Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 12
og í nokkurs konar aðalsstíl. Þetta átti greinilega að vera
einhver þáttur í kynningu okkar á húsinu.
Þama var heil hljómsveit sem lék í veislunni. Ég var,
meðal annarra, uppi á annarri hæð að elda, og á okkur vom
myndavélarnar, með beina útsendingu frá öllu sem fram
fór. Svo voru ríku konumar að vappa eitthvað í kringum
okkur og horfa á vinnubrögðin og stundum kvað við: „Nú,
já, svona gerið þið þetta!“
Utsendingin mun hafa verið vegna þess að húsið hafði
vakið athygli fyrir hvað það var dýrt, og var verið að halda
nokkurs konar innflutningsveislu.
í annað skipti var ég sendur til þess að vinna í 2500
manna veislu sem haldin var í Sea World. Budweiser,
bjórframleiðandinn, sem á Sea World vatnadýragarðinn,
bauð öllum seljendum sínum í Norður-Ameríku og Kanada
þar til veislu, og bjuggu allir gestirnir á 5 stjörnu Marriot
hóteli, og allt frítt, í boði Budweiser. Það var mikið lagt í
þessa veislu og við vomm að afgreiða fólkið allt kvöldið.
Ég var settur í það að skera kalkúninn á diskana. Hann hafði
verið reyktur út í skógi þama hjá og allt sér unnið. Mér er
minnisstætt hvað það gat verið erfitt að skera sinina við
lærin á kalkúnunum, það er allt öðmvísi en á kjúklingunum.
Þama var allt á stómm steinborðum út um allt, og kælt niður
með klaka listaverkum, og sjávarréttaborð í stórum stíl, eins
kannski hæfði umhverfmu.
A meðan ég var að starfa þarna skall á fellibylurinn Hugo,
sem frægur varð. Sem betur fór hitti hann ekki beint á svæðið
þar sem ég var, en hann svona sneiddi utan í það og gekk
mikið á. Pálmatrén svignuðu nánast niður að jörð, en mesta
tjónið varð í kringum Fort Lauderdale og þar með ströndinni.
Það em miklir kraftar í gangi í þessum fellibyljum og trúir
vart nema sá sem í því lendir. Hættan var þó ekki talin
meiri en svo á okkar svæði að við bara unnum þennan dag
eins og ekkert væri. Við urðum bara að gæta þess að halda
okkur inni við.
Römm er sú taug...
Þegar svo kemur fram á árið 1993, þá tek ég þá ákvörðun
að fara heim til íslands. Bæði var að ekki var mikið upp
úr sér að hafa þama og að mér féll aldrei almennilega við
siðmenninguna á staðnum. Ég saknaði líka árstíðanna heima,
þama er ansi mikill hiti að jafnaði, og nánast alltaf svipað
veðurfar. Svo heitt var á morgnana þegar maður var að fara
til vinnu að ekki var hægt að setjast inn í bílinn og taka á
stýrinu t.d. nema að kæla þetta allt saman niður fyrst. Og
loftið er mjög rakamettað.
Þegar ég svo kem heim þá ræð ég mig til starfa á
veitingahúsinu Asakaffi á Grundarfirði, sem rekstrarstjóra
hjá Ásgeiri Classen, eiganda þess.
Mér er minnisstætt tilvik frá veru minni þar, sem var þannig
að eitt sinn kom full rúta óforvarandis frá Stykkishólmi, með 45
Þjóðverja innan borðs. Ég var einn á vakt, aðstoðarstúlkurnar
vom í fríi. Þjóðverjarnir koma og setjast allir inn, taka
niður alla stóla, sem höfðu verið settir upp á borð vegna
hreingerninga. Og allir panta þeir einn bolla kaffi og einn te.
Og svo fara þeir bara allir að taka eigin mat upp úr pokum.
Og kom þá í ljós að þeir höfðu stolið öllum matnum á
morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu í Stykkishólmi, látið aka
sér á Ásakaffi í Grundarfirði og ætluðu að snæða hann þar.
Ég var auðvitað ekki sáttur við þetta og rak þá alla út.
Ég hafði einu sinni lent í svipuðu á Borginni. Það vom
stór sykurkör á borðunum. Þar höfðu komið tvær þýskar
konur og þegar þær fóm, þá tóku þær með sér sykurkarið
og allan sykurinn sem í því var. Ég elti þær alla leið út á
Austurvöll og sagói við þær, að þetta gengi ekki, þær mættu
ekki taka með sér sykurkarið. „Hvað er þetta,“ sögðu þær,
„við borguðum fyrir sykurinn." „Já, ég veit það,“ sagði ég.
„Réttu mér sykurkarið, og settu út lófann.“ Konan gerði það
og ég hvolfdi úr karinu í lófann á henni. „Gerðu svo vel,“
sagði ég, „þarna hafið þið það sem þið borguðuð fyrir.“
Annað dæmi um nýtnina hjá mörgum Þjóðverjum, vom
einmitt aðrar þýskar konur, sem vom að fá sér af hlaðborði,
og þær höfðu það þannig að bara önnur sótti á diskinn, og
þegar hún kom úr fyrri ferðinni þá rétti hún hinni diskinn,
en fór svo aftur og sótti fyrir sig. Var meiningin að hún
væri bara að kaupa fyrir sig eina. Þær urðu ekki lítið æstar
þegar ég rétti þeim reikning fyrir tvo, því það lá náttúrlega
í augum uppi að þama vom tvær að nýta sér borðið, fýrir
tvær þó svo bara önnur næði í réttina.
Já, þetta er skrýtinn siður hjá sumum Þjóðverjum.
Ég var ekki ýkja lengi í Ásakaffi en mér var boðið að koma
og reka gistiheimili Ólafsvíkur og tók ég því boði. Þar hélt
ég utan um ýmsar stórar veislur, einu sinni t.d. 140 manna
brúðkaup, þar sem ég bakaði 5 hæða brúkaupstertu, eins og
gjaman er. Svo var ég eitt sinn fenginn til að sjá um 450 manna
ættarmót, þar sem saman kom svokölluð Steinsætt. Til þess
var leigt samkomuhúsið Klif. Þar réði ég mér aðstoðarkokk.
Þá kom í ljós að langamma mín, Ásgerður Vigfúsdóttir, og
faðir hennar Vigfús, langa- langafi minn, sem átti 24 böm
með tveimur konum, og aðstoðarkokkurinn var skyldur,
voru af þessari ætt, Steinsættinni. Það kom því í ljós að ég
og kokkurinn sem ég réði vorum frændur. Þama má því
segja að hafi verið fulltrúar 3ja arma af þessari ætt.
Eftir þetta, um 1994-5, réði ég mig enn til Keflavíkur, á
veitingastað sem hét Þotan, og var í eigu karlakórs Keflavíkur.
Þar gerðist ég yfirþjónn og var í eitt ár. Einnig sem yfirkokkur
í afleysingum á Rockwille hjá hemum, en starfandi þjónn
þar hafði lent í veikindum. Ekki gat þó orðið framhald á því,
vegna þess að flugherinn, sem rak Rockwille, var farinn að
skera niður starfsemi sína á staðnum. Ég hafði, þegar þama
var komið sögu, gripið í það að selja ýmislegt svona stöku
sinnum í Kolaportinu, sem flestir kannast við, og fór ég nú
að snúa mér meira að því. Var ég þar fyrst með gjafavörur
ýmsar en svo þróaðist þetta upp í það að verða nær alfarið
sala á bókum.
Meðfram þessu tók ég svo að mér rekstur á veitingahúsinu
Ártúnum í Reykjavík. Þar má meðal annars segja að hljómsveitin
444 Heima er bezt