Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 27
Skessuleikur 1
Leiksviðinu er skipt í tvennt
með merkjalínu, er öðrum megin
við hana Jötunheimar, en hinum
megin Mannheimar. I leiksbyrjun
stendur skessan við merkjalínuna og
labbar síðan í hægðum sínum inn á
Jötunheima og tautar fyrir munni sér:
„Skessa svöng, skessa svöng
Börnin, sem eiga heima í
Mannheimum, koma þá hlaupandi
á eftir henni í halarófu og kveða:
„Skessa svöng, ljót og löng,
larfahöng. Hefiir göng heldur þröng,
horböng. Við aflaföng, oft röng, er hún
ströng, með sultarsöng, svaðiltöng,
svikabaung!“
Þegar skessu þykir bömin vera
komin nógu langt inn í Jötunheima,
snýr hún skyndilega við og hleypur til
þeirra, en þau flýja sem fætur toga inn
í Mannheima, en þangað má skessan
ekki koma. Nái hún einhverjum inn
í Jötunheimum, á hún hann, og er
hann úr leiknum. Þegar hún hefur
náð öllum, eru leikslok, og eins, ef
hún lendir inn í Mannheima.
Tófuleikur
Fyrst er afmarkað leiksvið, nokkuð
stórt.
Leikendur eru: tófa, lömb og smali.
í leiksbyijun stendur tófan á miðju
svæðinu og gaggar tíu sinnum. Síðan
þýtur hún af stað og fer að elta lömbin.
Ef hún getur snert þau, þá em þau dauð
og verða að fara út fýrir leiksviðið.
Smalinn á að verja lömbin og þvælast
fyrir tófunni, en ekki má hann taka
á henni né fljúgast á við hana. En
hann má bregða fyrir hana fæti, ef
honum sýnist svo. Hvorki tófa né
lömb mega fara út af leiksviðinu, þá
eru þau dauð.
Þá eru leikslok, þegar tófan hefur
náð öllum lömbunum og verður sá
tófa í næst leik, sem síðast náðist, en
smali sá, sem síðast var tófa.
Skessuleikur 2
Leikvellinum er skipt í tvennt með
merkjalínu. Em öðmm megin kóngur
og kóngsmenn, en hinum megin
skessan. I leiksbyrjun krýpur skessan
á annað hnéð og stígur í hinn fótinn.
Á tánni á þeim fæti hefur hún gull
(stein eða eitthvað þ. h.). Hún tautar
í sífellu: „Ekki koma kóngsmenn á
skóginn í dag.“
Nú sendir kóngur einn manna
sinna með bréf til skessunnar, en
þó er aðalerindið að ná frá henni
gullinu. Þegar kóngsmaður kemur
til skessunnar, segir hann:
„Heil og sæl, skessa min! Kominn
er ég með bréf til þín.“
„Heill og sæll, kóngsmaður!“ segir
skessan. „Frá hverjum er það?“
„Frá kónginum sjálfum,“ segir
kóngsmaður og fær henni bréfið, en
um leið, eða þegar hún fer að lesa
það, reynir hann að hrifsa gullið og
þjóta svo af stað í kóngsgarð. Skessan
eltir hann og reynir að ná honum
og gullinu. Ekki má hún fara inn í
kóngsríki, því að þá er hún dauð.
Komist kóngsmaður undan henni,
fær hann kóngi gullið og leggur af
stað aftur aó sækja annað gull. Nái
skessan hins vegar kóngsmanni, tekur
hún gullið, en hann er úr leiknum.
Fer þá annar kóngsmaður að reyna
að ná í gullið.
Þegar skessan hefur náð öllum
kóngsmönnum, leggur kóngur sjálfúr
af stað og glímir við skessuna og vinnur
það leikinn, sem fellir hitt.
Fuglaleikur
Afmarkaður er lítill blettur, sem
kallaður er borg. Þar er konungur
með fúgla sína. Skírir hann þá alla
ákveönum nöfnum, svo sem: Spói,
hani, kjói, keldusvín, lóa, músarrindill
o. s. ffv.
Skammt utan við sviðið eru sett
merki, þrjú eða fjögur.
Nú kernur aðkomumaður, fuglarinn,
til konungs og biður hann um fugla.
Konungur gefur honum kost á því, ef
Mús í holu
Leikendur skipa sér saman þrír og
þrír. Hveijir þrír standa í hring og
halda höndum hver á annars öxlum.
Innan í hringnum er músahola.
I hverri holu er einn leikandi. Hann
er mús. Holumar eiga að vera einni
færri en mýsnar em.
Loks er einn leikendanna köttur.
Kötturinn reynir að klófesta stöku
músina og eltir hana með mestu
grimmd. Músin flýr og má fara í hvaða
holu, sem henni sýnist, og heppilegast
er fýrir hana að skjótast í í hvert skipti,
og inn í holu má kötturinn auðvitað
ekki fara. Músin hleypur undir hendur
þeirra, sem mynda holuna.
En nú er sá galli á gjöf Njarðar
fýrir mýsnar, að aldrei mega tvær
mýs búa saman í holu. Jafnskjótt
sem aðkomúmús kemur í holu, verður
sú, sem fýrir er, að fara út og leita
griðastaðar annars staðar.
Þegar kettinum tekst að veiða mús,
skipta þau um hlutverk: Kötturinn
verður mús, en músin köttur.
Líka getur kötturinn orðið mús með
þeim hætti, að hann finnur tóma holu
og kemst þar inn. Staka músin verður
þá köttur.
Skemmtilegast er, að nokkuð langt
sé á milli holanna, svo að köttur og
mús fái meira olnbogarúm til að
spreyta sig í eltingaleiknum.
Ef leikendur eru margir, má gera
þátttökuna almennari með því að láta
mýsnar og þá, sem mynda holumar,
skipta um stöður í hvert skipti, sem
mús veiðist. Mús og köttur kjósa sér
þá eftirmenn.
hann geti upp á nafni einhvers þeirra
og nái honum síðan.
Nú fer fuglarinn aö geta og ef hann
nefnir einhvem fuglinn, þá hleypur
sá af stað eins og kólfi væri skotið og
að einhverju merkinu og þaðan aftur í
borg til konungs. Fuglarinn eltir hann
og eignast fúglinn, ef hann nær honum
áður en hann kemst til konungs. Að
öðmm kosti gefur konungur honum
nýtt nafn og heldur hann þá áfram í
leiknum. Hins vegar er hver fugl úr
leiknum, þegar honum er náð.
Heima er bezt 459