Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 16
Sumar-
dvöl
í sveit
1966
Vorið 1966 gekk í garð, skólinn búinn
og krakkarnir í Hlíðahverfinu nutu
sín í margskonar bolta og útileikjum.
Pálmi var búinn að opna sína jyrstu
Hagkaupsbúð í gamla jjósinu hans
Geira í Hlíð. Það var mikil byltingjyrir
landsmenn frá heimasaumuðu fötunum.
Urvalið var mikiðþ.m.t. stretsbuxur,
vatteraðar úlpur, Bobbie-skór og hinir
vinsœlu Hagkaupssloppar. Það var mikið
að gera í búðinni, allir krakkarnir sem
voru að fara í sveit fengu ný föt. Eg fékk
rauða vatteraða úlpu, rauðköflóttar
stretsbuxur og Bobbie-skó. Þetta voru
ferðafötin í sveitina.
Við Austurbæjarskóla voru margar rútur og þar söfnuðust
saman böm og foreldrar yngstu bamanna sem vom
að fara í sumardvöl.
Mörg félög stóðu fyrir rekstri sumardvalarstaða á
þessum tíma eins og til dæmis Vorboðinn og var það starf
styrkt af verkalýðsfélögunum. Þetta vom staðir eins og
Rauðhólar, Silungapollur og fleiri. Foreldar bamanna
mættu þangað til að fylgja þeim úr hlaði. Rútubílastöðin
var niður í miðbæ og þar var margt um manninn.
Mörg borgarbömin voru að fara í sveit. Mamma fylgdi
mér á stöðina og rétti mér nesti og útsaumaðan vasaklút
að skilnaði. Það voru blendnar tilfínningar sem bærðust
um í brjósti mínu man ég. Norðurleiðarútan var smekkfull
og farangur upp á þaki og bundinn aftan við. Ég fékk
sæti við gluggann. Leiðin lá norður um rykuga og mjóa
malarvegi. Stansað var á hefðbundnum stöðum í Botnsskála,
Hreðavatnsskála og Staðarskála. Ekki man ég hvað við
vorum lengi á leiðinni.
A endastöðinni minni var stoppað við hótelið í kaupstaðn-
um.
Bóndinn, sem var kominn yfír miðjan aldur, sótti mig
á græna „spýtu“ Willys-jeppanum sínum (hann var með
tréhúsi). Við keyrðum beina leið í sveitina. Bærinn stóð
64 Heima er bezt