Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.09.2007, Blaðsíða 30
Árni Árnason frá Grund: Vertíðarspjall og aflakóngur í Eyjum 1958 etrarvertíð Vestmannaeyjum er lokið fyrir árið 1958. Lokadagurinn er í dag. Sú var tíðin, að sá dagur var margt og mikið í senn. Hann var vertíðarlok, allsherjar greiðsludagur, landsfrægur gleðidagur, en um leið mörgum skilnaðarstund skemmtilegrar samveru í Eyjum. Nú er þetta mjög á annan máta. Að vísu lýkur vertíð þennan dag samkvæmt gamalli venju, en allt frá síðustu mánaðamótum, þ. e. apríl—maí, hefur margt vertíðarfólk verið að halda lokin. Það hefur verið að fá endanlegt uppgjör hjá útgerðarmönnum og fiskvinnsluhúsunum, stigið síðan upp í flugvélina og farið upp til meginlandsins í hundraðatali. Einnig fara kaupgreiðslur víðast fram mánaðarlega eða jafnvel vikulega, svo að það fer nú orðið ekki svo mikið fyrir lokadeginum að því leyti. Allar fyrrum sjálfsagðar lokadagsathafnir dreifast nú til dags á eina viku eða jafnvel tíu daga. Þó er ávallt einhver sérstakur blær yfír þessum fomfræga degi. Þegar engin óhöpp hafa komið fyrir og vel hefúr aflazt á vertíðinni, er lundin kát og hress þennan dag. Góðir vinir gleðjast saman, þakka samverustundimar, óska hver öðmm góðrar ferðar og heimkomu og gleðilegs sumars. Já, það er glatt á hjalla á lokadaginn eða um lokin, eins og vera ber. Það er skálað og drukkin minni manna og kvenna, skálað fyrir vaxandi velgengni, fyrir góðra vina samfundum í Eyjum á næstu vertíð o. fl. Lokin eru líka tímamót þrungin af alvarlegum hugsunum. Marga vertíðina hafa orðið hér stór slys á mönnum og bátum. Margur hefur oft átt um sárt að binda, og einmitt um lokin rifjast hinir hryggilegu atburðir helzt upp íyrir fólki. Máske voru það atburðir, sem ollu straumhvörfum í lífi þess, í lífi Eyjabúa eða einhverra landsbúa. Þó sjómönnum sé mjög á móti skapi að hugsa eða tala um hættumar á sjónum, sem ávallt eru við bæði borð farkostsins, hryggjast þeir með hryggum og syrgjandi og taka innilega þátt í sorg þeirra og erfiðleikum. En þeir gleðjast líka innilega með Eyverjum yfir hverri þeirri vertíð, sem lýkur farsællega og án slysa. Auðvitað er skálað fyrir því og minni Eyjanna óspart drukkin. Vertíðin í Eyjum er liðin. Þessu þýðingarmesta tímabili í árlegri velferðarsögu þeirra er lokið. Þó fast væri sótt á fjarlæg mið og oft væri „þungur róður“ eftir þeim gula, sem ýmist var sóttur vestur á Selvogsbanka eða austur að Ingólfshöfða, þó veður væru hörð og yggldur sjór, komu allir heilir í höfn. Enginn bátur týndist og ekkert mannslíf misstist í þessum hörðu átökum við úthafið. Er það mikið gleðiefni og þakkarverð forsjá þess, er öllu stjórnar, fyrir lífi og limum skipshafna þeirra 130 vélbáta, sem stunduðu veiðar frá Eyjum í vetur auk fjölda trillubáta. Fyrir þessu er sjálfsagt að skála á lokadaginn. Mjög eykur það og á gleði almennings, að ijárhagsleg Skipshöfn mb. Gullborgar 1958 (vantar tvo á myndina). 462 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.