Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 26
Gamlir leikir
fyrir þá, sem vilja hvíla sig á tölvuleikjum og fá góða,
hressandi hreyfingu í staðinn
Útileikir
Stórfiskaleikur
Útilegumannaleikur
Að hlaupa í skarðið
Allstórt svæði er afmarkað, og
yst á því eru afmarkaðir 3—4 litlir
blettir eða „borgir“, með nokkum
veginn jöfnu millibili. Það eru kallaðar
„hafnir".
Einn leikenda er stórfiskur og
tekur sér stöðu á miðju leiksviðinu
í leikbyijun og kallar: „Aliir í höfh!“
Þá eiga hinir allir að fara í „hafnimar"
og þykjast vera skip.
Síðan reyna skipin að sigla miili
hafnanna, en stórfiskurinn bmnar
á eftir þeim og reynir að ná þeim.
Heppnist honum það, verður það skip
líka að stórfiski og gengur í lið með
honum.
Ekkert skipið má snúa við í sömu
höfn nema tvisvar. Hörfl þaö í þriðja
sinn, er það óhaffært og úr leiknum.
Ekki mega skipin heldur fara út fyrir
leiksviðið, því að þá hafa þau farist
og em úr leiknum. En hins vegar má
stórfiskur fara út fyrir leiksviðið, en
lendi hann inn í einhveija höfnina
er hann dauður og úr leik. Til að ná
skipi þarf stórfiskur að koma á það
tveimur höggum með hendinni í
sama skiptið.
Þegar aóeins eitt skip er eftir, getur
það unniö leikinn, ef þaö kemst milli
þriggja hafna.
Ef stórfiski þykir eitthvert skipið
of lengi í höfn, má hann kveðja það
burt úr henni meö því að telja upp að
60, og sé skipið þá enn í höfn, er það
úr leiknum. Þegar öllum skipunum er
náð (nema þeim, sem farist hafa) er
leiknum lokið. Sá, sem síðast næst,
verður stórfiskur í næsta leik.
Leikendur em byggðamenn og
útilegumaður. Mannabyggð er
afmarkað svæði, tóft, húsgmnnur eða
eitthvað slíkt. Eins getur leikur farið
fram kringum hús og er þá byggðin
húsdyr eða eitthvað annað.
Einn leikenda er valinn útilegu-
maður, og þarf hann helst að vera
með þeim sterkari. Hann felur sig
síðan, en byggðamenn fara að leita
að fé sínu. Sá byggðamanna, sem
fyrst verður útilegumannsins var, á að
kalla hátt og snjallt: „Útilegumaður
fúndinn!" Taka þá allir á rás til
byggða. Útilegumaðurinn reynir
að ná þeim og halda þeim, áður en
þeir ná í borg eða byggð, og ganga
þeir, sem hann nær, í lið með honum.
Ef hann hefur ekki náð öllum, áður
en þeir komast í byggð, felur hann
sig aftur með mönnum sínum, sinn
á hverjum stað, og eiga þeir allir aó
hjálpast að því aö ná byggðamönnum
í næstu leit.
Ekki mega byggðamenn sjá,
þegar útilegumaður felur sig, né
hjálpa hverjir öðrum til að slíta sig
af honum.
Leikendumir standa í hring og
haldast í hendur. Einn er utan við
hringinn og gengur ffam með honum
og segir „Alein(n) ég fyrir utan
varð.“ Allt í einu vindur hann sér
að einhveijum í hringnum, slær á
herðar hotium og segir: „Eigum við
ekki að hlaupa í skarð?“
Síðan taka báðir á rás umhverfis
hringinn, en hvor til sinnar handar.
Sá, sem fyrri verður i skarðið, vinnur,
en hinn verður utan við.
Olöglegt er að fara inn í hringinn
á hlaupunum, reyna að smjúga undir
hendur hinna leikendanna o. s. frv.
„Eitt parfram!"
Tveir og tveir leikendur haldast í
hendur og fylkja sér hver fyrir aftan
annan í halarófú, en fyrir framan
halarófuna stendur einn leikendanna
og er hann ekkjumaðurinn. Þau tvö,
sem aftast standa í röðinni, skiljast nú
og hlaupa sitt til hvorrar handar fram
fyrir halarófúna og reyna að ná þar
saman. En ekkjumaðurinn hleypur
samstundis af stað til að reyna að
ná stúlkunni. Heppnist það, fara þau
fremst í halarófuna, en sá, sem afgangs
varð, verður nú ekkjumaður.
458 Heima er bezt