Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 7
A leiö í vinnuna á Hótel Borg, um 1969. peningum í skemmtanir. Þegar ég var 8 ára gamall útbjó ég mér háf, sem ég fór með niður að höfn og hjólbörur, og fyllti þær með kola og ufsa. Þennan fisk seldi ég svo, og þannig gat ég átt fyrir bíómiðum. Reyndar lenti ég líka í slysi 13 ára, en þá varð ég aftur fyrir bíl, og fótbrotnaði. Slysið, sem ég varð fyrir þegar ég var 10 ára, varð náttúrlega til þess að ég dróst aftur úr í skóla og varð á eftir jafnöldrum mínum sem nam einum bekk. Til að vinna það upp fór ég seinna vestur á Snæfellsnes til séra Þorgríms á Staðastað, sem var með heimavistarskóla og hjá honum tók ég svo 3. og 4. bekk gagnfræðaprófs á einum vetri. Kynlegir kvistir Eftir gagnfræðaskólann fór ég að vinna ýmsa tilfallandi vinnu, m.a. hjá Keflavíkurverktökum við rafvirkjun og var hugmyndin sú að fara að læra til þess. Vann ég þá m.a. í möstrunum við Rockwille. Þau eru eitthvað um 140 fet á hæð og var bara sett stroffa undir rassinn á manni og maður hífður upp til þess að tengja. Síðan ætlaði ég á samning hjá fyrirtæki í Keflavík, sem hét Geisli. Var ég byrjaður þar en þá kom eigandinn einn daginn og sagði mér upp, því hann þurfti að koma frænda sínum að. Reiddist ég þessu að vonum, og ákvað að fara út úr bænum í leit minni að næsta starfi. Fór ég þá til Reykjavíkur og komst að á Hótel Borg, þar sem ég hóf að læra til þjóns. Eigandi hótelsins þá var Pétur Daníelsson, sem var lærður þjónn. Mér fannst hann fara hálf illa með Borgina, því alltaf þegar lagfæra átti eitthvað í húsinu þá breytti hann því alltaf I Glaumbœ, 1969, ásamt starfsfólki. til nútíma útlits, svo gamli sjarminn, þessi danski staóall, fór svo mikið af staðnum við það. Hótel Borg var byggð, eins og kunnugt er af Jóhannesi Jósefssyni, sem alltaf var kenndur við hótelið. Hann átti tvær dætur, sem hétu Saga og Hekla. Konan hans hét Karólína og bjó alltaf uppi í tumherbergi hótelsins. Jóhannes var skapmikill maður. Til er saga af því að eitt sinn þegar þau hjónin fóru til Bandaríkjanna og Hótel Saga átti að sjá um staðinn á meðan. Gyllti salurinn sem svo var kallaður, var allur málaður að innan eins og í skógi væri og voru þar máluð dádýr á beit ásamt fleiri dýrum sem því hæfðu. Rekstraraðilinn lét kalka yfir þetta listaverk allt á meðan Jóhannes var úti, og má nærri geta hvort hann fékk ekki áfall þegar hann kom tilbaka og sá hvað búið var að gera. Til var annað hótel í Reykjavík, sem hét Hekla. Eitt sinn var bóndi í gistingu hjá Jóhannesi á Borg. Bóndanum leiddist svo hann gekk niður í gestamóttöku og bað Jóhannes að lána sér sögu. Jóhannes brást hinn versti við þessari bón, og botnaði bóndinn ekkert í framkomu hótelstjórans, að hann skyldi ekki vilja lána sér bók. En ástæðan var auðvitað sú að Heima er bezt439

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.