Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 18
Fjarstýrði tunglkönnunarvagninn Lunokhod 1 Eiturverkun Miðað við þunga („gramm fyrir gramm“) er pólon-210 um fimm milljón sinnum eitraðra en blásýra (HCN). Fátítt er samt að efnið valdi manntjóni, enda fágætt, auk þess sem geislar þess berast skammt sem fyrr segir. Eftir því sem næst verður komist er Aleksandr Litvinenko, fyrrum starfsmaður sovésku leyniþjónstunnar, fyrsti maðurinn sem látist hefur af bráðri póloneitrun, en honum var byrlað eitur í Lundúnum í nóvember sl. Prófessor Iréne Joliot-Curie, sem hélt uppi merki foreldra sinna í geislavirknirannsóknum, lést af blóðkrabba 1956, og er talið að dánarorsökina megi rekja til þess að hylki með póloni sprakk í vinnustofú hennar 10 árum fyrr. I rannsóknastofu Weiszmann- stofnunarinnar í ísrael, þar sem unnið var að smíði kjarnorkusprengju, greindist pólonleki 1956, sem grunur leikur á að hafi valdið dauða nokkurra starfsmanna þar úr krabbameini á næstu árum, en skýrsla um málið hefur ekki verið gerð opinber. Pólón er afar dýrt. Miðað við heims- markaðsverð á almennum markaði er það magn sem ætlað er að Litvinenko hafi verið byrlað verðlagt á 20 milljón sterlingspund (eða rúmlega tvo milljarða ísl. króna), og samkvæmt því væri þetta líklega dýrasta morð sem sögur fara af. Ef grunsemdir um þátttöku háttsettra afla í leyniþjónustu eða jafnvel ríkisstjóm Rússlands eru réttar, má samt ætla að efnið hafí fengist á hagstæóara heildsöluverði. I tóbaki er eitthvað af póloni, og nú þykir líklegt að krabbamein í lungum reykingamanna megi meðal annars rekja til póloneitrunar. ntfípi MYNDBROT Átt þú í fórum þinum skemmtilega mj-nd, t.d. af atburði, stað, húsum. dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta i Myndbroti? Ef svo er þvi ckki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lcscndum HLB að njóta hennar líka? Vindmylla Sú var tíðin að vindrafstöð var áflestum sveitabœjum, til Ijósa og geymahleðslu. Hér er mynd af einni slíkri, erlendri, sem kannski kveikir minningar hjá einhverjum sem man eftir svipaðri hér á landi. 450 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.