Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 19
ekkjumaður með fimm böm. Þau Guðrún
og Þorkell eignuðust þrjú böm, svo að
eitthvað munu erfðamálin hafa verið
skrýtin, þegar tímar liðu.
Látrabrekkan er gamall og snarbrattur
sjávarkambur, um 50-60 metra hár.
Neðan þessarar brekku er ijaran, sem
mjókkar sífellt vegna ágangs sjávar og
kannski hækkandi sjávarborðs vegna
loftlagsbreytinga. Við sjóinn var útgerðin
og þar stóðu mörg hús, beitingaskúrar
og fískverkunarhús til aðgerðar, söltunar
og herslu. Einnig vom þar verbúðir sem
stundum var búið í al!t árið. Þessi byggð á
kambinum var tvískipt. Við ytrisjóinn, sem
var beint fyrir neðan Nesbæinn, var meiri
byggð og fleiri hús. En við heimasjóinn
voru húsin færri, enda snjóþyngra þar.
Þar vom geymsluhús fyrir vömr og fleira,
enda stutt upp í verslunina sem stóð þar
uppi ábrekkunni.
Látrabrekkan má heita næstum jafhhá
á nokkur hundrað metra kafla. Þar standa
tvær grænar tóttir. Frá Innri-Grænutótt
lækkar brekkan inn að Naustabala, en frá
Ytri-Grænutótt lækkar hún líka og skiptist
raunar í tvær brekkur. Neðri brekkan
myndar undirlendi fyrir Nesbæinn, en
efri brekkan undirlendi fyrir byggðina
meðfram fjallinu og inn undir Skriðu.
Ut úr brekkunni fyrir neðan Ytri-
Grænutótt kemur tær og fallegur lækur
sem kallast Engelskur. Þar tóku erlendir
sjómenn vatn í tunnur og mun lækurinn
draga nafn af því. Foreldrar mínir áttu lengi
heima á Látmm, en árið 1935 fluttust þau
á prestsetursjörðina Stað. Þá urðu mikil
umskipti i lífí mínu og við þau tímamót
miða ég það sem á eftir kemur, þó með
ýmsum innskotum og útskotum.
Þegar komið er í Látranes sem stendur
ofan við ystu sjávarhúsin er brekkan ekki
há og gatan ffá sjávarhúsunum liggur
upp að bænum. Þar bjó lengi Friðrik
Magnússon, útvegsbóndi, og sonur hans
var Gunnar Friðriksson, sá sem fluttist
til Reykjavíkur og var, meðal annars,
forseti Slysavamafélags íslands í 22 ár
samfleytt. Þegar nýtt björgunarskip kom
til ísafjarðar sumarið 1997 var það skírt
Gunnar Friðriksson. Þannig hittist þá á að
fyrsta björgunarferð skipsins var norður í
Aðalvík til að draga á flot bát sem strandað
hafði á sandinum á Látrum og tókst að
bjarga honum óskemmdum.
Kirkjan á Stað í Aðalvík. Þar þjón-
aði m.a. séra Snorri Björnsson um
miðja 18. öld, síðar á Húsafelli.
A Látranesi var jafhan mikil gestanauð
á fyrri tíð og aldrei talið eftir að sinna
fólki sem að garði bar. Þá ól Friðrik upp
fósturböm, bæði skyld og vandalaus. Hann
missti tvo syni sína í sjóinn árið 1924
og kann það að hafa stuðlað að áhuga
Gunnars á slysavamamálum.
Á sjávarbakkanum nokkuð fyrir utan
Nesbæinn byggði Kjartan Finnbogason
frá Effi-Miðvík sér hús. Hann var kvæntur
Magdalenu Brynjólfsdóttur, systur fyrstu
konu Friðriks Magnússonar, og áttu þau
sex böm. Kjartan féll frá árið 1924. Eftir
að Jósef Hermannsson á Atlastöðum missti
konu sína fór Magdalena til hans sem
ráðskona og seldi þá Vagni Jónssyni húsið.
Kona hans var Jakobína Hallvarðsdóttir
og áttu þau níu böm. Vagn fluttist síðastur
manna úr Sléttuhreppi haustið 1952 og
þá til Hnífsdals.
Fyrir ofan Vagnshús er Ystibær sem
stundum var kallaður Hrakningur. Að
þeirri nafhgift er saga á þessa leið:
Þau tvö hús sem eftir standa af
útgerðarþorpinu á Látrum heita
Jaðar, til vinstri á myndinni, og
Hamar (Olafshús), til hægri.
Guðrúnar í Látranesi, var kvæntur Kristínu
Hermannsdóttur ffá Sléttu, en hún var
hálfsystir Magnúsar, fyrri manns Guðrúnar
í Látranesi. Sonur þeirra Kristínar og
Hermanns var Jósef Hermannsson, síðar
bóndi á Atlastöðum. Þeir feðgar fengu
að byggja kofa á Naustabala, en það
land var í eigu Hannesar á Iðavöllum.
Þá varð Jósef það á að eignast bam
með heimasætunni á Iðavöllum, Pálínu
Hannesdóttur. Hún átti að giftast ffænda
sínum, Guðmundi Sigurðssyni kennara,
en þau vora systkinaböm. Guðmundur
var tilbúinn að gangast við baminu, ef
Jósef viðurkenndi opinberlega að hafa
ekki komið nálægt stúlkunni, en því
hafhaði hann. Út af þessu urðu nokkur
réttarhöld og sagt er að Jósef hafi verið
settur í stofúfangelsi um tíma, en hann
lét sig ekki. Þeim feðgum var þá úthýst
af Naustabala og fengu að færa kofa sinn
þangað sem Y stibær stendur nú og þaðan
er Hrakningsnafnið komið. Þetta gerðist
1903, en 1906 keypti Jósefhálfa Atlastaði á
móti Júlíusi Geirmundssyni. í framhaldi af
því eignaðist Friðrik Finnbogason Ystabæ
og bjó þar með sina stóm fjölskyldu til
1941, er hann fluttist til Akureyrar.
Þau hjón, Friðrik og Þómnn, áttu 17
böm og komust 14 til fullorðins ára. Að
auki ólu þau upp Kristbjöm, dótturson
sinn.
Hermann Guðmundsson, hálfbróðir
En nú fæmm við okkur upp á effi
brekkuna. Upp af Ystabæ, undir
Heima er bezt 67