Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 41

Heima er bezt - 01.09.2007, Qupperneq 41
bræðumir vera dóttursynir hans. Hann tók þá til sín og sagði þeim söguna af því hvemig hinn vondi Amúlíus hefði hrakið sig frá völdum og gerst sjálfur konungur með vélabrögðum og ódæðisverkum. Þeir bræður söfnuðu þá liði og felldu hinn grimma Amúlíus í mikilli orrnstu. Því næst komst Númitor, afi þeirra, aftur til valda við almennan fögnuð landsmanna. í þakklætisskyni fengu þeir bræður úthlutað landspildu á bökkum Tíberfljóts, skammt frá þeim stað sem körfú þeirra hafði rekið á land forðum. Þar byggðu þeir sér hús og það sama gerðu nokkrir af félögum þeirra, svo að þama varð þegar talsverð byggð. Rómúlus gerðist konungur yfír þessum nýja stað sem hlaut nafnið Róm í höfúðið á honum. En þá varð Remus öfundsjúkur og stökk spottandi yfir múrinn sem Rómúlus var að hlaða. Hlaust af þessu deila og síðan bardagi milli bræðranna. Lauk því svo að Remus féll og Rómúlus sagði að svo mundi fara fyrir öllum þeim sem óvirtu borgina og brytust yfir múra hennar. Þegar Rómúlus var orðinn einn um hituna í Róm, vildi hann efla hana og stækka, en fáir vildu setjast að í nýbyggðinni. Hann reyndi að ráða bót á þessu með því að bjóða velkomna flóttamenn og flækinga og fyrir vikið fékk borgin fremur illt orð á sig. Bitnaði þetta orðspor á ungum Rómverjum, þegar þeir vildu biðla til ungra stúlkna í nágrenninu, því að þá var þeim flestum vísað á bug. En þá fann Rómúlus upp á herbragði. Hann efndi til mikillar trúarhátíðar með íþróttakeppni og fleiri skemmtiatriðum. Fjöldi fólks úr nágrannabyggðunum kom þá til Rómar og einkum komu margir af þjóðflokki Sabína sem heima áttu í fjöllunum austur af borginni. Mitt í hátíðarhöldunum gaf Rómúlus fyrirfram ákveðið merki og þustu þá fram margir ungir Rómverjar og þrifu allar ungu Sabínastúlkumar og höfðu á brott með sér. Gestimir vom sem þrumu lostnir, en fengu ekkert að gert að sinni. Þeir héldu því heim og söfnuðu liði og snem síðan aftur við alvæpni. Hófst þá blóðugur bardagi milli þeirra of Rómverja. En mitt í orrustunni komu Sabínastúlkumar með flaksandi hár og hlupu milli fylkinganna. Þær höfðu þá sætt sig við örlög sín og undu vel hjá rómverskum eiginmönnum sínum. Með tár á hvarmi hrópuðu þær til Sabína: “Drepið ekki eiginmenn okkar og til Rómverja: “Drepið ekki feóuuokkar og bræður“. Tókust þá brátt sættir með bardagamönnunum og upp úr þessu mnnu Sabínar og Rómverjar saman í eina þjóð. En hvað sem öllum þjóðsögum líður, þá var borgarstæði Rómar vel valið. f fomöld var Tíber skipgeng og gott skipalægi var við árósana. Einnig lágu helstu verslunarleiðir Ítalíu um borgina og enn fremur vom auðugar saltnámur í nágrenni hennar. Salt var eftirsótt nauðsynjavara og kom sér vel fyrir Rómverja að hafa slíka markaðsvöm við hendina. Þá bauð lega borgarinnar á hinum margrómuðu sjö hæðum upp á sérlega góða aðstöðu til að veijast árásum óvina sem á hana leituðu. Þannig var það margt sem stuðlaði að velgengni Rómar frá fomu fari, en mikilvægast af öllu var þó að hinir fomu Rómverjar vom iðjusamt, duglegt og skyldurækið fólk. Harðfylgi þeirra í hemaði var snemma við brugðið, enda gerðist það ekki af sjálfu sér að lítið borgríki við Tíber sem ekkert var frábmgðið mörgum öðrum bæjum og þorpum á Ítalíu skyldi vaxa svo og dafna að þar risi í fýllingu tímans það heimsveldi sem varð voldugra og langlífara en öll önnur heimríki sögunnar. Aðdragandinn að því var langur, enda segir orðtakið að Róm væri ekki byggð á einum degi. Og þótt heimsveldið liði undir lok, þá heldur Rómaborg velli sem höfuðborg Italíu og háborg katólsku kirkjunnar sem og ein mesta og sögufrægasta heimsborg veraldarinnar. Hér að framan var sagt að Róm hefði tekið nafn af Rómúlusi. Rannsóknir sýna hins vegar að nafnið sé komið úr tungumáli Etrúra og mun einfaldlega merkja borgin við ána eða strauminn. RílStgl Framhald afbls 436 Og eitt sinn sá ég í umfjöllun um þau ályktað að uppistaðan í þeim væru slímkenndar fjölsykrur, sem þenjast út ef þær komast í snertingu við vatn. Slímsykrumar meltast í þörmunum og þess vegna hafi kannski eðlisávísun fólks rekið það til að borða fjallagrös til að sefa og fylla magann þegar hungursneyð geysaði og enginn annar matur var í boði. Fjallagrös hafi þannig oftlega verið hálfgerður harðindamatur. Þau eru samt bráðholl og verka styrkjandi á maga og örva ónæmiskerfíð, einnig matarlyst. Þau mega því líklega teljast þó nokkur þáttur í því að þjóðin lifði af þegar verst lét í íslensku harðinda umhverfi, á öldum áður. Og svona mætti sjálfsagt lengi telja, íslensk náttúra býr yfir ýmsum góðum juitategundum sem nýttar hafa verið í gegnum tíðina af okkar stundum aðþrengdu þjóð. Og varla má Ijúka þessari jurtahugleiðingu án þess að minnast á blóðbergið, sem flestir ef ekki allir kannast við. Þekktast er það sjálfsagt fyrir það að gott er að búa til te úr því og hef ég einmitt gert það eitt sinn og verður ekki annað sagt en að það hafi reynst bara hið ágætasta. Þeir sem huga að lækningamætti jurta vilja meina að blóðbergste sé gott við kvefí og veirupestum, sé bæði bakteríudrepandi og hreinsandi. Einnig gott við sýkingum í meltingarkerfinu og lungum. Surnir nota það meira að segja sem krydd á kjöt þegar það er matbúið og hafa matgæðingar jafnvel líkt því við önnur fræg krydd, að gæðum og bragði, sem til þessa eru notuð. Það er því kannski ekki alltaf nauðsynlegt að arka í búðir og kaupa dýr krydd og heilsujurtir ef að er gáð, þær kunna að vera í seilingarfjarlægð og án sérstaks kostnaðar, a.m.k. þeirra sem utan þéttbýlisins búa. En sjálfsþurftar búskapur er hverfandi búgrein ef ekki alveg horfín, svo sjálfsagt verða þessar ágætu jurtir og aðrar svipaðar, ekki nýttar í framtíðinni, nema t gegnum iðnað og verslun, öfugt við það sem forfeður okkar tíðkuðu. Heima er bezt 473

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.