Heima er bezt - 01.09.2007, Page 28
Rófuleikur
Leikendumir taka hver aftan í annan,
svo að myndast halarófa, nema einn
þeiira, sem leikur lausum hala og heitir
hann sækjandi.
Fremsti maðurinn í halarófunni
heitir verjandi og er það jafnan sá,
sem sterkastur er. En sá aftasti heitir
halarófan og hefur húfu á höfði.
Nú reynir sækjandinn að ná húfúnni
af halarófunni, en veriandinn reynir
að hindra það sem best hann íná, og
hleypur í veg fyrir hann, en þá koma
hlykkir og bugður á rófuna. Þá eru
leikslok, er sækiandi hefur náð húfunni
af halarófúnni eða keðjan hefur slitnað
sundur.
Höfrungahlaup
Leikendur standa í röð, hver beint
fram undan öðmm og hafa um tveggja
faðma bil á milli sín. Allir styðja þeir
höndunum á hnén og beygja hálsinn,
nema sá aftasti. Hann er höffungur.
Hann hleypur til, styður höndum á
axlir þess, sem fyrir íraman stendur, og
hleypur yfir, en ekki má hann koma við
hann með fótunum. Með þessum hætti
á hann að hlaupa yfir alla hina. Ef hann
kemst yfir alla, þá staðnæmist hann
fyrir framan og stendur eins og hinir.
En þá á sá að vera höfmngur, sem nú
eraftastur, og svo koll afkolli, þangað
til allir hafa hlaupið yfír alla.
En snerti höffungur einhvem með
fótunum eða detti eða komist ekki
yfir, þá er hann úr leiknum, og siíkt
hiö sama hver, sem feilur við, þegar
höffungurinn stekkur löglega yfir
hann.
Þetta má og gera með því móti að
hliðinni sé snúið að höffungnum, en
þá er hlaupið miklu erfiðara.
Pokahlaup
Leiksviðið verður að vera slétt,
svo að síður sé hætta á að leikendur
meiði sig.
Leikendur stinga fótunum í poka
og binda pokaopið um mittið, eða um
hálsinn, sé þess kostur. Síðan hlaupa
þeir að settu marki. Sigurvegari er sá,
sem fyrstur kemur í mark.
Burtreið
Tveir leikenda em hestar, og þurfa
þeir að vera stórir og stæðilegir. Tveir
eru riddarar, og er best, að þeir séu
léttir og fimir. Þeir sitja á öxlum hinna
tveggja.
1 leiksbyrjun sitja riddarar hvor á
sínum enda leiksviðsins, en hvetja
síðan hesta sína, og geysast fram hvor
á móti öðmm. Reyna þeir svo að koma
hvor öðmm af baki og beita til þess
öllum brögðum, sem drengileg geta
talist. Sá bíður ósigur, sem fyrr fellur
afbaki.
Til þess að forðast meiðsli, má láta
hestana ganga á fjómm fótum, svo að
ekki sé úr háum söðli að detta.
Ef það er heldur kosið, má hafa
allsherjar burtreið. Er leikendum
skipt í jafna flokka, sem ríðast síðan
á. Foringi er fyrir hverju liði og stjóma
þeiratlögunni.
Bændareiptog
Leikendur kjósa sterkustu mennina
úr hópnum fyrir bændur. Síðan kjósa
bændumirtii skiptisjafnmarga menn
til fylgis við sig, uns öllum flokknum
er skipt. Ef leikendatalan stendur á
stöku, skal sá siðasti ganga í lið með
þeim bændanna, sem síðar byijaði
að kjósa.
Þegar liðinu er fullskipt, fá
leikendumir sér sterkt band eða
reipi og togast á um það. í upphafi
sitja bændumir hjá og taka ekki þátt
í leiknum, en jafnskjótt og hallast
verulega á annan hvom flokkinn, þá
skal bóndi þess flokks, sem undan
lætur, ganga til og veita honum lið. Ef
sá ilokkur lætur undan þrátt fyrir það,
hefur hann algerlega tapað leiknum.
En gangi honum á hinn bóginn betur,
skal hinn bóndinn hjálpa flokki sínum
og er þá reynt til þrautar.
I þessum leik mega svo margir taka
þátt, sem vilja.
Samantekt:
Ragnar Jóhannesson.
Kínverjahlaup
Tíu spýtur eru lagðar í röð á jörðina
með eins fets inillibili eða rúmlega
það. Leikandi á að hoppa yfir allar
spýtumar á öðmm fæti. Ekki má hann
snerta neina spýtuna, því þá er hann úr
ieik. Þegar hann er kominn yfir tíundu
spýtuna, lýtur hann niður (án þess að
stíga í hinn fótinn) og tekur hana upp
og hoppar síðan aftur yfir spýtumar,
sem eftir em. Þá kastar hann spýtunni,
hoppar enn yfir, tekur upp þá níundu,
hoppar með hana til baka, og svona
heldur hann áffam, uns hann hefúr
tínt upp allar spýtumar.
Leikandinn er úr leik, ef hann snertir
spýtu með fæti eða stígur niður báðum
fótum.
Halti refurinn
Einn leikenda er „halti refúrinn".
Hinir eru lömb. Á öðrum enda
leikvallarins er afmarkað greni refsins,
en á hinum ból lambanna. Refurinn
er í greni sinu í leiksbyijun. Lömbin
fara nú úr bóli sínu, ganga nær og nær
greninu og fara að stríða refnum og
ögra honum. Þau syngja t. d.:
„Hver er hræddur við Rebba ref,
Rebba ref, Rebba ref?
Hver er hræddur við Rebba ref,
Rebba ref í greni?“ eða:
„Enginn hræðist haltan ref, haltan
ref, haltan ref. Enginn hræðist haltan
ref, haltan ref i greni!“
Þegar refnum finnst eitthvert lambið
komið í gott færi, þýtur hann á eftir því.
En hann er haltur, má aðeins hlaupa
þtjú skref á báðum fótum, en síðan
verður hann að hoppa á öðmm fæti.
Þeir, sem refiirinn nær í, verða haltir
refir eins og hann og hjálpa honum að
ná hinum lömbunum. Þegar lömbin
eru komin heim í ból sitt, snauta
refúrinn og félagar hans í grenið.
Lömbin leggja enn af stað að stríða
refnum. Þannig er haldið áfram, uns
eitt lamb er eftir. Sá leikandi verður
halti refúrinn í næsta leik.
Bæði refur og lömb mega hverfa
heim til sín, hvenær sem þau vilja,
til að hvíla sig.
460 Heima er bezt