Heima er bezt - 01.09.2007, Side 16
Alekscmdr Litvinenko á
banabeði
- eitur sérf ræðinganna
Örnólfur
Thorlacius:
A síðustu árum 19. aldar vann franskur eðlisfrœð-
ingur, Henri Becquerel, að tilraunum með röntgen-
geisla, sem þá voru nýuppgötvaðir. Hann pakkaði
Ijósnœmum Ijósmyndaplötum í Ijósþéttan pappír og
framkallaði á þær myndir af ógegnsœjum hlutum eftir
lýsingu með röntgengeislum; meðal annars mynd af
beinum í hendi konu sinnar ásamt giftingarhringnum.
Ifýrstu tengdi Becquerel þessa geisla við fosfórun,
þar sem efni, sem útsett eru fyrir Ijós, binda Ijós-
orkuna og skila henni síðar í formi geisla af annarri
bylgjulengd. Við tilraunir sínar notaði hann meðal
annars úransölt, sem hann lét liggja í sólarljósi og
greindi síðan fosfórljómun frá þeim. Einhverju sinni,
árið 1896, var svo skýjað yfir París að hann varð að
gera hlé á tilraunum sínum. Þá lagði hann inn-
pakkaða Ijósmyndaplötu til geymslu hjá úrankristöll-
um í skúffu. Þegar hann framkallaði plötuna síðar sá
hann að hún var orðin svört af orku, sem gat ekki
verið komið frá sólinni en hlaut að vera fengin úr
úraninu sjálfu.
448 Heima er bezt