirra. En flestir norskir síldveiðisjómenn freistast trúlega einhvem tíma til landgöngu á langri sumarvertíð, hugsar afi Jensen og Island elur fögur fljóð, það þekkir hann af gamalli reynslu. En hann vonar að örlögin fari mildari höndum um nafna hans, en þau fóru um hann sjálfan undir lok íslandsdvalarinnar forðum. Afi Jensen varpar öndinni þunglega. Æ, hvaða grillur er hann að gera sér. • • • Tíminn líður óðfluga. Jensen matsveini berst símskeyti ffá Andre Rekdal útgerðarmanni, vini sínum. Þar er honum tjáð að Bræsund eigi að leggja af stað frá Bodö á Islands- mið að þremur dögum liðnum og Jensen beðinn að mæta til skips degi fyrir brottför. Það fer ekki framhjá skarpskyggn- um augum móður hans hvernig hann hreinlega ljómar af gleði og eftirvæntingu við lestur skeytisins, en hún tók á móti því og kvittaði fyrir það. Asbjörgu fljúga nú í hug orðaskipti þeirra mæðginanna á berjatínsludaginn síðastlið- ið haust og hvemig Jensen svaraði spaugsyrðum hennar um svífandi draumadís við sundin blá, þama nyrst í norðurhöf- um. Hann minntist þá í fyrsta skipti í hennar eyru á tengda- dóttur, en að sjálfsögðu hefur hann verið að svara henni á sömu nótum spaugseminnar og til var sáð. En samfara þessum hugrenningum skýtur ósjálfrátt upp í vitund hennar frásögn afa Jensen um þá örlagaglímu sem hann háði ungur að árum á þessum sömu slóðum, og henni mun seint líða úr minni, en það er allt önnur saga. Asbjörg hefur til reiðu fatnað sonar síns og aðrar nauð- synjar tilheyrandi langri útivist og þau mæðginin raða far- angrinum niður í töskur og sjópoka, engu skal gleymt. As- björg undirbýr jafnframt smá kveðjuhóf fyrir Jensen, áður en hann heldur af stað til Bodö. Hún gerði það sama fyrir brottfór Lars bróður hans úr fóðurgarði á þessu vori. Hún hefur aldrei mismunað drengjunum sínum í neinu og hefur ekki í hyggju að gera slíkt. • • • Síðasta kvöldið, sem Jensen ætlar að dvelja í foreldrahús- um að þessu sinni, er runnið upp. Kjell faðir hans er kom- inn heim af sjónum og afi Jensen eini boðsgesturinn, er mættur í kveðjuhófið. Asbjörg hefur búið veisluborð í sól- stofunni, fagurlega skreytt, þar sem nýútsprungin sumar- blóm og rauðar rósir anga. Fjölskyldan sest saman að borðum, glöð á góðri stund. Ljúffengir hátíðarréttir gæla við bragðlaukana og kvöldsól- in varpar hinstu geislum dagsins yfir ástvinahópinn. Kjell hefur haft lítinn tíma til samvista við Jensen son sinn, sök- um anna, frá því að hann kom heim í vor að loknu skóla- námi og hann saknar þess. Nú er drengurinn á förum til sumarlangrar fjarvcru, og þeir sjást trúlega ekki aftur fyrr en með haustdögum. Kjell snýr sér að syni sínum og spyr glaðlega: - Leggst sumarvertíðin ekki vel í þig, Jensen minn? - Jú, pabbi, mjög vel, svarar Jensen og andlit hans ljómar líkt og við lestur símskeytisins sem kallaði hann til íslands- farar. Kjell brosir. - Það liggur við að ég sjái eftir því nú að hafa ekki á yngri árum lagt í það ævintýri að bregða mér til síldveiða á íslandsmið, segir hann, en héðan frá Bjarnarfirði hafa ekki í minni tíð verið gerð út skip til þeirra veiða. Þú varst hepp- inn sonur sæll, að kynnast Andre okkar Rekdal, þeim fram- sækna útgerðarmanni. - Já, pabbi, svarar Jensen glöðum rómi. - Það má kallast heppni, þar sem mér brennur í bijósti slík útþrá og ævin- týramennska, sem raun ber vitni. Hvert sem ég kann að sækja þær kenndir, bætir hann við. - Ætli þetta fylgi ekki nafni, segir Kjell og lítur glettnis- lega á föður sinn. - Eg man ekki betur en afi þinn segði mér einhvem tíma á barnaskólaárum mínum, í sambandi við landafræðinám, að hann hefði komið til íslands ásamt fleiri Norðurlöndum. Er þetta ekki rétt með farið, pabbi, spyr hann svo. - O, jú, rétt mun það vera, svarar afi Jensen með hægð. - Ég gisti ísland ungur maður, þar lifði ég mínar sælustu og sárustu stundir langrar ævi, en þá sögu geymir löngu liðin tíð og hún er ekki til umræðu hér, né á öðrum vettvangi. Is- land er fagurt land, ég vona nafhi minn að þú siglir þaðan með einungis bjartar minningar í vertíðarlok. - Já, afi, um það efast ég ekki, svarar Jensen af heitri sannfæringu. Hann er of glaður í hjarta á þessari stundu til þess að geta ímyndað sér nokkuð annað en góð endalok. Asbjörg hefur engan þátt tekið í þessum samræðum þeirra feðganna og henni finnst vera nóg komið af þeim. Hún býður veisluþegum að þiggja meira af eðalréttunum, en þeir afþakka það allir. - Ég fer þá og sæki ábætinn, segir hún hress í bragði og rís ffá borðum. Kvöldið líður fljótt, sól er hnigin til viðar. Borðhaldinu er lokið. Afi Jensen býst til heimferðar. Hann þakkar ffábærar veitingar og ánægjulega samverustund og kveður son sinn og tengdadóttur, sem enn dvelja í sólstofunni, en nafni hans fylgir honum út úr húsinu. Á hlaðinu fallast þeir í faðma. - Guð leiði þig, drengurinn minn, ég minnist þín daglega í bænum mínum, segir afi Jensen og vefur unga ævintýra- prinsinn að hjarta sér, hlýtt og innilega, en Jensen yngra finnst eitthvað felast í orðum og atlotum afa síns nú, á þessai skilnaðarstund, sem er honum dýrmætara en nokkuð annað sem þeim hefúr farið á milli og hefur hann þó alltaf átt miklu ástríki að mæta hjá afa sínum, eitthvað, sem mun fylgja honum líkt og leiðarstjama inn í óræða ffamtíð. Kveðjum þeirra er lokið. Afi Jensen snýr til brottfarar en í sömu andrá segir hann lágum rómi: - Berðu íslandi kveðju mína. - Já, afi minn, ég skal koma því til skila, svarar Jensen yngri í sömu tónhæð og brosir hlýtt til afa síns. 458 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.