Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Page 22

Heima er bezt - 01.09.2007, Page 22
Magnus jmr H. Gíslason Frostastöðum: Tröllin með kúna Og hvemig stóð svo á að þér datt í hug að fara að klifra upp á „Kerlinguna“? - Ja, nú held ég að þú ætlir alveg að máta mig, karl minn. Og Hjálmar verður hugsi og þegir góða stund. Hið mikilúðlega, fannhvíta skegg fer að iða og bylgjast. Það minnir á tignarlegan foss, sem steypist fram af háu standbergi. Allt í einu lítur gamli maðurinn upp og glettnisglampa bregður fyrir í gráum augum hans. - Líklega hef ég aldrei gert mér ljósa grein fyrir ástæðunni en hafi ég gert það þá er ég búinn að gleyma henni. Eigum við ekki að segja, að ég hafi bara fundið uppá þessu af tómu monti? Annars dettur mönnum nú svo margt í hug þegar þeir eru á 19. árinu og þar í kring. Ellinni frnnst það nú ekki gáfulegt og kannski er það nú ekki. Já, líklega hefur þetta Kerlingarpríl mitt einungis stafað af tómu monti. Það er níræður öldungur, - og þó hartnær ári betur, - Hjálmar Þorgilsson frá Kambi Deildardal, sem mælir þessi orð við mig þar sem við sitjum í setustofu sjúkrahússins á Sauðárkróki nú fyrir allnokkrum árum síðan. Tröllin með kúna Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, kunna nokkur skil á Drangey á Skagafirði, ýmist af sjón eða afspurn. Flestum mun líka kunnugt, að skammt frá eyjunni rís úr sjó þverhníptur klettadrangur, margir tugir faðma á hæð. Heitir drangur sá Kerling. Fyrrum var annar drangur áþekkur í nánd við eyjuna. Nefndist hann Karlinn. Hann er nú hruninn í sjó en Kerling stendur enn og er hin brattasta. í þjóðsögunni mun þannig sagt frá sköpun Drangeyjar og Karls og Kerlingar aó tvö tröll hafi verið á ferð í áríðandi erindagerðum með kú sína þvert yfir Skagafjörð. En tröll þessi og búsmali þeirra munu hafa verið þeirrar náttúru að þau máttu ekki sól sjá, þá týndu þau lífinu. En einhverjarófyrirsjáanlegartafir hafa orðið á för þeirra hjónakornanna með kú sína yflr ljörðinn, því lengra voru þau ekki komin er sól sveif á loft og þau urðu að steinum. Ekki fara sögur af mjólkurlagni tröllakýrinnar meðan hún hafði þurrt land undir fótum, en hitt er víst, að dropadrjúg hefur hún reynst síðan hún settist að á Skagafírði, þótt afurðir hennar kunni að vera annars eðlis en áður. Áfund fullhugans Hættumar hafa löngum ífeistað þeirra, sem hugrakkir eru. Og þeir, sem þekkja Hjálmar ífá Kambi vita, að hann hefúr alla tíð verið óvenjulegt karlmenni og eindæma ofurhugi. Þegar í æsku var hann þvílíkur klettamaður, að honum reyndist leikur einn að fara það, sem öðmm sýndist ófært með öllu. Sennilega hefúr hann þó aldrei lagt á tæpara vað en þegar hann ákvaó aó klífa Kerlinguna við Drangey. Þegar Hjálmar gerði uppskátt um þá ætlun sína, mun flestum hafa sýnst, að með því tiltæki væri hann að búa sér ömgga ferð og fljótlega beint inn í eilífðina. En annað kom á daginn og Hjálmar var enn, þegar þetta viðtal var tekið, héma megin tjaldsins. Okkur Jóhanni Þorvaldssyni kom saman um, að gaman gæti verið að fá Hjálmar til þess að segja lesendum eitthvað frá þessu einstæða ferðalagi sínu. Ég lagði því, á sínum tíma, leið mína til hans í sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en þar var Hjálmar vistmaður í „Öldungadeildinni“. Hallfríður hjúkrunarkona fylgdi mér til herbergis Hjálmars. Gamli maðurinn lá alklæddur afturábak í rúmi sínu, er við komum inn. Hann reis á fætur, beinvaxinn, svipmikill og karlmannlegur, þrátt fyrir sína 9 áratugi og tók þétt í hönd mína. Svona hafa gömlu víkingamir litið út, hugsaði ég og sagði honum erindi mitt. Ég væri kominn til þess að fræðast um fangbrögð hans við tröllkonuna hjá Drangey. Hjálmar kímdi við og við gengum inn í setustofuna. 454 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.