Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 17
Förukona, sem ferðaðist á milli bæja á þeim slóðum sem sagan gerist á. upp í hlíð og var að hluta til gamall torfbær, kamar úti og ekkert bað né heitt vatn. Einnig var torfíjós. Heimilisfólkið þyrsti í fréttirað sunnan og spurði mig margra spurninga, t.d. um grassprettuna á túnum meðfram leiðinni norður og hvað fötin mín hefðu kostað. Mér leið eins og páfugli svona skrautleg til fara innan um allt fólkið á bænum, sem klætt var í föt í hefðbundnum sauðalitum. Heimilisfólkið samanstóð af eldri og yngri hjónum. Við vorum tjögur sumarböm, vinnumaður og förukona. Mér fannst margt skrítið í sveitinni minni. Ungi maðurinn kyrjaði klámvísur yfír okkur aðkomubörnunum og feðgamir rifust mikið. Maturinn var að mörgu leyti frábmgðinn því sem ég átti að venjast t.d. súrmaturinn á hverjum degi, sem var sóttur í tunnur í gamla hlóðaeldhúsið. Verkaskipting allra var nokkuð skýr. Ég sótti beljurnar á morgnana ríðandi á honum Rauði eða Kjamma og hundurinn Kátur fylgdi Tuttugu og fimm króna seðill. með. Það tók um það bil 20 mínútur að fara með kýrnar út í haga. Svo lærði ég að handmjólka, gefa kálfunum og hjálpa ungu konunni í ijósinu og þótti mér skrýtið þegar hún bað mig að rétta sér byttuna, sem ég áttaði mig ekki á í fyrstu hvað var, en reyndist svo vera vaskafat. Eins var með skjóluna, sem ég hafði alltaf þekkt undir heitinu fata. Við hlustuðum á fréttir og veðurfréttir. Allir tóku þátt í að finna út hver fugl dagsins var í útvarpinu. Heimilisfólkið lagði sig eftir matinn en ég og förukonan vomm að vinna í eldhúsinu. Ég vaskaði upp leirtauið. Förukonan sat dökkklædd á kolli í eldhúsinu og prjónaði allt mögulegt úr ull eftir pöntunum á heimilisfólkið, fyrir mat og gistingu. Hún gekk á milli bæja og átti enga útiskó, kannski var hún í sauðskinsskóm innan undir ullarsokkunum. Pilsið hennar var bætt allan hringinn og hún var með dökka húíú niður í augu. Ekki man ég eftir að við hefðum talað mikið saman en ég man að við hlustuðum saman á óskalögin og ég söng með. Ég sýndi henni hvemig ætti að dansa við lagið um jenka-drauminn, sem Ragnar Bjarnason söng, og var svo vinsælt í þá daga. Vinnumaðurinn vann líka tímabundið við heyskapinn. Honum fylgdi góður hundur. Strákamir voru þrír og allir að sunnan. Þeir unnu eingöngu útistörf og þá gjarnan á vélum við heyskap. Skepnumar voru kýr, kindur og einnig margir hestar og það var mikil vinna við allar skepnurnar. Reka og rýja kindurnar, mjólka og reka kýmar og að temja hestana. Einnig man ég eftir að við unnum í mógröfum og við girðingavinnu. Mikið var unnið í sveitinni en samt fórum við einu sinni í messu inn í dal og fengum kaffi á eftir, það var gaman. Einnig fórum við að synda og baða okkur í vatni fyrir ofan bæinn. Ég man að það var mjög kalt en þetta sumar var hafísbreiða úti á flóanum. Um verslunarmannahelgina var farið á útihátíð með nesti. I lok sumarsins vom haldin töðugjöld til að halda upp á að slætti væri lokið og allt hey komið í hús. Bakaðar vora tertur, pönnukökur og ástarpungar. Allir borðuðu vel og vom kátir. Eftir þrjá mánuði keyrði bóndinn mig aftur í rútuna og borgaði mér fíólubláan 25 krónu seðil. Ég var fegin að koma heim til mömmu og pabba og systra minna og mér fannst ég hafa upplifað mikið. Hefi ég oft hugsað um þessa sumardvalahefð fyrri ára. Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.