Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 41
- Já... ég sé það. Rödd unga læknisins er tómleg, augu hans fylgja eftir bjarthærðu kaupakonunni, sem gengur upp tröppurnar á læknissetrinu og hverfur inn í húsið. Haukur sest inn í bílinn, og Agnes við hlið hans. Hún segir: - Var þér ekki farið að leiðast að bíða eftir mér? -Nei, við höfum nógan tíma ennþá. Haukur setur bílinn í gang en ekur ekki af stað. - Eftir hverju ertu að bíða? - Sigurði og Magnúsi. - Hvað ætlar þú að gera með þá? - Eg bauð þeim að vera með okkur í bílnum. - Strákunum? - Já. Finnst þér ekki sjálfsagt, að við, sem förum héðan af heimilinu, verðum samferða? - Nei,ég held, að strákarnir geti séð um sig sjálfír. - Ég geri ráð fyrir því. En mér fínnst eðlilegt og sjálfsagt, að við förum öll saman í bílnum. - Það er mikið, að þú bauðst ekki Björgu og Önnu að vera með okkur líka. Haukur brosir. — Björgu hef ég ekki séð í kvöld, en ég bauð Önnu að koma með okkur. - Ætlar hún ekki að þiggja boðið? - Nei, — mér heyrðist hún hafa lítinn áhuga á dansi. - Ég hefði nú líka haldið, að svoleiðis fólk eins og hún kynni heldur lítið að dansa. Lítilsvirðingin í rödd Agnesar æsir skap læknisins. - En kann hún þá ekki það, sem stendur dansinum framar að gildi, segir hann. Agnes svarar ekki. Hún er reið. Siggi og Maggi koma út í bílinn, og Haukur ekur af stað. Dansinn er byrjaður. Haukur stöðvar bílinn við samkomuhúsið og fylgist með ferðafélögum sínum inn í salinn. Gleðin svellur í brjósti æskunnar. En í nótt er ungi læknirinn aðeins áhorfandi. Hugur hans er ekki bundinn við dansinn, hann dvelur heima á Sólvangi hjá ungri bjarthærðri stúlku, sem hvílir þar hrein og saklaus í örmum svefnsins — og kann ekki að dansa. Ragnhildi berst símskeyti frá Reykjavík. Föðurbróðir hennar þar er nýlátinn. Hún gengur til dóttur sinnar og sýnir henni skeytið. - Ætlar þú ekki að drífa þig suður og vera viðstödd jarðarförina, mamma? segir Agnes. - Ég á nú ekki heimangengt. - Ég skal hugsa um heimilið á meðan. - Þakka þér fyrir, góða mín. En það eru nú fleiri skyldur sem á mér hvíla en heimilisstörfin. Þurfi læknirinn aðstoðar við, kann ég betur við að vera heima. - Þess hefur ekki þurft með það sem af er í sumar, — en ég skal aðstoða hann ef með þarf. - Þú segir vel um það. Óneitanlega langar mig til að fylgja frænda mínum til grafar. - Þú skalt drífa þig suður, mamma. Ég veit, að skyldfólkið vonast eftir þér. - Ég ætla að tala við Björgu og biðja hana að vera með þér við eldhússtörfin fram að hádegi. Viltu það ekki heldur? - Það væri náttúrlega ágætt, kerlingin er öllu vön. - Já, það er óhætt að treysta henni Björgu. - Það er þá ákveðið mál, að þú drífir þig suður, mamma? Já, ég er ákveðin í því, og það er bezt, að ég ljúki því af að færa þetta í tal við Björgu. Ragnhildur gengur út úr húsinu og kallar á Björgu, sem er að raka þar skammt frá, ásamt Önnu. Björg leggur frá sér hrífuna og hraðar sér inn til Ragnhildar. Agnes bíður þess að heyra undirtektir hjá Björgu. Ragnhildur segir: - Mig langar til að biðja þig bónar, Björg mín. Ég var að fá tilkynningu um lát eins frænda míns í Reykjavík, sem mig langar mikið til að fylgja til grafar. Viltu vera svo góð að hjálpa Agnesi við heimilisstörfín fram að hádegi á meðan ég er í burtu. - Eg get reynt það, ef hún vill þiggja mína aðstoð. - Ég þakka þér fyrir það, Björg mín. Svo gætuð þið Anna líka skipst á um að hjálpa Agnesi sinn morguninn hvor, ef þú vildir það heldur. Björg hefur ekki ráðrúm til að svara Ragnhildi, því Agnes segir með kaldri fyrirlitningu: Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.