Heima er bezt - 01.04.2007, Blaðsíða 36
Helgi Guðmundsson, Apavatni:
Hænu-Gvendur
Þegar ég hafði lesið íslandsklukkuna, þar sem Jón Hreggviðsson
er aóal sögupersónan, fór ég að grugga upp og leita í minningum
mínum, hvar á lífsleiðinni ég hefði orðið var við mann,
sem líktist þessari sögupersónu. Loks fann ég mann, er ég
kynntist dálítið og heyrði frá, þegar ég var unglingur. Var
hann þá miðaldra og kemst í hug mínum næst þeirri mynd
af Jóni Hreggviðssyni, sem ég hafði hugsað mér. Kemur
nú það, sem ég hef af karli þessum að segja.
Hann var svartur, kaldur, snöggur, hortugur, hafði tjúguskegg
og spýtti mórauðu um tönn. Hann baukaði við bókband og
kynntist gömlum skmddum. Eina hafði hann, sem hann
nefndi Sábeiðispredikanir. Hún var með Hólaletri, mjög
fom, öll músétin á köntunum. Hann sagði að þetta hefði
ekki verið næsta húslestrabók á undan Vídalínspostillu. Það
hafði verið Stúrmshugvekjur, en þar næst áður hefði þjóðin
lesið þessar predikanir um aldaraðir og var þá komið aftur í
óraíjarska fomeskju. Aldrei hef ég heyrt þessa bók nefnda,
hvorki fyrr né síðar, og ekki veit ég hvað af henni hefur
orðið, hvort hún hefur verið jörðuð með Gvendi, eins og
Rauðskinna með Gottskálki biskupi, eða látin á Arnasafnið í
Kaupmannahöfn. Hvort Danir skila henni hingað heim, veit
ég ekki. En gaman væri að vita, við hvaða Sábeiðir bókin
var kennd. Um það varðist Gvendur allra frétta.
Hænu-Gvendur hafði þótt brellinn og pöróttur í æsku.
Þegar hann var hjá föður sínum ungur, tók hann upp á því
snjallræði að klófesta kindur, sem karl faðir hans átti, og
kasta þeim niður fyrir háa hamra, sem eru þar utan í fjallinu,
og lágu kindurnar í tætlum þar neðan undir. Nú segir hann
karli að kominn sé slæmur gestur í féð. Sé það mórauður
strákur með afar stóran hatt á hausnum. Hann kvaðst hafa
haft tal af honum og hafí hann sagst vera sendur hingað
vestan úr Kjós og hafí sér verið skipað að drepa allt fé
bóndans og sjálfan sig á eftir. Sagði Gvendur að náungi þessi
muni vera illur viðskiptis og mjög illa kynjaður, kominn af
Axlar-Birni í beinan karllegg og hafi Sveinn skotti verið
langafi hans, og bæði afi hans og amma hafí verið þjófar.
Síðan segir hann að karl hafí um tvo kosti að velja, annar
sá að láta skeika að sköpuðu um aðgerðir stráksins, en hinn
að hann láti sig fá allt féð og þá skuli hann koma stráknum
fyrir og niður, svo að hans verði ekki vart framar. Karl
tók vitanlega síðari kostinn, og varð því Gvendur eigandi
að öllu fé hans. Kenningarnafn sitt fékk Gvendur af kellu
sinni. Hún hét Lofthæna og var gengin fyrir ættemisstapa,
þegar ég man eftir. Einhvem veginn fékk ég þá skoðun,
að hún hefði verið klædd í skinnúlpu eða skinnpils, sem
hefði náð niður fyrir hnjákollana að framan, en að aftan
ekki nema ofan á þjóin. Lofthæna var úr Skaftárþingi og
Gvendur reyndar líka. féJStsl
Framhald afbls 196.
Og brennsla baunanna gat áreiðanlega verið nokkurt
vandaverk, og hafa menn sagt mér að bragð og gæði kaffisins
hafi stundum farið nokkuð eftir því hversu vandvirkur sá
var, sem annaðist brennslu baunanna. Vel þurfti að fylgjast
með þeim, hræra jafnt og þétt í bakkanum eða pottinum,
og gæta þess að brennslan yrði sem jöfnust. Og sjálfsagt
hefur smekkur fólks líka verið nokkuð misjafn á því, hvort
baunirnar skyldu vera mikið eða lítið brenndar.
Og til drýginda var svo auðvitað kaffirótin, kaffibætirinn,
eða „exportið“, sem mig minnir að það hafí nú jafnan verið
kallað, þessar dökku kaffiplötur, sem unnar munu hafa verið
úr rót kaffitrésins, og einmitt er minnst á í vísunni góðu hér
að ofan. Rótin var gjaman sett út í uppáhellinguna til að gera
kaffið sterkara og um leið drýgja það, því sjálfsagt hefur
rótin verið ódýrari en sjálft kaffið. Og þaðan kemur líklega
heitið „rótsterkt kaffi“. En það var ekki einu notin af rótinni,
því sagt er að á tímum kreppu og fátæklegs vöruúrvals, ekki
síst því sem teljast mátti til munaðar, þá hafi stúlkur notað
bréfið utan af kaffirótinni, sem var rautt, til að lita kinnar
sínar og jafnvel varir. Líklega hefur festan í prentlitunum
á pappírnum ekki verið meiri en það að hann hefur smitað
auðveldalega. Hvort heilbrigðisyfírvöld í dag myndu mæla
með aðferóinni, er svo önnur saga.
1 dag höfum við minna að segja um það hvernig vinnsla
kaffisins, sem við kaupum, hefur verið, en segja má að á
móti komi allt úrvalið sem í boði er. Kaffi er ekki lengur
bara kaffi. Nú heitir það ótal nöfnum, allt eftir því hvaða
tegundum er blandað saman, hvaðan það er fengið í heiminum,
o. s. frv.
Og ég þykist vita að áhrif og saga í kringum kaffið fari
minnkandi frá því sem var, auk þess sem það er nú ekki beint
talið til heilsudrykkja samkvæmt þekkingu fólks á áhrifum
koffins í dag. En engu að síður eiga áreiðanlega ýmsir góðar
minningar tengdar bjástrinu í kringum kaffið, brennsluna,
mölunina og ánægju fólksins yfir því að fá sér góðan kaffibolla,
og langar mig því, svona í lokin á þessum kaffipistli, að
hvetja fólk til aö senda okkur hjá HEB minningar sínar um
þennan þjóðardrykk, sem stundum hefur verið nefndur svo,
og áhrif hans á fólk og umhverfi þess á árum áður.
228 Heima er bezt