Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Page 14

Heima er bezt - 01.09.2007, Page 14
Valdimar Olafsson: Spítalasaga Hvítt er liturinn - á sjúkrahúsum er flest hvítt, veggir, gluggar, rúmföt, hjúkrunarklæðin, já nema föt nemanna svolítið blá, enda sagði stúlka sem ég kallaði hjúkrunarkonu „ég er nú bara blánemi“. Þetta var áður en blessaðar hjúkkurnar urðu að hjúkrunarfræðingum. Sjálfsagt nafnbreyting til að laga launin. Mikið elska annars karlsjúklingar hjúkrunarkonurnar, já, ég held áfram að kalla þessar elskur hjúkrunarkonur, hvað sem öllum fræðingum líður, enda er ég kvæntur einni svoleiðis og kann vel að meta. Við sem liggjum þama marflatir, sumir ósjálfbjarga, höfum allt frá dögum Florence Nightingale elskað þessa fórnfúsu líknar- og vemdarengla. Þau örfáu karldýr sem hafa álpast inn í þessa stétt tel ég ekki með, þeir gætu mín vegna mokað skít eða grafið skurði með handskóflu, eða þá hjúkrað veiku kvenfólki, en ekki mér. Núnú, ég ligg sem sé þarna í drifhvítu rúminu, á þriggja manna stofu, gersamlega ósjálfbjarga. Sjálfur hryggurinn, þessi máttarstoð líkamans, gerði verkfall. Ég datt bara niður og gat ekki einu sinni velt mér við svo ég lenti á þessum spítala, hjá hinum nafntogaða prófessor, Snorra. Mér skildist að mein mitt væri brjósklos neðarlega í hryggnum, eða „discus prolapsus“ á læknamáli. Konan mín var mjög ánægð að koma mér í hendumar á Snorra. „Hann er sá besti,“ sagði hún, enda hlaut hann sína þjálfun og eldskírn sem skurðlæknir á hermannaskrokkum í frelsisstríði Finna gegn Rússum, á ljórða áratugnum. Slíka þjálfun öðlast fáir íslenskir læknar, svo ég var bjartsýnn og vongóður. Snorri spurði mig hvort ég væri ekki til í að vera tilraunadýr í kennslustund hjá sér daginn eftir. „Jú allt fyrir læknavísindin,“ sagði ég og reyndi aö brosa. Seint um kvöldið kom svo læknanemi í heimsókn á stofuna til mín og spurði mig spjörunum úr, lét mig reyna alls konar hreyfmgar og skrifaði mikið á blaó. Hann var að minnsta kosti helmingi lengur að rannsaka mig en alvörulæknirinn sem gerði það fyrr um kvöldið og klukkan var orðin eitt þegar hann hafði lokið sér af og bauð góða nótt. Arla næsta morgun var mér svo ekið í hjólarúmi í kennslustofuna þar sem fjölmenni var samankomið, af báðum kynjum. Læknaneminn hélt þar skörulegt erindi og lýsti vesaldómi mínum sem ítarlegast og prófessorinn skaut inn setningu af og til þar sem við átti. Mér brá þegar Snorri sagði mér að rísa upp. „En ég get það ekki,“ sagði ég. „Reyndu,“ sagði Snorri. Svo ég beit á jaxlinn, leit í kringum mig á öll þessi starandi augu, og varð hugsað til Gunnlaugs Ormstungu, sem á að hafa sagt: „Eigi mun ég haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir“. Ég komst upp á annað hnéð og olnbogana, en þegar kom að hlutverki hryggsúlunnar hrundi ég niður í vesalt hrúgald. Svo fór um sjóferð þá. Mikið lifandi skelfmgar ósköp er tíminn lengi að líða þegar maður liggur á spítala, það gerist næstum ekki neitt. Ég lá í rúminu næst glugganum en sá lítið út um hann nema loftið blátt. 1 miðrúminu lá eldri maður með annan fótlegginn í gipsi, hafði orðið fyrir bíl er hann gekk yfir götu, búinn að liggja lengi. I fremsta rúminu var bóndi austan úr sveit. Hann var sæmilega málhress en sá gamli var daufmgi, í eigin hugarheimi. Sem sé, meðan ég beið eftir aðgerðinni var maður vakinn fyrir allar aldir á morgnana til þess eins að fá hitamæli í óæðri endann, svo leið löng stund og maður var rétt að festa blund aftur þegar morgunveróurinn kom. Já, máltíðirnar voru stórviðburður, 446 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.