Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 45
býr yfir um notkun hvannarinnar, ef það vildi koma honum á
framfæri við okkur skriflega eða munnlega.
Hér koma vísur sem við fengum frá Eysteini G. Gíslasyni í
Skáleyjum.
Sú fyrri er eftir Eirík Sveinsson og fjallar um hlunnindi á
Reykhólum.
Söl, hrognkelsi, krœklingur,
hvönn, egg, reyr, dúnn, melur,
kál, ber, lundi, kolviður,
kofa, rjúpa, selur.
Önnur vísa af Suðurlandi lýsir úrræðum gegn vorsvelti.
A góuþrælinn gekk ég fyrst að grafa rœtur.
Út með mínar átta dætur,
óspjallaðar heimasœtur.
Af hverju Angelica?
íslenska varan ber heitið Angelica. Latneska heitið á hvönn-
inni er Angelica archangelica (erkiengill). Á þýsku heitir jurtin
Engelwurz (englarót). Nafnið fékk jurtin vegna þess að Raph-
ael erkiengill á að hafa birst frönskum munki í draumi á 16.
öld og bent á hvönnina til þess að lækna drepsóttir.
Talið er að seinni tíma þekking á eiginleikum hvannarinnar
haft borist frá Norðurlöndum suður um álfuna á miðöldum
þegar munkar og kristniboðar tóku að leggja leið sína til nor-
rænna landa. Islenska Angelican er svonefnd jurtaveig, sem er
vökvi með vínanda. Framleiðsla jurtaveigar er alda gömul að-
ferð til þess að ná virkuefnunum úr jurtum. Munkar fundu upp
þessa aðferð á 16. öld og hefur hún verið notuð fram á þennan
dag. Síðari tíma framleiðsluaðferðir nota aðrar aðferðir og fjar-
lægja vökvann og setja virku efnin í belgi og töflur. Jurtaveig-
ar eru enn vinsæl aðferð til inntöku náttúruvara þar sem mörg-
um finnst að áhrif inntökunnar séu meiri heldur en í töflu-
formi. Töflur og belgir þykja þægilegri til inntöku. Nýjar
SAGAMEDICA náttúruvörur í framtíðinni verða töflur, belgir
og mixtúrur.
Mikil virkni íslcnskra náttúruvara
Vísindamenn hafa lengi gengið í skóla náttúrunnar og reynt
að læra af henni á hvern hátt jurtir verjast sýklum (veirum,
sveppum og bakteríum) og einnig skordýrum og stærri dýrum.
Jurtirnar hafa þróað efnavopn í þessari baráttu sem menn hafa
reynt að nýta sér, fyrst með notkun einstakra jurta við hinum
ýmsu sjúkdómum og síðar sem undirstaða lyfjaiönaðar. Pró-
fessor Sigmundur Guðbjarnason hóf rannsóknir á lúpínuseyði
Ævars Jóhannessonar fyrir tíu árum, sem einkum er talið
styrkja ónæmiskerfið. Þær rannsóknir vöktu áhuga Sigmundar
og samstarfsfólks hans á því að rannsaka líffræðilega virk efni
í íslenskum lækningajurtum. Þessar rannsóknir hafa að mestu
verið unnar af Sigmundi og Steinþóri Sigurðssyni liffræðingi.
Þeir veltu því fyrir sér hvaða lækningajurtir voru mikilvægast-
ar út frá þeim erfiðu skilyrðum sem fólk bjó við. Húsakynni
voru oft köld og rök og því kvillar í öndunarfærum algengur.
Matur gat verið gamall og skemmdur og því mikið um melt-
ingartruflanir. Ætihvönnin reyndist fólki notadfjúg, ekki að-
eins sem næring heldur lika til heilsubótar. Rannsóknir Sig-
mundar og Steinþórs hafa beinst að leit að virkum efnum á
þremur sviðum: Áhrifum á ónæmiskerftð, áhrifum á bakteríur
og veirur og frumudrepandi áhrifum efna sem gætu virkað á
krabbameinsfrumur.
I gömlum lækningabókum er talið upp hvað hvönn gerir
fólki gott. Þar er rætt um að neysla hennar sé góð fyrir fólk
sem er að ná sér eftir erfið veikindi, hún eyði spennu, losi slím
úr öndunarfærum, örvi og styrki meltingarfærin, sé þvagdríf-
andi, góð við lungnakvillum bama og fræ em talin góð við
krabbameini. Nútímarannsóknir styðja þetta. Niðurstöður
rannsóknanna sýna að lækningajurtir á Islandi hafa líffræði-
lega virk efni. Þetta hefur verið rannsakað á frumum í ræktun
en á eftir að rannsaka á fólki. Reynslunotkun tveggja ára styðja
reynslu kynslóðanna en vegna þess að hér um að ræða náttúra-
vöru er framleiðanda ekki heimilt að geta um annað í kynning-
um en aukinn kraft og velliðan.
Nú er í undirbúningi framleiðsla á nýjum vörum, m.a. mixt-
úru við magakveisu og kvefi. Þar kemur hvannalaufið við sögu
en í ljós hefur komið við rannsóknir að hvannalauf hefur aðra
virkni en hvannafræ. Þannig mun ætihvönnin verða hafin til
vegs og virðingar meðal þjóðarinnar og hugsanlega verða aftur
verðmæt verslunarvara á erlendum mörkuðum eins og á tímum
víkinga nú þúsund árum síðar.
(Gein þessi er að mestu grundvölluð á grein eftir Helga Hall-
grímsson „ Um hvannir og hvannaneyslu “frá 1962 og efni frá
Ingólfi Guðnasyni garðyrkjubónda í Engi að Laugarási í Bisk-
upstungum og Eysteini G. Gíslasyni í Skáleyjum.)
SAGA^EDICA
Angelica
eykur orku, þrek og vellíðan
Matthías Eggertsson, ritstjóri Freys:
§ „Síðustu árin hefur dregið úr vinnuþreki mínu. Mér datt
s því í hug að reyna Angelicu jurtaveig. Fljótlega kom í
Ijós að með því að nota hana jókst þrek mitt áþreifanlega.
1 Eftir nokkurn tíma komst ég upp á lag með að nota
° jurtaveigina einkum þegar mikið liggur við að þrek mitt
1 dugi. Slík notkun hefur reynst mér vel."
Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
www.sagamedica.com
Heima er bezt 461