Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 5
Hef sjaldnast
farið
Guðjón
Baldvinsson
TROÐNAR
SLOÐIR
Rætt við Skúla Helgason,
prentara, Reykjavík
Skúli heitir hann, Helgason. Það eru líklega
rúmlega 30 ár síðan að ég heyrði jyrst af og hitti
Skúla prentara, eins og hann gjarnan kynnir
sig sjálfur, en þá tengdumst við óbeint inn í
sömu atvinnugreinina, prentiðnaðinn. Hann
rakþá prentsmiðjuna Anilínprent í vesturhluta
Reykjavíkur og ég starfaði við sölu pappírs og
annarra vara til prentiðnaðar.
Skúli er einn af þeim mönnum sem verða
minnisstœðir, hjá honum er það hressileikinn
og raddstyrkurinn sem einkum festist í minni,
auk léttleikans og gamanseminnar sem jafnan
einkenndi manninn og gerir enn.
Svo skiptust leiðir eins og gjarnan vill verða
hjá mönnum og málefnum, og það liðu mörg
ár áður en leiðir okkar Skúla lágu saman nœst.
Það var ekki jyrr en fyrir einu eða tveimur árum
síðan að hann birtist óvænt inni á gólfi hjá mér,
með sama gamla hressileikann í farteskinu, og
var nú að leita sér að eldri árgöngum Heima er
bezt, til uppjyllingar í árgangasafn sem hann var
að binda inn.
Mér var kunnugt um að Skúli hafði átt við-
burðaríka œvi sem vert vœri að festa á blað. Eg
fór þess því á leit við hann nú fyrir skömmu, að
fá að eiga við hann spjall um œvi hans og störf
sem hann tók strax vel í.
Og svo sannarlega var þar ekki komið að
„ tómum kofunum “, eins og sjá má af samtali
okkar, sem hér fer á eftir.
r
g er fæddur hérna í Reykjavík, að Þinghólsstræti 5,
þar sem lengi stóð Isafoldarprentsmiðja. Faðir minn
hét Helgi Jónsson og var norðan úr Þingeyjarsýslu,
þar upp alinn hjá föðursystur sinni, mest í bæ sem hét
Garðshom, og er norðarlega í Kinn. Þegar honum óx fiskur
um hrygg, var hann aðallega látinn vera í því að skjóta rjúpur,
sem síðan voru seldar til kaupfélagsins, sem seldi þær svo
aftur til Englands. Þetta er bæði íyrir stríð og eitthvað á
stríðsárunum líka. Það mun hafa verið mikið af rjúpu þama í
Kinnaríjöllunum en hann sagði mér það síðar, að þetta hefði
verið erfítt verk, og mikið brölt. Hann fór svo eiginlega í
hálfgerðu fússi þaðan, honum samdi aldrei almennilega við
þessa föðursystur sína, og fer til Húsavíkur.
Hann var laghentur, faðir hans, Jón, var smiður líka, og
vann lengst á trésmíðaverkstæði sem lengi var til á Húsavík
og bar nafnið Fjalar. Pabbi byrjar svolítið að smíða með
honum þar, og eitthvað fóru þeir til Siglufjarðar, því þar
þurfti að reisa á hverju ári nýjar bryggjur. Þær voru úr tré
bryggjumar þar, og ekki kostað miklu til og þær eiginlega
eyðilögðust á hverjum vetri. Þá réðu Norðmenn mestu á
þessu svæði og hann sagði mér stundum frá bryggjusmíði
sinni þarna. Þetta var um það leyti sem snjóflóðið mikla varð
á Siglufírði. Það var nefnilega hinum megin við fjörðinn,
og útgerð vegna síldarinnar, en þetta fór allt í einu snjóflóði.
Þar fórst fólk og hverfið fór í eyði eftir þetta.
Heima er bezt 53