Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 5
I *
Grund.
Auðunn Bragi
Sveinsson
n
OFFSETPRENTARINN
Þorgrímur Einarsson.
Flestir hafa heyrt getið um Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund
í Reykjavík. Það var stofnað árið 1922 Nokkrir góðtemplarar,
undir forystu Sigurbjörns Astvaldar Gíslasonar, guðfrœðings,
hófu í ársbyrjun 1914 ókeypis matargjafir fyrir fátœklinga, og
var starfsemin nefnd Samverjinn.
Sigurbjörn vann ötullega að stofnun elliheilmilis, og keypt
var hús viö Kaplaskjólsveg árið 1922. Þarna var rúm fyrir 23
vistmenn. Þetta var sjálfseignarstofnun.
Forgöngumenn Grundar, auk Sigurbjörns, voru eftirtaldir:
Flosi Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Júlíus Arnason og
Páll Jónsson.
Hafist var handa um vandaða byggingu fyrir elliheimilið
við Hringbraut, þar sem það stendur enn með miklum
viðbyggingum. Grund var vígð 28. september 1930, að
viðstöddu miklu fjölmenni. Þörf framkvœmd og aðkallandi.
Nú erum við komin að efni þessarar greinar, en það er viðtal
við einn íbúa Gömlu-Grundar, sem heitir Þorgrímur Einarsson.
Heima er bezt 197