Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 18
ðalvík liggur fyrir
norðan Isaijarðar-
djúp og markast að
sunnan af tjallinu Rit, en að norðan af
Straumnesi. Víkin er um sjö km breið og
álíka löng. Undirlendið upp frá víkinni
er klofíð i þrennt af allháum ijöllum.
Milli Rits og Hvarfnúps er Vestur-
Aðalvík. Þar voru bæimir Skáladalur,
framan í Ritinum, og Sæból á ströndinni,
þar sem óx upp dálítið þorp framan af
20. öld. Nokkru ofar var svo bærinn
í Görðum og allmiklu lengra inni í
Staðardal, á bökkum Staðarvatns, var
prestssetrið Staður, þar sem enn stendur
íbúðarhús og kirkja. Hjá Stað var einnig
hjáleigubýlið Lækur og út frá Staðardal
neðanverðum er Þverdalur og í honum
var samnefndur bær.
Milli Hvarfhúps og Mannfjalls heita
Miðvíkur. Þar vom bæimir Effi- og Neðri-
Miðvík og var tvíbýli á báðum. Fram úr
Miðvíkum rennur Miðvíkurós til sjávar.
Norðan í Mannfjalli er sífferi á einum
stað. Þar tóku sjómenn fyrrum klaka til
kælingar á afla sínum.
Norður ffá fjallinu liggur síðan
Stakkadalsvatn á láglendinu. Upp frá
því gengur Stakkadalur og í honum
samnefndur bær, þar sem var tvíbýli og
stundum þríbýli.
Norðan Stakkadalsvatns eða öllu
fremur norðan óssins sem úr því fellur,
er allmikill sandmefur sem nú er mjög
gróinn melgresi. Á mel þessum er nú
flugbraut, þar sem litlar flugvélar geta
auðveldlega lent. Þegar yfir mel þennan
kemur er komið að Látmm, þar sem líka
óx upp talsvert þéttbýli og öllu meira í
sniðum en á Sæbóli.
Straumnesið, þar sem vitinn stendur,
teygir sig út til hafs. Hæsti tindurinn uppi
á nesinu heitir Trumba og er 377 metra
hár. Sunnan á nesinu heitir Straumneshlíð
inn að Kví, en svo kallast gríðarmikil
skál í fjallinu ofanverðu. Innan við Kví
liggur Látrafjall sem er feiknamikil
klettaborg sem nær inn í Bása og þaðan inn
í víkurbotn. Þar taka við Hálsar í skarðinu
milli víkurbotns og Rekavíkur bak Látur.
Þaðan teygir fjallið sig út með Rekavíkinni
til sjávar og síðan áffam út Straumnesið
og lokast þar hringurinn. Þetta mikla fjall
er nærri helmingi lengra en það er breitt
og hæð þess er mest í Skomm, 435 metrar,
þar sem Ameríkumenn reistu radarstöð
á ámnum 1954-60, sem þó aldrei tók til
starfa.
Landnámsmaður i Aðalvik var Geir-
mundur heljarskinn Hjörsson sem uppi var
á 9. og 10. öld. Hann gafþar land Örlygi
Böðvarssyni sem flúið hafði ffáNoregi til
Islands. Sést af því að Aðalvík hefur byggst
snemma á öldum. Hvar maður þessi bjó
í Aðalvík er ekki vitað, en hann átti líka
lönd á Sléttu og í Jökulfjörðum.
Látra er fyrst getið í skjölum árið
1416 og er þá talin 30 hundraða jörð og
höfuðból í sveitinni. Nokkur eignaítök
vora um jörðina á fyrri tíð og óljóst um
eignahaldið ffam undir 1800. Þá situr þar
merkisbóndinn Halldór Bjamason, vel
efhaður og í góðu áliti. Um aldamótin
1900 fór útgerð vaxandi og samfara
því varð fólksfjölgun á Látmm sem og
víðar í Norður-Aðalvík. Tveir fyrstu
mótorbátamir komu að Látmm 1906.
Eigendur annars þeirra vom Hannes
Sigurðsson útvegsbóndi á Látmm og
Hjálmar Jónssonbóndi í Stakkadal. Hét
þeirra bátur Njáll og var fimm tonn að
stærð með fjögurra hesta Möllerupvél.
Hinn báturinn var sexæringur sem sett
var í vél og hét hann Hlöðver. Eigendur
hans vom Friðrik Magnússon útvegsbóndi
á Látmm og Þorbergur Jónsson bóndi
í Efri-Miðvík. Friðrik var formaður á
bátnum.
Magnús Dósóþeusson bóndi á Látrum
féll ffá hinn 19. september 1878. Hann var
tvíkvæntur og átti 15 böm. Af þeim lifði
aðeins yngsta bamið sem var sonurinn
Friðrik. Daginn sem Magnús var jarðaður
hljóp aurskriða á Látrabæinn, svo að flytja
varð byggðina. Upp úr því myndaðist
þéttbýliskjaminn í Látrabrekkunni sem
síðar varð tjölmennasta og öflugasta
útgerðarstöð hreppsins um árabil.
Ekkjan Guðrún Friðriksdóttir byggði
upp úti í brekkunni og nefndist bærinn
Látranes, en yfirleitt bara Nes. Hún
giftist aftur og hét sá Þorkell ísleifsson,
Kjartan T.
Olafsson
Minningar frá
Látrum í
Aðalvík
66 Heima er bezt