Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 11
lögregluna í Bandaríkjunum og senda heim, en áttaði mig
ekki á því þá. I millitíðinni gerist það svo að breskt fyrirtæki,
sem heitir Bass, kaupir 1500 hótel af Holiday Inn keðjunni
í Bandaríkjunum. Við þá breytingu versnuðu svo kjörin hjá
starfsfólkinu, að mér fannst það ekki svara kostnaði að vinna
þar áfram. Svo ég réði mig til Walt Disney, sem þama er með
þrjá stóra skemmtigarða. Þar fékk ég starf sem bakari.
Þannig háttar til að í miðjum garðinum, þar sem ég var,
var stórt vatn, og í kringum það 11 veitingahús, sem byggð
voru upp sem fulltrúar ákveðinna landa. Húsið sem ég vann
í var rekið í nafni og með stuðningi Noregs. Þarna var allt
með norskum hætti og starfsfólkið í norskum búningum.
Noregur var eitt Norðurlandanna með hús þarna, Dönum
hafði verið boðið að setja upp hús en þeir höfnuðu því. Var
sagt að þeir hefðu séð eftir því síðar, því þetta er gullnáma ef
svo má segja, fyrir löndin, ekki hvað síst fyrir kynninguna
sem þau fá í gegnum þetta.
Maður þurfti að fara á 3ja daga námskeið til þess að komast
inn í kerfið hjá Disney. Það var svo margt sem athuga þurfti,
til dæmis varð maður að hafa vissa framkomu, vera með
sérstaka klippingu, og bannað var að hafa húðflúr sem sást.
Þú þurftir að vera í svörtum sokkum, og stelpurnar að vera
með síða eyrnalokka, o.fl., o.fl. Þetta er í rauninni eitt risa
leiksvið þarna, sem sett er upp fyrir gestina.
Þama vinnur gífurlegur tjöldi fólks, en gestir verða aldrei
varir við að það sé að fara á milli veitingastaðanna. Þetta
er náttúrlega allt meira og minna tölvustýrt og mikið af
framkvæmdum á staðnum fer fram neðanjarðar, og þar er
gríðarstór matstaður fyrir starfsfólk staðanna. Og þarna
niðri er notast við rafmagnsbíla í öllum flutningum. Þetta
sér almenningur aldrei þegar hann heimsækir garðana. Og
mjög ströng gæsla var í kringum þetta allt saman.
Og það vill nú verða stundum svo að Bandaríkjamenn
þekkja ekki mikið til fyrir utan sína heimabyggð. Einu sinni
kom til mín kona og spurði hvort ég væri norskur. Já, já,
ég sagðist vera það, nennti ekkert að vera að leiðrétta þann
misskilning hjá henni. „Jæja, sagði hún, „geturðu sagt mér
hvort þeir eiga í sömu vandamálum með víkingana þarna í
Noregi og við eigum með svertingjana hér í Bandaríkjunum.“
Já, já, svaraði ég, við eigum í stöðugum vandræðum með
þá. Þeir eru alveg snarvitlausir þessir Ijárans víkingar.“ Ég
nennti ekkert aó vera að útskýra eða svara neinu um þessa
hugmynd hennar.
Svo kom líka til mín maður og spurði hvað væri lengi verið
að keyra til íslands. Ég sagði honurn að það tæki tólf tíma,
það er að segja sko, ef það væri búið að hefla veginn.
Einu sinni fór starfsfólkið út að skemmta sér, og þar á meðal
norsku starfstúlkurnar. Þá sannfærðum við Bandaríkjamennina
um það að samgöngutæki norsku skólabamanna væru ísbirnir.
Bandaríkjamenn virðast margir hverjir sjá svo lítið út fyrir
sín landamæri, að þeir vita nánast ekkert um önnur lönd
eða þjóðir.
Ég hef stundum hugsað til þess að ég hefði eiginlega
frekar átt að fara til Kaliforníu heldur en Flórída þegar ég
Norsk víkingakirkja í Disney garðinum, við hliðina á
norska veitingastaðnum.
fór fyrst til starfa í Bandaríkjunum. Það er allt öðmvísi
þjóðfélagskerfi þar en á Flórída, auk þess sem Flórída er
láglaunafylki, þangað flyst mikið af ellilífeyrisþegum, vegna
lægri skatta t.d. Og það er einhvern veginn erfítt að komast
inn í lífsháttakerfið þarna, í peningamálin og þess háttar.
Þegar ég vann hjá Disney þá hafði ég sem aukastarf vinnu
hjá veisluþjónustu, sem þarna var, og hjá henni vann ég
um helgar og þegar ég átti frí, en hjá Disney var unnið í
vaktavinnu.
Við fórum svona hingað og þangað á vegum þessarar
veisluþjónustu, og stærsta veislan sem ég tók þátt í á
þeirra vegum, var 5000 manna veisla sem haldin var á
íþróttaleikvanginum í Orlando. í henni þurfti til 200 kokka
og 150 þjóna.
Eitt sinn vorum við fengin til þess að sjá um veislu hjá ríkum
efnafræðingi, sem var að halda teiti í húsinu sínu, en hann
bjó í húsi sem kostaði 11 milljónir dollara. Var sjónvarpað
frá þessari veislu, svo þar vorum við hálfvegis komin með
hlutverk í sjónvarpsþætti. Húsið var á tveimur hæðum, gert
hafði verið stöðuvatn við það, og þar var sérstakur golfvöllur.
Þrjú eldhús voru í því, eitt veislueldhús, íjölskyldueldhús og
svo eitt barnaeldhús með glymskratta í gamla stílnum, og
var það innréttað í stíl rokktímabilsins. Við vorum leidd í
gegnum húsið til skoðunar, þegar við komum. Það var hvítur
marmari í öllu og á öllu. A einum stað komum við að þar
sem 6 ára stúlka hjónanna sat og var að spila á píanó, og
við hlið hennar stóð bróðir hennar og studdi annarri hendi á
öxl hennar. Þetta var einhver uppstilling í anda ríka fólksins
Heima er bezt 443