Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 14

Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 14
eftir því að þegar Kóreumennimir mættu inn á völlinn, en mótið hófst á því að gengið var í fylkingum hringinn í kringum hann, hver þjóð með sinn hóp, og fánaberi fremst. Við Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, fengum það hlutverk að vera fánaberar okkar hóps, og leiddist okkur það hreint ekki. Ég man að þegar Kóreumenn komu inn á völlinn þá komu allir Bandaríkjamennimir hlaupandi til þeirra og föðmuðu þá í bak og fyrir. Þetta var svona táknræn athöíh gegn stríðinu í Kóreu, og vakti mikla athygli á svæðinu. Mótið stóð yfir í hálfan mánuð og var geysilega skemmtilegt í alla staði. Á því vom um 250 íslendingar alls. Við komum svo til baka í gegnum Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Austur- Þýskaland, og þaðan til Kaupmannahafnar. Þá vom nú ferðir til íslands ekki eins örar og þekkist í dag, og í Kaupmannahöfn biðum við heila vikur eftir því að fá far heim. Næsta vor kemst ég að raun um það að ég sé eiginlega ekkert búinn að læra að ráði í prentverki. Ég hafði bara verið að prenta Þjóðviljann aðallega og oft í afleysingum fyrir aðra. Þá hafði ég kynnst Hafsteini Guðmundssyni, sem lengi rak bókaútgáfúna Þjóðsögu, en hann hafði kennt okkur teikningu í Iðnskólanum. Hann fer að segja mér frá prentskóla sem hann hafði numið við í Danmörku fyrir stríðið, og ég fæ áhuga á að kynna mér þennan skóla. Og það verður úr að hann fær þar pláss fyrir mig og annan nemanda, Runólf Elentínusson. Þetta var skemmtilegur skóli og okkur gekk ágætlega þar. Það má geta þess til gamans að við vomm þama m.a. í teikninámi. Runólfur var feikna fær teiknari en ég aftur á móti öllu lakari í þeirri grein. Á þessum tíma var tiltölulega stutt síðan að við höfðum sem þjóð sagt skilið við Dani, og það var greinilegt að sumir áttu dálítið erfitt með að fyrirgefa okkur það, og þar á meðal var teiknikennarinn okkar. Og það fór nú svo að ég eiginlega teiknaði ekkert í tímunum hjá honum, því við lentum alltaf í heilmiklum rökræðum um sambandsslitin. En við skildum engu að síður sem bestu vinir og ég fékk þessa finu einkunn í teikningu, þó ég hefði eiginlega ekki teiknað nokkum skapaðan allan tímann. Þegar skólanum lauk fór Runólfúr heim en ég hafði fengið áhuga á að kynna mér nánar blaðaprentun og rotasonvélar sem notaðar vom til þess. Ég hafði séð þær í Rúmeníu þegar ég var þar, þeir vom þá með nýjar vélar í blaðaprentuninni hjá sér. Þetta var svo stórt í sniðum hjá þeim, til dæmis má nefna að þar voru 75 setjaravélar á einni hæð. Og stærsta blaðið hjá þeim var prentað í einni og hálfrí milljón eintaka á dag. Þetta var allt svo stórt, t.d. gekk stjómtuminn á vélinni upp í gegnum 3 hæðir á húsinu. Ég gat komið mér inn sem kauplaus aðstoðarmaður í blaðaprentsmiðju í Kaupmannahöfn og kynna mér þannig hvemig staðið var að verki. Ég kom svo heim í ágúst og lauk mínu prófi hér. Var svo við það að prenta Þjóðviljann til haustsins 1957. Eftir það var ég í ýmissi lausamennsku, m.a. að þýða bækur og grípa í prent hjá öðmm. En svo fæ ég vinnu hjá Kassagerð Reykjavíkur. Keypti þá jafhffamt litla prentsmiðju, sem ég vann í meðffam vinnunni í Kassagerðinni. Ég fékk systur mína til að þýða spennusögu, sem ég prentaði í prentsmiðjunni minni og gaf út í 8 bindum, og gekk sú útgáfa bara býsna vel. Þá er það að mér býðst að taka þátt í stofhun prentsmiðju á Selfossi og átti ég að leggja til mína prentvél, hníf og fleira og var ég nokkuð volgur fyrir því í byijun. Á þessum tíma var ég orðinn giftur maður, konan mín hét Sólveig Hjaltadóttir, og var hún orðin ófrísk að mínu eina bami sem ég hef eignast um ævina. Henni leist eitthvað ekki nógu vel á það að við fæmm út í þennan rekstur á Selfossi, svo ég hætti við að taka þátt í honum. Ákvað síðan að útvega mér pláss í Keflavík, því þar vissi ég að engin prentsmiðja var fyrir, hætti í Kassagerðinni og við ffytjum þangað með allt okkar hafúrtask vorið 1959. Og þama fæðist svo dóttir okkar Sólveigar, Elísabet. Hún átti síðar eftir að læra til bókbands og bókasafhsffæða og er ég núna í bókbandsnámi hjá henni, ásamt fleirum svona elligemlingum, eins og maður segir. Það gekk nú ekkert alltof vel að afla verkefna í Keflavík, pólitíkin var rík í þessu eins og öðm, og menn létu bara prenta hjá sínum mönnum, svo þannig fór að ég seldi ég Jósafat Amgrímssyni prentsmiðjuna og við flytjum aftur til Reykjavíkur, þar sem ég hóf aftur störf mín hjá Kassagerðinni. Einhver eigendaskipti hafa orðið á prentsmiðjunni í Keflavík síðan, en hún er til enn í dag, og nú undir nafninu Grágás. Konan mín deyr 1968,40 ára gömul, úr krabbameini, sem kláraði hana á 6 mánuðum. Þá stóð ég orðið einn með 8 ára bam. Á þessum tíma var talsvert um það að fólk væri að flytjast utan í atvinnuleit, m.a. vom hér agentar ffá Ástralíu að bjóða fólki atvinnu. Mágur minn hafði farið að kynna sér þetta og er alveg óður og uppvægur að skella sér til Ástralíu með konu og bömum. Ég fer eitthvað að athuga þetta með honum og það kemur á daginn að þessir sendifúlltrúar geta útvegað mér ágæta vinnu við blaðaprentvél í borginni Perth, sem er á vesturströnd Ástralíu. En þá kom í Ijós að mágur minn vildi ekki fara neitt annað en til Sidney, sem var í 4000 kílómetra fjarlægð á austurströndinni. Ég gerði mér þá grein fyrir því að það væri ekkert vit í því að fara að vera einn og með bam á alókunnugum slóðum í fjarlægu landi, svo ég hætti við allar áætlanir í þessa vem. Ég átti þó eftir að koma til Ástralíu, því þegar ég var orðinn einn á báti árið 1997 þá skellti ég mér þangað í þriggja mánaða heimsókn til mágs míns og hafði gaman af. Heimsótti m.a. Tasmaníu og skoðaði staðinn þar sem Jömndur hundadagakonungur er grafmn. En eftir að atvinnumöguleikinn í Ástralíu var úr sögunni, tók ég það fyrir að fara á sjóinn aftur og var við það næstu þrjú árin. Þegar þar er komið sögu, upp úr 1970, var ég búinn að kynnast annarri konu, Lám Gunnarsdóttur, og farinn að búa með henni, ásamt 14 ára syni hennar. Mér hafði boðist starf hjá heildsölunni Íslensk-Ameríska, en kaupið sem þar var boðið var svo lágt að mér leist ekkert á það. Þegar ég fór úr viðtalinu þar þá vissi ég að rúlluprentsmiðja, sem Anilínprent hét, var þar stutt ffá og ákvað ég að rölta til þeirra og athuga með vinnumöguleika. Þá hittir nú svo á að það er einmitt að hætta prentari hjá þeim og þá vantaði mann í 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.