Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 22

Heima er bezt - 01.04.2007, Síða 22
Valdimar vígslubiskup hins forna Skálholtsstiftis í 20 ár. Einnig hann bar Hólakápuna, minning síðasta katólska biskupsins á Norðurlöndum. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, en Skálholtskirkja var þá og lengi síðan lítið hús og rúmaði alls ekki biskupsvígslumessu. Hefði þó verið reynt að vígja skáldprestinn þar, gat hvorugur þeirra Þórhalls biskups borið kápu herra Jóns Arasonar á morðsstaðnum. Svo sterk tök kann líf og saga herra Jóns á landsins börnum. Hinn 7. nóvember um haustið, var ártíðar Hólafeðganna minnzt við sálumessu í Landakotskirkju. Einnig þá bar Hólakápan dýra tign og helgi Hólabiskupsins, sem um var sagt í Háskólanum á 5 alda ártíðinni 1950, að væri stærstur á banastundinni. * * * 20 íslenzkir ríkisborgarar hlutu biskupsvígslu á öldinni, sem leið, allir nema einn hér á landi. Var það síra Jóhannes Gunnarsson prestur Kristskirkju konungs í Landakoti frá 1924. Sótti hann vígsluna til Vesturheims 1943 og hafði stöðuheitið Hólabiskup eins og forveri hans herra Marteinn Meulenberg. Síra Jóhannes var sonarsonur Einars Asmundssonar umboðsmanns Möðruvallaklausturs, alþingismanns, ritstjóra og hins mesta frömuðar framfara- og menningarmála, kenndur við Nes í Höfðahverfí, en þar bjó hann 1855 til dauðadags 1893. Voru synir Einars og fyrri konu hans, Margretar Guttormsdóttur frá Vallanesi, Gunnar kaupmaður á Hjalteyri og í Reykjavík og Guttormur bóndi á Osi í Möðruvallasókn. I bók Haralds Hannessonar um Martein Meulenberg hinn fyrsta kaþólska biskup á Islandi eftir siðskipti, útg. 1990, segir frá frjálslyndri kirkjuskoðun Einars í Nesi, er hann varð fyrstur manna til þess að vinna að og veita kaþólskum trúboðspresti starfsfrið og leyfi hér á landi. 1855 kom kaþólskur prestur í Austljörðu, síra Baudouin, kallaður Baldvin hinn kaþólski, en þá og lengi var margt kaþólskra sjómanna, einkum eystra. Var síra Baldvini bönnuð prestsleg þjónusta og horfði Reynistaður á vígslusumri síra Hálfdans. (Úr myndasafni A.S.). Síra Valdimar Briem sálmaskáld á Stóra-Núpi, skrýddur Hólakápunni. (Mynd: Upp á Sigurhœðir, 2006). ófriðlega, en að vísu ekki trúfrelsi í samfélaginu. Skarst Einar Asmundsson í hinn ójafna leik, hafði sigur og hlaut af sæmd. Verða þær málalyktir raktar til Jóns Sigurðssonar. Kaþólska trúboðið, sem hófst með prestsþjónustunni við hina erlendu sjómenn, varó íslendingum ómetanlegt gagn, er sjúkrahús voru reist á Landakoti 1902, í Hafnarfirði 1926 og í Stykkishólmi 1935, en bamaskóli sannkölluð menningarstofnun, byggður upp í Landakoti og hófst kennsla þar Síra Háífdan Guðjónsson vígslu- biskup, skrý’ddur nvju Hólakápunni 1928. (Mynd Forn frœgðarsetur I, 1976) 1909.1 fyrstu var kapellagerð í Landakoti 1860, en kirkja risin 1897. Allt er það rakið í bókinni um Martein Hólabiskup, m.a. í blaðaviðtali, er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson átti við biskupinn á 40 ára prestsskaparafmæli hans 1939, og skrifum Jónasar Jónssonar ráðherra um Landakotskirkju, sem reist var og vígð 1929. Samsumars var Meulenberg prestur skipaður biskup og veitt biskupsvígsla af van Rossum kardinála. Aldrei fyrr hafði kaþólskur biskup tekið vígslu á íslandi og var embætti hans kennt við 214 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.