Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 20
sagnahefð á klaustrunum og hinum
tekjuhæstu kirkjusetrum bar svo frá
að ella væri aðeins söknuður í fátækt.
Fjarhuga eftirsjánni, sem felur í sér
fyrirmennsku, umfram allt forgöngu.
Jón Arason Hólabiskup var
síðasti Islendingurinn á miðöldum
páfakirkjunnar, en konungsarfí
Kalmarssambandsins átti smáa hlutdeild
og réði næsta litlum sagnaskilum.
Undrabamið í íslenzkum stjómmálum
siðbyltingarinnar, Guðbrandur
Hólabiskup, bjargaði hinum afar fáu
afkomendum írskrar menningar og kænna
Austmanna frá gleymd, útmáun. Því
er þessi inngangur um Hóladómkirkju,
ekkjuna í túni búauðgisstefnunnar,
nokkuð teygingarsamur, að biskupslaust
var á Hólum eftir 1798. Síðasti
stólsbiskupinn var dáinn, afkomandi
síra Einars skálds í Eydölum, sonarsonur
síra Stefáns Olafssonar skálds í Vallanesi.
- Ekki var einu sinni staðarprestur á
Hólum eftir 1868. Úr var bætt í þeim
áfangaskilum, sem frá sagði í þættinum
um Hólatuminn og bein hinna ódauðlegu
feðga. Voru það söguskil, en hitt mest
í kirkjusögu stólsins, að biskup var
skipaður í stöðu á Norðurlandi með
lögum frá Alþingi 1909.
Hinir 3 íjórðungamir réðu vitaskuld
meiri hluta á Alþingi. Vegna þeirrar
vildar og mikils álits flutningsmanns
frumvarpsins um endurreisn
Hólastóls, fekk mál hans sigur með
því að stiftsbiskupar yrði 2, annar
útvalinn í hópi norðlenzku prestanna,
hinn af andlegrar stéttar mönnum í
Skálholtsbiskupsdæmi. Jón Þorkelsson
fomi, skáld og þjóðskjalavörður, talaði
svo fyrir málinu, að úr rættist á einstæðan
hátt, þó að andstaðan væri mikil. Bæði
vegna sparsemdar og svo skilningsleysis
á sagnhelgri þjóðarhefð. Þá voru þeir
málsmetandi menn, innan þings og utan,
sem töldu áhættu að sýna herraþjóðinni
og dönsku konungs- og kirkjuvaldi í
tvo heimana. Stiftisbiskup til Hóla,
aukabiskup í þjóðlandi, sem var eitt
biskupsdæmi frá 1801, var ekki aðeins
full undantekning hinnar alþjóðlegu reglu,
að einn biskup væri í einu biskupsdæmi,
heldur væri slík lagasetning Alþingis
ögrun við hið danska vald á næsta
viðkvæmum tíma heimastjómarinnar.
Islandsráðherra í danska ríkinu með
Dr. Jón Þorkelsson.
(Mynd: Faðir minn, 1950).
Minnisvarði Jóns biskups Arasonar á
Munkaþverá eftir Guðmund Einars-
son frá Miðdal, afhjúpaður 23. ágúst
1959.
(Myndfrá Aðalheiði Guðmundsdóttur).
búsetu í Reykjavík gerði hinn unga
og fámenna kaupstað að höfuðsetri =
höfuðborg, í stað Kaupmannahafnar.
1909 sá fyrsti þingmaður Reykvíkinga,
dr. Jón Þorkelsson, nýtt tækifæri
í sjálfstæðisbaráttunni. Af hverju
endurreisn Hóla fremur en Skálholts
í þessum áfanga? Dr. Jón taldi víst
meirihlutafylgi við stiftisbiskup
nyrðra í sögulegri virðingu fyrri
tíðar á Islandi, arftaka Jóns Arasonar
Hólabiskups, fremuren kirkjuhöfðingjum
Síra Hákon Loftsson, prestur
kaþólskra í Hólastifti 1952-1966.
Hann kaus sér kirkjuleg á
Munkaþverá (d. 1977).
* ' - '
Síra Stefán Ólafsson skáld í
Vallanesi.
(Lágmynd Ríkharðs Jónssonar 1970).
Norðanlands eftir siðskipti. Biskup
íslands í Reykjavík var embætti
Skálholtsbiskups eins og í fyrstu var,
1056-1106.
Kennimanna oddviti, biskupsvígður
prestur í Norðurlandi, var svo stórt skref
í endurreisn sjálfstæðs lýðveldis, að
síðan þurfti ekki að sækja biskupsvígslu
til Danmerkur. Síra Eggert Pálsson á
Breiðabólsstað, þingmaður Rangæinga,
fann hinn rétta tón, þegar hann snerist
á sveif með dr. Jóni Þorkelssyni og
212 Heima er bezt