Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Side 13

Heima er bezt - 01.04.2007, Side 13
Bœjarstœði Miðhúsa í Austurdal á stallinum Jyrir miðri mynd. honum þá komið fyrir og hann settur niður á þessum stað.“ Olafur Kristjánsson frá Ábæ gefur leiðsögn að dys Dala-Skúla í ömefnaskrá frá árinu 1935. Þar segir: ,,Lági melhóllinn skammt sunnan og ofan við Fjóshólinn heitir Draughól/. Norðan undir honum er stór þúfa og kringum hana lágt garðlag, hringmyndað. Þetta er kölluð Dys. Þar á að hafa verið settur niður draugur sem hét Dala-Skúli. “ Ólafur var fæddur 1884, ólst upp á Ábæ til margra ára og bjó þar 1912- 1913, var þar einmitt þegar Matthías þjóðminjavörður var á ferðinni. Stendur hér allt heima við ofangreinda lýsingu Matthíasar frá 1910 og Ólafs frá 1935. Upp af bæjartóftum og kirkju á Ábæ rísa tveir háir melhólar og er grasdrag milli þeirra þar sem bæjarlækurinn hefur fyrrum verið leiddur ofan úr Kvíadal niður sunnan við kirkju. Heitir sá ytri Smiðjuhóll en hinn syðri Fjóshóll og er á honum glögg ljárhústóft. Um það bil 40-60 metra fram og upp af Fjóshól er lágur melhóll, fyrrgreindur Draughóll. Norðan í honum, neðarlega, er Dysin (65° 18' 160/18°51' 116), hringlaga, um það bil 3 m í þvermál og glyttir í aðborið grjót en lítilsháttar uppblástur eða rof í þjóðsagnasöfn en hann var fólki í Austurdal vel kunnur á 19. öld. Hann var þeirrar náttúru að höfuð hans var klofíð í herðar niður, eins og sagaður sviðahaus, og var það leikur hans að birtast fólki þannig að láta kjammana falla út á axlir, taka siðan urn þá báðum höndum og skella þeim saman. Að öðm leyti var Klofningur ekki meinsamur og engar sagnir um að hann dræpi fénað, hvað þá fólk. Þó var hann næstum orðinn mannsbani eitt sinn óbeinlínis, er hann hræddi svo beitarhúsamann á Miðhúsum að hann hljóp út á ófæran svellbunka á svonefndri Litlubrún og hrapaði niður í Jökulsá, meiddist þó lítið eða ekki og hafði sig úr ánni við illan leik. Öðru sinni var það á jólaföstu 1854 að rak á ógurlega áhlaupahríð og beitarhúsamenn í Dölum fram treystust fæstir heim til sín um kvöldið. Guðmundur Hjálmsson vinnumaður á Merkigili gekk þá á Miðhúsabeitarhús. Hann hélst þar ekki við fyrir reimleika að hann sagði og myrkfælni, var þó hraustleikamaður. Um miðja nótt rofaði aðeins til og braust hann þá fram að Ábæ, sem var mun styttri leið en út í Merkigil og undan veðri að sækja. Má vera að hér sé um sama tilvik að ræða. Magnús Kr. Gíslason á Vöglum tileinkar Klofningi eitt erindi í Stiklum sínum: Hjá Miðhúsum oft hér áður var um Austurdal leitt að fara. I leyni Klofningur liggur þar, lítt mun hann hrekki spara. Með klofrnn að öxlum hausinn hann hefur upp leikinn taman að skjótast í veg fyrir skilamann og skella kjömmunum saman. Trérista Sigurlaugs Elíassonar af Klofningi. er komið í dysina. Umhverfís hana er mjór, hringlaga garður, óljós orðinn en þó vel merkjanlegur allan hringinn, um 12 metrar í þvermál. Skýr fjárgata liggur gegnum hringinn, meðfram Dysinni og upp yfir Draughól. Klofningur Þriðji nafnkenndi draugur í Austurdal var Klofningur. Hann flokkast undir staðára, var fremur meinlaus og hélt sig einkum á Miðhúsum í Austurdal. Engar frásagnir af honum hafa ratað Helstu heimildir: Arni Björnsson: íslenskt vættatal. Rv., Mál og menning, 1990. Inngangur; Magnús Kr. Gíslaon: Ég kem norðan Kjöl, bls. 56; Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1910, bls. 70; Margeir Jónsson: Ömefnaskrá Ábæjar skráð eftir Ólafi Kristjánssyni; Upphaf og ferill Ábæjarskottu eftir Björn Egilsson frá Sveinsstöðum: Lesbók Morgunblaðsins 28. maí 1988, bls. 6-7. Að öðru leyti eru helstu sagnir um Skottu í Þjóðsögun Jóns Árnasonar, Ólafs Davíðssonar, Huld II og reyndar miklu víðar; Safnamál 15. árg. 1991, bls. 62; Tveir draugar til vióbótar eftir Hjörleif Kristinsson: Heimaerbezt 12. tbl. 1985; Söguþættir úr Austurdal: Ritsaíh Stefáns Jónssonar III, bls. 94-95. Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.