Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 35
ungaræningjum að bráð, sem byggja með þeim hólmann.
Og þó er ekki gott að segja neitt um það. Þar sem margar
fuglategundir byggja svo að segja eina sæng, er ekki að vita
nema að samkomulagið sé gott. Lambið og ljónið virðast
leika þar saman, svo til fyrirmyndar er.
Það er fyrst þegar mennirnir koma til sögunnar, með alla sína
„friðun“ og „verndun“ sem allt ætlar að verða vitlaust.
Annars er ekki mikið þarna af kríu. Og hún hverfur, og
garg hennar drukknar gersamlega, í kliðnum og marvaðanum
yfir höfðum okkar.
Mikið er af lunda. Hann byggir myrkar holur í hinni mjúku
og frjóu mold hólmans. Hann sækist ekki eftir sólskininu og
sunnanblænum í híbýli sín. Mest er af honum utan með - á
klettunum. En þó er hola og hola á stangli um allan hólmann.
Honum bregður ónotanlega við hina óvæntu heimsókn okkar,
og dyninn yfir höfði sér. Flýgur því í dauðans ofboði út á
sjó. Vonandi hefur eggið hans eða nýfæddur unginn, ekkert
illt af því. Viðstaða okkar verður svo stutt.
Stöku útleiðslu sjáum við, en þær eru ekki margar. Þetta
er ekki ákjósanlegt varpland fyrir æðarfuglinn. Of þurrt,
slétt og hart. - En þó gerir æðarfuglinn sér flest að góðu.
Ekki er til sá hólmi eða sker í Breiðafirði, sem annars tollir
á þangkló eða grastægja, að ekki verpi þar, kolla. Þar er
engin hólmi í eyði á vorin.
Vatnsönd hrekkur upp úr melskúf. Máski situr hún á tómum
fúleggjum svona seint á varptíma. Við aðgætum það, en svo
er ekki. Eggin eru kolunguð. Hún hefur bara verið svona
síðbúin í varpið.
Toppönd skýst úr dauðri lundaholu. Allt í lagi með hana.
Sjálfsagt eru eggin hennar kolunguð. - En hvað eru annars
endur að gera á þessum kletti, úti i miðjum firði? - Þetta eru
ekki þeirra réttu heimkynni. Því er ekki auðsvarað, en líklega
hafa þær bara komið sér þama fyrir til að sæta soðið, auka á
ijölbreytni dýralífsins í hólmanum. Hafi þær sælar gert!
En ekki er allt talið enn. Klettamir að norðan og vestanverðu,
sem blasa við mér heima, eru þéttsetnir fugli. Frá honum
stafar „marmarinn" í klettunum. Allt er þar í einum graut,
að mér virðist: rita, skarfur, fýll. - Og þó, fýllinn er efstur.
Hann er nýr landnemi á þessum slóðum, og illa þokkaður.
- Faðir minn segist oft hafa komið í hólmann á unglingsárum
sínum, og þá hafí ekki verið þar um annan hvítfugl að
ræða en ritu, svartbak og kríu. - Nú leggur fýllinn undir
sig hvem hólmann af öðrum. Og með hverju haldið þið?
Ekki með kjafti og klóm, eins og herskáir og heiðarlegir
ránfuglar gera, þegar þeir brjótast til valda. Nei, ónei. Spýju
úr sínum eigin sarpi beitir hann fyrir sig. Hann sest í efstu
syllur og brúnir, og lætur svo dæluna ganga yfir þá sem
neðar sitja, mislíki honum eitthvað. Enginn vill sitja undir
ákasti hans. Og þannig fælir hann hina gömlu innbyggja
hólmanna meira og minna á burt. En hvað um það. Fýllinn
er gerðarlegur fugl og sérkennilegur, þó sóði sé hann. Og
hefur nú mikil völd í Hafrakletti.
Og aldrei fór það svo, að krumma vantaði. Hver klettur
verður að hafa sinn hrafn. I lítilli gjótu í sunnanverðum
klettinum, á hann 5 unga í laupi sínum. Sjálfur hoppar hann
stall af stalli, rámur og ræfilslegur. Ungarnir eru vel stálpaðir
og við náum auðveldlega til þeirra, en við snertum við engu
í þessum skemmtilega dýragarði.
Svo höfum við þá lokið við að vísitera Hafraklett.
Við setjum okkur niður þar sem hæst ber á, og horfum
yfir Qörðinn, skipaðan eyjum og skerjum. Hér eru þó engar
eyjar nærri. Þó er ekki mjög langt til Olafseyja, Rauðseyja
og Akureyja. Drjúgum lengra til lendingar á Reykhólum, en
reykimir við Hellishóla stíga hátt í loft upp í blíðviðrinu.
Mjótt vindband sést vestur á flóanum. - Við fáum líklega
útnyrðingsleiði í Akureyjar til Ólafs frænda, og austanleiði
heim í kvöld.
En líttu rnaður nær þér. Það brýtur á breiðu baki skammt
frá hólmanum. Þar veltir sér smáhveli í síldartorfu.
„Allar skepnur yndishót
inna að mínu geði,
höfrungarnir hlaupa á mót,
hefja dans og gleði
Svo göngum við ofan að bátnum. Utnyrðingurinn hefur
náð okkur. Við vindum upp segl og siglum til Akureyja,
Hafraklettur er að baki. Þar er hvorki álfakirkja né kaupstaður.
- Hann er köld marmarahöll, séður úr íjarska, en dásamlegur
dýragarður þegar í hann er komið.
Heima er bezt 227