Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 26

Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 26
f St. Romanus H 223 Enskir togarasjómenn á togara, kannski ekki fjarri þeim stað þar sem brakið fannst úr Romanusi. Arið er 1968, janúarmánuður. Leikritið Músagildran eftir Agatha Christie var á sínu sextánda ári í Ambassador leikhúsinu í London. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar ásamt Þuríði Sigurðardóttir og Vilhjálmi Vilhjálmssyni spiluðu og sungu á Röðli og Sextett Jóns Sigurðssonar í Þórskaffi. Eg er þrítugur (10 árumyngri en Slysavarnafélag Islands), fyrsti stýrimaður á Bv. Karlsefni firá Reykjavík. Með hinum ágæta og mér kœra skipstjóra, Halldóri Inga Hallgrímssyni. Var tímabundið að leysa af annan öndvegismann, Þorvald Stefánsson, sem ekki lengur er meðal vor. Kem betur að okkur Halldóri Inga síðar. ■ann 10 janúar á árdegisdagsflóðinu lögðu 2 togarar af stað ffá Hull. Þetta voru þeir St. Romanus H223, m undir St.jóm Jimmy Wheeldon, 26 ára og Kingston Peridot H591, undir Stjórn Raymond Wilson 33 ára. St. Romanus var byggður hjá Cook Welton & Gemmell Beverley fyrir NV Motorvisserij, í Ostend í Belgíu og hlaut nafnið Van Dyck 0298. Hann hljóp af St.okkunum fyrsta júlí 1950. Sjötta mars 1964 var hann seldur ef'tir gagngera viðgerð til Thomas Hamling & Co Ltd í Hull og hlaut nafnið St. Romanus H223. St. Romanus þótti ekki gott skip og hafði faðir Wheeldon meðal annars verið þar skipstjóri en hætt skipstjóm eftir fyrstu ferð. Skipið þótti bæði lélegt sjóskip og í mjög slæmu ástandi. Vanir togarasjómenn fóm yfirleitt ekki nema eina ferð á skipinu. Skipstjóri að nafni Ellis, (ég er þó ekki alveg klár á því hvort Ellis þessi var faðir Jimmy Weeldon. I þeirn gögnum sem ég hef undir höndum er talað um „Skipper Ellis“ en Englendingar nota yfírleitt, þó ekki alltaf, eflimafn manna), gefur skýrslu 1967 og lýsir mjög lélegu ástandi skipsins, t. d. lekum íbúðum, vandræðum með rafala fyrir vindur (auðskilið þegar kannski talað er um lekt dekkshús) og fl. og fl. Og ég gef „skipper“ Ellis orðið: „Líkt og fyrri skipstjórar komst hann að raun um að skipið var aflvana, sem varð til þess að það var þungt og tafsamt að hala inn trollið. Skipið lét heldur ekki vel að stjóm, lágt að framan og ekki með rétta kjölfestu. Þetta gerði það að verkum að það tók sjó inn á sig í stað þess að ef það hefði verið með rétta kjölfestu þá hefði það stungið sér í gegnum öldumar. Skortur á vélarafli varð til þess að erfitt var að keyra skipið upp úr áföllum, sem aftur á móti var mjög auðvelt að gera á systurskipi þess, St. Achilleus.“ Utgerðin virðist ekki hafa haft mikinn áhuga á að halda skipinu vel til haga. Og í enskum heimildum um skipið segir m. a: „Eftir að hafa skrifað langa skýrslu um galla skipsins, þegar Ólafur Ragnarsson 1A Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.