Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Page 10

Heima er bezt - 01.02.2009, Page 10
og landafjandar um allt skip og vinguðumst við skipstjóra og stýrimann skipsins og vorum iðulega uppi í brú hjá þeim. Eg man vel eftir þegar við komum til Vestmannaeyja, en þar var engin bryggja, fólk og farangur var þar selflutt í land á stómm snurpi bátum, sem vom dregnir af trillum. Við komum ekkert í land í Vestmannaeyjum en lágum fyrir utan. Svo man ég líka þegar við vomm að sigla inn til Seyðisfjarðar hvað það var gott veður og fallegt og við fengum að vera uppi í brú á meðan siglt var inn fjörðinn. Mér þótti það mikil virðingarstaða að fá að standa uppi í brú hjá skipstjóra, stýrimanni og háseta, sem hafður var við stýrið. Sama aðferð var höfð við lendingu á Raufarhöfn og í Vestmannaeyjum, þar var fólkið selflutt á nótabátum sem trillur drógu. Og þar sá ég á eftir þessum sjóveiku kaupakonum sem höfðu átt að gæta okkar í ferðinni, en höfðu verið til „kojs“ bókstaflega alla ferðina. Ég man bara ekkert eftir að hafa séð þær neitt á leiðinni og ekki fyrr en þær em að fara í land þama með Önnu á Raufarhöfn. Og þetta er sem sagt vorið 1932. Svo er siglt áfram þama í ágætis veðri fýrir Sléttuna, og þá gerist það að það fer að skipta sér af mér karl einn mikill, sem ég var nú ekkert hress með. Ég sem hafði verið svona frjáls um allt skip áður kunni ekki að meta það að þessi karl færi allt f einu að fara að hafa afskipti af mínum ferðum. En þá hafði hann greinilega verið beðinn að hafa eftirlit með mér það sem eftir lifði ferðar, eftir að gæslustúlkumar voru famar í land á Raufarhöfn. Hann reyndist vera frá Túnsbergi, og líklega faðir Birgis, sem var giftur Aðalbjörgu frænku minni, en Túnsberg var næsta hús við Berg, þar sem þau bjuggu. Svo ég fór nú loks að kannast við mig þegar til Húsavíkur var komið. Þar þurfti maður að klifra niður kaðalstiga sem lá ofan í nótabátinn, og í landi tóku þeir svo á móti mér Steingrímur og Birgir. Stutt var svo stoppið á Húsavík því ég fór fljótlega suður í Víða þar sem ég er svo þetta sumar. Kunni ég mjög vel við mig þar. Ég er svo þar um sumarið. Um haustið, þegar komið var að sláturtíð, þá á að senda mig suður, og ég fer til Húsavíkur. Þá er þar kominn Hörður, foðurbróðir minn, sem ég hafði aldrei séð áður. Honum gæti maður kannski svipað nokkuð til Bjarts í Sumarhúsum hjá Laxness, því hann hafði byggt sér nýbýli í heiðinni árið 1919, á milli Reykjadals og Bárðardals, og kallað bæ sinn Gafl. Ég kynnist honum sem sagt þama og verð afskaplega hrifinn af þessum manni og linni ekki látum fyrr en hann hringir til foður míns, suður til Reykjavíkur, sem var nú bara talsvert mál á þessum tíma, til þess að semja við hann um að ég þurfi ekki að fara suður. Það var samþykkt og ég fer með þessum foðurbróður mínum heim í bæinn Gafl, uppi á heiðinni og þar sem ekki sést til nokkurra annarra bæja. Þar er ég Sv #' Góövinur, hundurinn Ljóturá Víðum. svo í besta yfírlæti um veturinn hjá þeim hjónum, Herði og Auði konu hans, auk næsta sumars, og líkaði afskaplega vel. Hjá þeim var ennþá fært frá, eins og kallað var, það er að lömbin voru tekin frá mæðmm sínum í byrjun sumars, og þær síðan mjólkaðar. Þama var reyndar geitpeningur líka. Þá lærði ég loks að meta geitamjólk en hún hafði ekki verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér ffarn að því. Nú, ég er þama í besta yfirlæti, eins og fyrr greinir, en birtist þá ekki allt í einu um haustið, kerlingin hún amma mín, á peysufötunum, og það líklega gangandi frá Narfastöðum, sem var eiginlega næsta byggða ból við Gafl, sem er líklega nærri 5 kílómetra spölur. Ekki skal ég segja um hvort hún hafi verið á sauðskinnskóm, en ég var á kúskinnskóm þama á þessum tíma. Það var ekkert svo slæmt, en á sumrin urðu þeir mjög harðir og hálir, svo maður gat eiginlega ekki gengið neinar brekkur og var alltaf á fljúgandi ferð ef maður átti leið niður eina slíka. Sauðskinnskór vom affur á móti miklu frekar notaðir sem inniskór. Það var nú mjög mýrlent þama svo maður var eiginlega alltaf blautur í lappimar og þá mýktust skómir um leið. A bænum var svokölluð fjósbaðstofa, sem þýddi að hún var yfír fjósinu til að nýta ylinn frá kúnum, sem vom tvær á bænum og bara fjalagólf á milli. Þama var eiginlega bara búið í einu herbergi að mestu. I því var stóin, sem kölluð var, og á henni eldað allt sem þurfti. Ég var þama eins og kóngur í ríki mínu, einn með þeim ljómm, hjónunum og kúnum. Ég var því ekkert afskaplega hrifinn þegar amma mín birtist allt í einu, og ég heyri það að hún ætlar að fara með mig suður til Reykjavíkur. Og það er ekkert með það, hún fer með mig til Húsavíkur og svo er ég sendur, enn eina ferðina, en nú með fólksbíl. Sú ferð tók hvorki meira né minna en þijá daga. Og svo hlaðinn var bíllinn að ég held að amma mín hafi að mestu setið undir mér í þann tíma sem ég ekki stóð í lappimar, alla leið til Reykjavíkur. En í fyrsta áfanga var ekið til Akureyrar og gist þar. Þaðan var svo farið snemma morguns, áleiðis í Fomahvamm. Og mér er enn í minni hvað mér fannst Hörgsdalimir óskaplega langir. 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.