Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 39
ingvar Björnsson minning Genginn er á vit annars heims, góðvinur minn og samstarfsmaður um margra ára skeið, Ingvar Björnsson. Ingvari kynntist ég fyrst á árum starfa minna hjá Sálarrannsóknafélagi Islands, en hann og þálifandi kona hans, Þóra Magnúsdóttir, voru með dyggustu félögum okkar þá, og sýndu félaginu mikla tryggð og umhyggju. Síðar fór ég þess á leit við Ingvar að hann gengi til liðs við okkur í stjóm félagsins, sem hann samþykkti, og reyndist það happafengur fyrir okkur, því ósérhlífnari og einlægari starfsmann en Ingvar var, mun vart að finna fyrir nokkurt félag. Hann var afskaplega stundvís og ióinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða fundastjóm, aðstoð við starfsfólk félagsins, viðhald á húsnæði þess, og margt fleira. Og þá var ekki verið að hugsa um laun fyrir framlagið, hugsjónin réði ferð. A þessum tíma fór Ingvar að sinna ritstörfum íyrst fyrir alvöru, og má segja að hann hafi nánast verið alskapaður í því að koma hugsunum sínum á blað þó hann tæki ekki að sinna þeim störfum fyrr en á gamals aldri. Á þessum tíma hafði ég með höndum ritstjórn tímaritsins Morguns, sem var félagsrit Sálarrannsóknafélagsins, og leitaði ég fljótlega til Ingvars með skrif í þetta rit okkar. Það var auðsótt mál og ritaði hann ljölda greina í það um hugsjónamál okkar. Mörg námskeið á vegum breskra miðla voru haldin hjá félaginu á þessum árum, og hafði Ingvar þann sið að taka upp á segulband alla fræðslu sem fram kom á námskeiðunum. Skráði hann svo efnið allt eftir bandinu, og fyllti sú skráning hans orðið allnokkrar möppur. Gríðarleg vinna lá að baki þessu starfi hans, og var hugsun hans sú að fleiri mættu njóta þessarar fræðslu, ekki síst þeir sem á eftir kæmu. Þegar honum varð ljóst, fyrir tæpum 3 árum, að að honum sækti erfiður sjúkdómur, sem ekki yrði undan vikist, fór hann strax í að ganga frá sínum málefnum, og þ.á.m. þessum gögnum sínum, þannig að úr þeim mætti vinna síðar. Þegar starfi okkar Ingvars hjá Sálarrannsóknafélaginu lauk, fyrir um 15 árum síðan, tók við annað tímabil í samstarfi okkar, þegar ég tókst á hendur ritstjóm tímaritsins Heima er bezt. Þá lá aftur beint við að leita til hins lipra „penna“ Ingvars og fá hann til að rita fróðleiksgreinar um ýmislegt sem á daga hans hafði drifið. Urðu þær býsna margar greinamar sem hann ritaði fyrir Heima er bezt, um hin margvíslegustu efni, sem munu geymast komandi kynslóðum til upplýsingar og fræðslu. Aldrei var nokkur efi i huga Ingvars um framhald jarðneskrar tilveru og var hann jafnan reiðubúinn að leggja lið sitt þeirri starfsemi, sem uppfræddi og liðsinnti fólki í leit sinni á því sviði. Og nú er hann sjálfur kominn í hóp þeirra sem á undan voru famir, og hann var sannfærður um að látið höfðu vita af sér við ýmis tækifæri í starfmu að spíritískum málum og er ekki vatamál að þar hefur oröið bæði vina- og fagnaðarfundur. Megi honum vel famast á nýjum leiðum, og hafi hann kæra þökk fyrir trúmennsku og samfylgd á liðnum ámm í jarðneskum heimi. Gudjón Baldvinsson. Heima er bezt 471

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.