Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 11
Málverk af torfbænum í Abæ. upphaflega var hún Steinárskotta. Allt er þetta einn og sami draugurinn. Sagnir um hana myndu fylla litla bók ef saman væru dregnar en ekki eru þær allar á einn veg um uppruna hennar svo sem verða vill um þjóðsögur. I sem stystu máli er hún þannig til komin: A árunum fyrir og eftir 1720 var prestur á Bergstöðum i Svartárdal, Þorvarður Bárðárson. A sama tíma bjó á Steiná í Svartardal Ólafur Bjarnason. Þeir voru óvildarmenn og báðir göldróttir. Eitt sinn er Ólafur var á ferð neðan dal og kom að Bergstöðum, sá hann að prestur starfaði nokkuð í kirkjugarðinum og var búinn að vekja upp kvendraug en fór halloka í glímunni því jafnan þurfti að fella uppvakninginn til að ná valdi á honum. Kallaði þá Ólafur til prests „Bíttu í hægra brjóstið á henni bölvaður.“ Hafði prestur það ráð og yfírvann þá drauginn en öfundaði kunnáttu Ólafs og sendi skottu honum til höfuðs. Tókst henni að drepa konu Ólafs en ekki hann sjálfan heldur gat hann með særingum komiö henni fyrir í afturfótarlegg af hrossi og sló þar tappa í. Skömmu fyrir dauða sinn fékk Ólafur Guðbjörgu dóttur sinni legginn og bað hana brenna hann að sér dauðum en aðrar sagnir telja að hann hann tæki henni sterkan vara á að taka ekki úr tappann nema mikið lægi við. Ekki brenndi Guðbjörg legginn en geymdi þess í stað á botni fatalcistu sinnar. Hún átti þann mann er Jón Jónsson hét frá Hellu á Arskógsströnd og bjuggu þau á Stóru-Ökrum frá því fyrir 1780 til 1791 en fluttust þá í Ábæ og bjuggu þar til 1797 nema eitt ár á Merkigili. Síðast voru þau áNýjabæ 1808-1817. Á árunum 1799-1808 bjó á Nýjabæ Guðmundur Nikulásson. Jóni og Guðbjörgu lá öfund á Guðmundi og vildu hann brott af Nýjabæ. Fór svo að Guðbjörg sótti legginn i kistu sína og reif úr honum tappann. Sveif þá út bláleit gufa er breyttist óðara í kvenmannsmynd sem spurði hvað hún ætti að gera. „Farðu að Horft nióur eftir Abæjargili yfir tún og bœjarstœði Abœjar þar sem ,,ekkja stendur aldin kirkja, ein í túnifornra virkja “. Heima er bezt 203

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.