Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 20
fjallsrótunum, er hús sem heitir Sólvellir. Það byggði Ami Þorkelsson 1914 með aðstoð bræðra sinna, Friðriks í Nesi, hálfbróður í móðurætt og eiganda landsins, og Sigurðar, hálfbróður í föðurætt, sem munu hafa stutt hann verulega. Ami kom með fjölskyldu sína vegalaus af Suðurlandi og munu þeir bræður hafa greitt farið fyrir þau vestur. Þegar þau svo fluttu í Skáladal 1929, keypti Guðmundur Flalldórsson af þeim húsið og bjó þar uns hann fluttist til Bolungavíkur. Þau hjón áttu sex böm. Bjami Dósóþeusson fékk að byggja sér hús utarlega í Nestúninu 1914, en hafði áður búið í Görðum í Vestur-Aðalvík. Árið 1932 mun hann svo hafa flutt í Halldóruhús uppi á brekkunni og verið þar til 1934, er hann fluttist til sonar síns, Guðmundar Rósa, í nýbyggt steinhús. Næst fyrir innan Sólvelli kom Jaðar. Þar bjó ekkjan eftir Benedikt Þeófilusson, Þórkatla Þórkelsdóttir og fjögur uppkomin böm hennar. Einn son missti hún í sjóinn 1924. Hún ól upp Sigríði Aðalsteinsdóttur, dótturdóttur Friðriks Magnússonar, stjúpbróður síns. Einnig var þar til húsa Þórður Kárason, gamall maður og haltur. Um hann er til huldufólkssaga í þjóðsögustíl. Innan Jaðars var dálítill torfkofi, Jóelshús, í eigu Flermanns Jakobssonar, uppeldissonar Jóels Snorrasonar. Þar bjuggu systkinin Margrét og Hermann Friðriksböm. Hjá þeim ólst upp Júdít Júlíusdóttir úr Fljótavík. Lítill lækur rann milli Jóelskofa og Olafshúss. Það hús heitir raunar Hamar, enda beint niður undan Svarthömrum. Guðni Jósteinsson mun hafa fengið að byggja þama árið 1906, en hann tók þá í fóstur Pálínu, komunga dóttur Friðriks Magnússonar sem misst hafði aðra konu sína skömmu eftir bamsburð. Sonur Guðna var Sölvi, lærður smiður frá Noregi sem seinna fluttist til Kanada. Grindin í húsinu var gerð úr rekaviði frá Pálma bónda í Rekavík, en annað efni keypt að. Kristján, sonur Guðna, eignaðist svo þriðjung hússins, ytri endann og byggði við það skúr, þar sem hann hafði eldhús og geymslur. Þegar Guðni dó 1917, keypti faðir minn, Ólafúr Helgi Hjálmarsson, þann hluta hússins. Hann lét síðar gera við það, endumýjaði norðurgaflinn og setti á það kvist. Það verk unnu þeir Albert Kristjánsson og Sigurður Bjamason, Séra Sigurður Einarsson í Holti, fyrir altari í Staðarkirkju, þar sem hann söng messu sumarið 1965. báðir lærðir smiðir og Aðalvíkingar. Ólafúr fluttist aftur í þetta hús, eftir að hafa búið í fímm ár á Stað og dvalið síðan sumarlangt í Skáladal og einn vetur í Steinhúsi. Þá breytti hann ýmsu innanhúss og byggði við það stærra anddyri. Var það til verulegra bóta. Næst fyrir innan Ólafshús bjó Jón Hjálmarsson. Hann missti konu sína 1921. Hjá honum bjó Guðrún, dóttir hans, og hennar maður, Finnbogi Friðriksson og fímm böm þeirra. Svo kom hús sem Halldóra Guðnadóttir hafði búið í, áður en hún fór í Stakkadal með sonum sínum uppkomnum. I það hús fluttist Bjami Dósóþeusson sem áður hafði búið í Bjamabæ í Nestúni. Því næst kom hús Áma Gíslasonar, en hann fluttist með Hermanni, syni sínum, að Effi-Miðvík um þetta leyti. Nú er röðin komin að Húsatúni, þar sem Friðrik Geirmundsson bjó með fjölskyldu sinni. Hann var sjómaður sem gerði út trillu í mörg ár og var farsæll. Þar fyrir innan og ofan var skúrbygging, þar sem Ámi Amfmnsson bjó í mörg ár. Kona hans var Jasína Guðleifsdóttir úr Grunnavíkurhreppi. Þau áttu 13 böm og hún eitt áður. Mörg bamanna ólust upp hjá vandalausum. Þegar Ámi fluttist til ísafjarðar 1940, keypti Guðmundur Rósi skúrinn. Hann flutti hann á gmnn nokkuð fyrir utan Húsatún, byggði við hann og nefndist það síðan Urðarhús. Nú emm við komin á byggðarenda á Látrum, þar sem bærinn stóð upphaflega og skriðan féll á 1878. Þar heitir Skriða og þar bjó Sigurður Þorkelsson, dugnaðarbóndi og sjómaður. Hann hafði ungur misst hægri hönd, þegar hann var að hreinsa byssu. Engu að síður gekk hann til allra starfa á sjó og landi og hlífði sér í engu. Niður undan Skriðu byggði Ágúst Pétursson, tengdasonur Sigurðar, sér hús og fékk tún út úr Skriðulandi. Nú fömm við út brekkuna aftur og komum þá að grónu býli á Iðavöllum. Þar bjó áður útvegsbóndinn Hannes Sigurðsson. Seinna bjó þar dótturdóttir hans, Brynhildur Jósefsdóttir, og seinni maður hennar, Ólafúr Friðriksson, búfræðingur og aðfluttur af Norðurlandi. Hannes átti nokkur böm og ijögur fósturböm. Bergmundur, fóstursonur Hannesar, byggði sér hús nokkuð fyrir neðan Iðavelli. Hann var verslunarskólagenginn og vann ýmis störf fyrir sveitarfélagið, auk þess sem hann var símstjóri, oddviti og fleira. Nú bregðum við okkur niður á Naustabala. Þar lékum við okkur oft, A myndinni sést mótafyrir byggingum á Skorarfjalli á Straumnesi. Ameríkumenn reistu þar mikil hús yfir radarstöð, sem þó tók aldrei til starfa. 68 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.