Heima er bezt - 01.10.2002, Qupperneq 46
Vörur fyrir eldri borgara
hjá Eirbergi, þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði
Eirberg ehf. er þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem
tók til stafa 1. janúar 2001. Með sameiningu þriggja aðila
var stofnað öflugt fyrirtæki með starfsmenn sem hafa sér-
þekkingu og reynslu á heilbrigðissviði. Stofnendur Eir-
bergs eru fyrirtækin O.J. Kaaber og Össur hf.
Eirberg leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu og
faglega ráðgjöf. Hjá fyrirtækinu vinna 12 manns í dag og
er það fagfólk s.s. hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi og
þroskaþjálfar.
Eirberg er með verslun að Stórhöfða 25, sem er opin
alla virka daga kl. 8:30 -17:00. Fyrirtækið þjónustar m.a.
konur sem misst hafa brjóst og selur gervibrjóst, brjósta-
'Jfei/surúm
• Eykur öryggi og velliöan
• Stillanlegt
'a/ctar
eldavélina
• Veitir öryggi
• Slekkur á eldavélinni
efhún gleymist á
i
i
haldara og sundföt. Einnig er fyrirtækið með þjónustu og
ráðgjöf fyrir stomaþega og þvagleggjanotendur og sinnir
hjúkrunarfræðingur því starfi. Fyrirtækið sinnir einnig
viðskiptavinum sem eiga við æðavandamál að stríða og
þurfa að nota þrýstingssokka eða stuðningssokka en þá
þarf yfirleitt að mæla sérstaklega til þess að sokkarnir
passi.
Oft fer fólk íyrr heim af sjúkrahúsi en áður og þarf á
ýmsum hjálpartækjum að halda til lengri eða skemmri
tíma. Stór viðskiptavinur Eirbergs, Tryggingastofnun rík-
isins, tekur þátt í kaupum á hinum ýmsu hjálpartækjum
að undangengnu mati frá lækni.
í versluninni eru hjálpartæki allt frá hækjum, göngu-
grindum og göngustöfum, upp í hin fullkomnu hjúkrun-
arrúm og hjólastóla. Heimahjúkrun hefur aukist mjög og
öll aðstaða til að nálgast þær vörur sem þarf til að geta
sinnt fólki heima hefur batnað mjög með tilkomu Eir-
bergs.
Eirberg er einnig með tækjaleigu fyrir þá sem þurfa á
hækjum, göngugrindum eða hjólastólum að halda í
skamman tíma. Þá þarf notandinn sjálfur að greiða fyrir
leigu.
1 verslun Eirbergs sem er öllum opin er hægt að nálgast
ýmsar mismunandi vörur en einnig er hægt að fá þær
sendar heim. Sem dæmi um hagnýtar vörur t.d. fyrir eldri
borgara, er hægt að nefna mannbrodda, ísbrodda á stafi
og hækjur, sem gott er að setja á í hálkunni. Einnig er ör-
yggistæki til fyrir eldavélar sem slekkur sjálfkrafa á elda-
vélarhellum eftir ákveðinn tíma eða þegar hitaskynjari
skynjar hitann frá helluborðinu. Einnig eru til öryggis-
tæki í sturtuna s.s. sturtukollar, eða stólar og handföng til
að styðja sig við, baðbretti á baðkarið svo eitthvað sé
nefnt. Einnig selur Eirberg heilsurúm og yfirdýnur,
heilsukodda, grindur til þess að styðja við bakið í bíl og
einfalt tæki til þess að klæða sig í sokka eða griptöng til
að taka hluti upp af gólfi þannig að ekki þurfi að beygja
sig.
Allir eru velkomnir í verslun Eirbergs eða að hringja
eftir upplýsingum og faglegri ráðgjöf í síma 569-3100.
StárÉðHi25 | TKRejkfm* | Smm503100 | arterygortosð |
462 Heima er bezt