Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 13
ekki annað en það að þetta er eitt lélegasta síldveiðisumar sem
komið hafði um langan tíma. Ekkert nema þrældómurinn, allt
dregið á höndunum. Og kaupið var eitthvað eftir því. Eg held
ég hafi þénað um 12-1300 krónur og fékk þær ekki útborgaðar
fyrr en árið eftir.
En svo lenti ég í Hvalíjarðar síldarævintýrinu um haustið
1947, þá var ég á bátnum Arinbimi, sem Sigurður Eyleifsson
átti, frægur skipstjóri sem hafði verið á Arinbimi hersi. Þetta
var nýr Svíþjóðarbátur og hann skírði hann náttúrlega eftir
hinu skipinu.
En ekki líkaði mér þetta til lengdar og svo fór að vorið eftir
hitti ég Pétur vin minn Sumarliðason aftur, en þá var hann
kominn í það ásamt fleirum að gera íbúðir hreinar fyrir fólk.
Og ég geng í lið með honum og upp úr því starfi var ágætt
að hafa. Svo þróast þetta einhvem veginn þannig að Pétur og
sá, sem hafði verið með honum dankast einhvem veginn út
úr þessu og úr verður að ég yfirtaki fyrirtækið, ásamt manni
sem hét Haraldur Bjömsson, faðir Ingibjargar skáldkonu og
þýðanda.
Þetta gekk svo vel að við jukum við reksturinn og bættum
við starfsfólki á tímabili.
Það var heilmikið fjör hjá okkur. En svo varð ég nú leiður
á þessu „þvottaríi“, og sérstaklega glímunni við kerlingamar,
sem allt þóttust vita og kunna betur en við hvemig ætti að
standa að þrifúm, að ég ákveð að fara bara aftur á sjóinn með
bróður mínum. I það sinnið var ég gerður að kokki á skipinu,
einfaldlega skipaður í það, því kokkurinn sem var fyrir, hafði
hlaupið af skipinu á Siglufirði. Jón Valgeir hét sá bátur, einn
af stærri Svíþjóðarbátunum og gerður út frá Reykjavík. En
þar tókst mér einhvem veginn að koma mér í gott rifrildi við
stýrimanninn og rauk líka frá borði á Siglufirði, eins og kokkurinn
forveri minn, rétt við miðjan desembermánuð, 1949, og hitti á
það að Herðubreiðin, strandferðaskipið, er einmitt að fara frá
Siglufirði og með henni kemst ég til Reykjavíkur.
Þá tek ég mér fyrir hendur að komast í bókbandsnám, því ég
var alltaf með nefið niðri í bókum. Og það var nú ekki hlaupið
að því, líklega svona þétt setinn bekkurinn í þeirri grein.
Mágur minn, Styrkár Sveinbjamarson, var þá kominn í nám hjá
prentsmiðju Þjóðviljans í setningu, sem þótti nú miklu virðulegra
heldur en að vera prentari í greininni. Og hann segir mér að það
geti verið smuga að ég komist þar að til að læra prentverk. Eg
hef engar vöflur á því heldur storma upp á Skóavörðustíg, þar
sem prentsmiðja Þjóðviljans var til húsa og hitti fyrir Stefán
Ögmundsson, þann ágæta mann,. Ekki hafði hann setjarastarf
á lausu, en ég gat komist að í prentaranám. Eitthvað var ég að
væflast yfir því að það væri ekki eins virðulegt og að vera setjari,
en þá kom Stefán með þessa ansi skemmtilegu athugasemd:
Heyrðu Skúli, ef við færum báðir austur til Kína (Stefán var
setjari), þá gæti ég ekkert fengið að gera, en þú gætir hinsvegar
prentað hvem andskotann sem þig lysti. Þú þyrftir ekkert að
skilja eitt einasta orð í textanum sem prentari. Þessi rök nægðu
mér og ég réði mig bara þama, á stundinni, sem nema, og hóf
námið á þrettándanum, 1950.
Á sama tíma og ég var í prentnáminu, fór ég í tvö mjög
minnisstæð ferðalög. Það fyrra fór ég 1951, á heimsmót æskunnar
í Berlín. Þangað fór um 36 manna hópur héðan frá íslandi. Þar
á meðal var Eiður Bergmann vinur minn og félagi. Þetta var
heljarstórt mót, haldið í Austur-Berlín. Þá var Þýskaland enn
hemumið land að sjálfsögðu. Við sigldum út á þriðja farrými
með Dronning Alexandrine, sem þá var í fömm á milli íslands
og Danmerkur. Eitthvað stoppuðum við í Kaupmannahöfn en
fómm svo þaðan með Dönunum yfrr sundið og jámbrautarlest
til Berlínar. Þetta var náttúrlega mikið ævintýri fyrir mig, fyrsta
ferð mín út í heim, þó nánast væri auralaus.
Það var mjög sérstakt að koma til Berlínar á þessum ámm.
Heita mátti að borgin væri ein mslahrúga eftir loftárásimar í
stríðinu. Uppbygging var ekki komin langt, en þó sá maður
að það var farið að reisa eitthvað af því sem ég kalla stundum
Stalín-blokkimar, þama í Austur-Berlín, það vom svona ristastór
fjölbýlishús.
Við náðum því að skoða mest alla Berlín. Reyndar háttaði
þannig til að maður þurfli alltaf að fara i gegnum gæsluhlið, ef
maður ætlaði að fara til Vestur-Berlínar, en við áttuðum okkur
fljótlega á því að neðanjarðarlestunum var stjómað frá Austur-
Berlín og þess vegna var mögulegt að fara með þeim vestur
yfir án þess að þurfa að tékka sig neins staðar í gegn, maður
bara fór úr einhvers staðar þegar komið var vestur fyrir og
skutlaði sér þar upp á yfirborðið og fór svo sömu leið tilbaka
að því loknu. Sá hluti lestarkerfisins sem var ofanjarðar var
kallaður „S-bahn“ (hitt var ,,U-bahn“), og því var stjómað af
yfirvöldum í vesturhlutanum.
Þetta gat reyndar verið svolítið varasamt, því vegabréfin
höfðu verið tekin af okkur og fengum við bara einhvem
blaðsnepil í staðinn, sem staðfesti að við væmm þátttakendur
í heimsmótinu.
Svona heimsmót var svo haldið affur árið 1953, og ákváðum við
Eiður að fara líka á það. En í það sinnið tókum við þá ákvörðun
að gera þetta að þriggja mánaða ferðalagi og fara víðar. Við
byijuðum á því að sigla til Bretlands og skoða okkur um þar,
þaðan fóram við svo til Frakklands og dvöldum eina viku í
París. Þar vomm við svo heppnir að kynnast Austurlandabúa,
svona eilífðarstúdent, sem var gjörkunnugur borginni og tók
að sér að sýna okkur hana.
Frá París fómm við til Sviss, og þaðan til Feneyja og beint
þaðan til Austurríkis og skoðuðum Vínarborg.
Þetta ferðalag okkar var meira en lítið óvenjulegt á þessum
tíma, og þótti ýmsum nóg um, töldu okkur jafnvel orðna hálf
klikkaða. Þá vom svona ferðalög mjög sjaldgæf á meðal
íslendinga.
Svo stefndum við á Búkarest með lest, því nú tók að nálgast
þann tíma sem heimsmótið átti að hefjast. Við vomm snemma
í því, komnir þangað um viku áður en mótið hófst.
Þar fengum við strax tvær leiðsögukonur, okkur til halds og
trausts, sem unnu á vegum mótsins. Þær fóm með okkur um
allt þarna og sýndu okkur flest það sem markvert var að skoða.
Við ferðuðumst í fínustu drossíum á meðan þetta stóð yfir. Og
þessi vika sem við Eiður áttum þama áður en heimsmótið hófst,
var albesti hluti ferðarinnar og mjög skemmtilegur.
Þama kom náttúrlega alveg gífúrlegur fjöldi af æskufólki
allsstaðar að úr heiminum.
Á þessum tíma var Kóreustríðið í algleymingi og ég man
Heima er bezt 61