Heima er bezt - 01.09.2007, Síða 45
Það er orðið svo áliðið. Hann kemur óvanalega seint niður að
þessu sinni. Varst þú að koma frá honum?
- Já, mamma. Agnes lýtur að vanga móður sinnar og hvíslar
við eyra hennar. - Við Haukur erum trúlofúð.
- Var það að gerast núna á þessari stundu?
Fréttin veldur engum svipbrigðum á andliti
Ragnhildar.
- Já, núna rétt áðan, ég segi þér svo meira seinna.
Agnes ætlar að halda áfram út úr húsinu, en Ragnhildur
segir.
- Lofaðu mér að óska þér til hamingju, Agnes mín, svo fæ
ég þér kaffibakkann, og þú færir Hauki hann sjálf, ég óska
honum til hamingju seinna.
Agnes meðtekur blessunaróskir móður sinnar í hlýjum kossi,
en kafifibakkann snertir hún ekki.
- Þú færir Hauki kaflfið, mamma, og óskar honum til hamingju
um leið, ég ætla út í blómagarðinn, þar bíður mín smávegis
verkeihi, sem ég gaf mér ekki tíma til að leysa af hendi í morgun,
þegar ég sótti þangað blómin handa Hauki.
Agnes hraðar sér út úr húsinu, en Ragnhildur heldur áfram
upp á loft með morgunkafifið handa Hauki lækni. Fréttin um
trúlofun þeirra Hauks og Agnesar kom henni ekki á óvart, þó
að hún væri reyndar orðin nokkuð vondauf með það, að dóttir
sín ætlaði að bera gæfu til að vinna ástir læknisins, en nú kvíðir
hún ekki ffamtíð hennar lengur. Við hliðina á Hauki lækni
veit hún að Agnes verður að góðri konu, því þrátt fyrir allt er
hún ágæt stúlka, sem aðeins þarf að mótast betur í þroskandi
lífsreynslu til þess að skilja lífið réttilega. Ragnhildur gengur
að herbergi læknisins og drepur á dyr, en enginn svarar. Hún
opnar hurðina hljóðlega og lítur inn. Herbergið er mannlaust en
dymar fram á svalimar standa opnar. Ragnhildur heldur áfram
inn í herbergið og setur kafifibakkann á borðið. Svo gengur hún
út á svalimar. Haukur læknir stendur þar eins og í leiðslu og
starir dapurlega í íjarskann. Ragnhildur kann því ekki vel að
sjá hann þannig á svipinn, hún vonaðist til að mæta honum
glöðum á þessum morgni, en ástæðumar geta verið margar
fyrir dapurleik hans.
- Góðan daginn, Haukur læknir, segir hún glaðlega.
Haukur vaknar eins og af draumi og lítur á Ragnhildi.
- Góðan daginn, frú Ragnhildur.
- Ég er komin með morgunkafifið handa yður, gjörið þér
svo vel.
- Ég þakka yður fyrir.
Hann fylgist með Ragnhildi inn í herbergi sitt.
- Ég var ekki vel stundvís í morgunkafifið að þessu sinni,
ég bið yður afsökunar á því. Haukur brosir eins eðlilega og
honum er unnt.
- Það er ekkert að afsaka, ég skil ástæðuna.
Ragnhildur brosir honum til samlætis. Læknirinn sezt við
borðið og byrjar að drekka kafifið, en Ragnhildur hagræðir
stórum blómsturvasa, sem stendur fullur af angandi rósum á
súlu í herberginu og segir svo eftir dálitla þögn.
- Agnes mín var að færa mér stórar fféttir áðan, sem snerta
ykkur bæði, Haukur læknir.
Svo, sagði hún yður, hvað okkur fór á milli hér í
morgun?
- Hún sagði mér frá trúlofun ykkar.
Haukur brosir dauflega.
- Já, sú ákvörðun var gerð hér fyrir stundu síðan.
Ragnhildur tekur innilega í hönd læknisins.
- Ég óska yður hjartanlega til hamingju, tengdir við yður
em mér fagnaðarefni, Haukur læknir.
- Ég þakka, Ragnhildur.
- Það verða góð tíðindi, sem Sveinn minn fær við heimkomuna
hingað á morgun.
- Já, Agnes var að segja mér ffá því, að Sveinn læknir
væri aðeins ókominn. Þá er mér nú óhætt að fara að hugsa til
brottferðar.
- Þér dveljið hér eitthvað lengur hjá okkur, þótt Sveinn sé
kominn heim. Við hefðum öll mikla ánægju af því.
- Ég þakka yður fyrir það, Ragnhildur, en nú veitir mér ekki
af tímanum til undirbúnings fyrir mína utanför.
- Utanför?
- Já, sagði Agnes yður ekki ffá henni?
- Nei.
- Ég er á fórum til Ameríku og ætla að stunda þar framhaldsnám
um óákveðinn tíma.
- Og Agnes veit þetta?
- Já, hún veit það.
- Hvemig tók hún því?
- Vel, enda breyti ég ekki þeirri ákvörðun minni.
- Ég skil það vel, að ungur læknir vilji leita sem hæst í list
sinni, bæði innanlands og utan, þess tryggari verður framtíðin,
sem þekkingin er meiri. Ég er viss um að Agnes skilur það líka
og að hún beri fullt traust til yðar.
- Henni er það óhætt, ég mun standa við mín loforð.
Haukur hefur lokið við að drekka kaflfið, þakkar fyrir það og
rís á fætur. Einveru þráir hann mest af öllu, en slíku verður hann
að leyna úr því sem orðið er og koma ifam eins og honum sæmir
bezt, sem tilvonandi tengdasyni læknishjónanna á Sólvangi.
Ragnhildur á mörg verkefni óleyst fyrir heimkomu manns
síns. Hún gefúr sér því ekki tíma til að ræða ffekar við Hauk
lækni að þessu sinni, tekur kaflfibakkann og gengur niður í
eldhús til sinna starfa. Hugur Ragnhildar er þmnginn fögnuði
yfir heimkomu manns hennar og framtíðarheill einkadóttur
þeirra, en utanför Hauks læknis dregur úr gleði hennar, helzt
hefði hún kosið að Agnes og Haukur stofnuðu heimili saman
strax í haust. Hún efast þó ekki um það, að læknirinn standi
við gefin loforð, en... Hún verður að vona hið bezta.
***
Sveinn læknir er kominn heim, ánægður með langt og
viðburðaríkt ferðalag. Haukur Snær hefur lokið veru sinni
á Sólvangi, og leið hans liggur suður til Reykjavíkur. Hljóðar
endurminningar sumarsins fylgja honum. Á leiði dáinna vona
geymir hann mynd ungu kaupakonunnar á Sólvangi, á hana
fellur enginn skuggi. En hann gleymir heldur ekki loforðum
sínum við læknisdótturina. Útþráin seiðir. Ný viðfangsefni
verða bezta lyfið til að deyfa harmleik örlaganna. í hljóðri
kyrrð haustsins kveður Haukur Snær land feðra sinna, og
stígur á fleyið, sem ber hann til ókunnra landa.
Heima er bezt 477