Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 15
tilbreyting. Verst að þær sem fóðruðu okkur höfðu engan tíma til að spjalla, færibandavinna. Það var helst að unga stelpan sem strauk af ryk og þvoði, fengist til orðaskipta, tókst jafnvel að koma henni til að hlæja ef maður var heppinn, svo var hún bara löguleg og augnayndi. Sem betur fer kom svo konan í heimsókn á kvöldin, langþráður gestur, og svona leið tíminn. Við bóndinn fórum svo báðir að fmna og tala um ókennilega lykt sem kitlaði nasimar, eða fnyk öllu heldur, sem okkur fannst ágerast dag frá degi. Við kvörtuðum, læknar komu í heimsókn og athyglin beindist að gipsfótleggnum í miðrúminu. Það var komið með hamra og tól og gipsið brotið. Guð minn góður. Undir gipsinu var einn heljar graftarvellingur og lyktin sú líður mér seint úr minni, vesalings maðurinn. Ekki veit ég hvemig honum reiddi af, eða hvort hann gat nokkurn tímann gengið framar, en hann hverfur úr sögunni. Svo kom að því. Einn morguninn skundar snaggaraleg rauðhærð hjúkka inn gólfíð og staðnæmist við innsta rúmið. „Heitir þú Valdimar, spurði hún. Égjátaði því. „Farðu úr buxunum,“ kom næst. Ja hérna, það var naumast, víst eins gott að hlýða, svo ég mjakaði mér úr þeim, undir sænginni. Sú rauðhærða velti mér yfir á hjólarúm og ók af stað. Mér fannst óþarfi að láta hana kveða mig alveg í kútinn, ég gat ennþá talað, svo ég hélt áfram að spjalla við hana í svipuðum dúr og hún hóf samtalið. Ég yrði ekki í vandræðum með hvemig skyldi ávarpa hana ef ég fyndi hana í fjöru eða á förnum vegi síðar, bara “farðu úr buxunum", eins og hún hafði sagt. Við héldum áfram að skylmast með orðsins brandi og rennirekkjan mín komin hálf inn í stóra lyftu þegar sú rauðhærða spyr: „Mikið andskoti ertu hress, fékkstu ekki sprautu? „Hvað áttu við, þessa sprautu sem þeir hræddu fá fyrir aðgerð, kæruleysissprautuna,“ spurði ég. „Nei, ég fékk ekkert svoleiðis.“ Án orða æddi hún til baka og skildi mig eftir einan og yfirgefinn, pokar með óhreinum þvotti lágu á lyftugólfínu og vindstraumar milli hæða, blandaðir óþef frá hálfblautum þvottinum léku um fáklæddan sjúklinginn undir einu laki. Svo kom hún aftur - og úr henni allur vindur. „Jesús minn, það fékk vitlaus maður sprautuna, hvað ætli prófessorinn segi?“ Ekki var meira talað að sinni og lyftan seig niður í kjallara. Blessuð stúlkan stundi upp sögu sinni við sjálfan prófessorinn og aðstoðarlækninn, sem biðu vígbúnir og búnir að brýna busana. Hryggurinn á mér var tilbúinn til aðgerðar, þýsk nunna, sem var að nema hjúkrunarfræðin, hafði rakað af honum hvert einasta hár kvöldið áður. Svo fékk ég sprautu í æð og óðar en varði náði óminnishegrinn valdi á huga mínum og örlaganomirnar héldu áfram sínum seið, meðan blessaður prófessorinn risti hold mitt frá beinum. Ég vaknaði aftur, en það tók langan tíma að verða á nýjan leik „homo sapiens erectus.“ Það kom hægt og bítandi. Skömmu eftir heimkomuna af spítalanum sá ég sænskan sjónvarpsþátt af brjósklosaðgerð og áttaði mig þá betur á því hve stórkostleg og vandasöm þessi aðgerð er. En þegar venjulegum kjötkrókum, svona eins og sjást í sláturhúsum, var krækt í holdið beggja megin hryggjarins og það togað til hliðar svo komast mætti milli liðanna, var mér nóg boðið og leit undan. Þökk og virðingu mína votta ég þeim ágætu læknum sem komu mér aftur á legg, henni Jóhönnu Bjömsdóttur yfirhjúkrunarkonu á D deildinni og skömlegum stjórnanda fjölda kvenna, sem voru hver annarri blíðari og betri og svifu þar um í sínum hvítu klæðum. Ég mun halda áfram að elska þær allar (mína eigin náttúrlega mest) og alls ekki kalla þær fræðinga, sem er svo kuldalegt og fjarlægt. Það er nú svona, bara miklu betra að vera kona. Nýtt afbrigði af gamalli þraut Margir kannast við þrautina um bjöminn sem gengur 5 kílómetra í suður, snýr svo til austurs og gengur aðra 5 km, heldur svo 5 km í norður og er þá kominn á upphafsreit. Svo er spurt: Hvernig var björninn á litinn? Rétt svar er hvítur, því bangsi lagði af stað frá norðurpólnum. En hér kemur afbrigði þrautarinnar. Hér er engan bjöm að finna né nokkurt kvikindi ómennskt sem gengið gæti marga kílómetra, ekki einu sinni mörgæs, þótt við séum vissulega á Suðurskautslandinu. Að öðm leyti en því að vel búinn pólfari kemur í stað bjarnarins er ferðasagan óbreytt: Maðurinn gengur fyrst 5 km í suður, fer svo 5 km í austur, að lokum 5 km í norður og stendur þá á blettinum þar sem ferðin hófst. Og spumingin er: Hvar á suðurslóð gœti þetta gerst? Tekið skal fram að hér eru engar blekkingar á ferð, engir orðaleikir eða útúrsnúningar. Örnólfur Thorlacius. Svar birlisl í nœsta blaði. Heima er bezt 447

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.