Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 28
skipsins, Geir G. Zoéga um borð. Hann þvertekur fyrir að íslenski kokkurinn sé ráðinn. Good verði eftir en það sé maður úti í Englandi sem bíði bara fars til Islands og sé ráðinn kokkur. Wilson skipstjóri geti strax látið úr höffi og tekið síðan nýja kokkinn á Isafírði. Skipið lét svo úr höfn kokklaust í bili. Svo sérkennilega vildi til að þegar Harry Rice, hinn nýi kokkur, flýgur ffá Reykjavík til Isafjarðar, situr hann við hliðina á hinu þekkta Slysavamarfélagsmanni og erindreka þess félags til margra ára, Hannesi Þ. Hafstein. Þeir sitja aftast í vélinni, spjölluðu saman á leiðinni og sagðist Rice vera að fara í veg fyrir Kingston Peridot á ísafirði. Maðurinn sat við gluggann og þegar flugvélin var í aðflugi sá Hannes togarann við bryggju og benti manninum á hann og sagði honum að þama væri skipið hans komió inn og lægi við bryggju. Maðurinn teygði sig yfir Hannes til þess að horfa út um gluggann. „Ég man alltaf þegar hann settist aftur í sæti sitt og varð litið út um gluggann sín megin, þá hrökk hann við því honum fannst sem að vængur flugvélarinnar væri að snerta fjallshlíðina,“ sagði Hannes frá seinna. Og hann sagði ennfremur: „Þegar við kvöddumst með virktum á flugvellinum, hvarflaði það ekki að mér að nokkmm dögum seinna yrði ég önnum kafínn við leit að togaranum sem maðurinn var að fara á.“ Kingston Peridot hafði samband við útgerðina 16. janúar og síðan með hinar ákveðnu upplýsingar einu sinni á dag, þar til 25. janúar að síðasta skeytið kom: „Emm að veiðum við norðurströndina. Staðarákvörðun 66°42'N og 22°15'V.“ Það skal tekið fram að Kingston Pridod hafði loftskeyt- amann. Laust fyrir hádegi 26. janúar hafði Wilson skipstjóri á Kingston Peridod samband við kollega sinn á togaranum Kingston Sardius frá sömu útgerð, en sá togari var að veiðum út af Langanesi. Kvaðst Wilson skipstjóri hafa verið að veiðum á norðaustur homi Skagagrunns og hefði nú rifið vörpuna og ákveðið að ganga frá henni og gera sjóklárt þar sem veður færi versnandi. Skipstjórinn á Kingston Sardius kvað veður hjá sér vera gott. Sagðist þá Wilson ætla að koma þangað austur. Ræddust skipstjóramir við í um hálftíma og að því loknu tóku loftskeytamennimir á skipunum tal saman en þeir þekktust vel. Töluðu þeir saman í um 20 mínútur. I lok samtalsins sagði loftskeytamaður Kingston Peridot að komið væri vitlaust veður og töluverð ísing. Veður tók brátt að versna á þeim slóðum sem Kingston Sardius var á og undir kvöld ákvað skipstjórinn að hætta veiðum og tilkynnti loftskeytamanni sínu það kl 19:45. Loftskeytamaðurinn reyndi strax að ná í Kingston Peridot en án árangurs. Reyndi hann áfram allt að kl 01:00 og fylgdist skipstjóri hans með þessum tilraunum og töldu þeir að ísing heföi sest á loftnet Kingston Peridot og slitið þau. Um miðjan dag sendi útgerð Hellyers Brothers skeyti til þriggja skipa sinna út af löndun. þeirra. Wickradio kom þessum skilaboðum til tveggja skipanna en Kingston Peridot svaraði ekki. Strax að morgni 26. janúar reyndi loftskeytamaður Kingston Sardius að ná sambandi við Kingston Peridot en án nokkurs árangurs og um 11 leytið sendi hann útgerðinni sitt daglega skeyti með staðsetningu og skýrir frá auknum veðurham. Einnig segir Nýleg mynd af Víkingi III sem nú heitir Valberg II VE. hann í skeytinu að hann hafí verið að reyna að ná í Kingston Peridot frá því deginum áður en án árangurs. Fleiri skip slógust nú í þann hóp sem reyndi að ná sambandi við togarann. Þar á meðal var Boston Wheelsby og Kingston Andalusite (sá togari strandaði síðar þetta sama ár við Isafjörð, að ég held). En allt án árangurs. Nú víkur sögunni til Islands. A blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. janúar 1968, er stór fyrirsögn þar sem segir „Þúsundir fúgla drepast í olíu á Axarfirði.“ Og í undirfyrirsögn: „Gúmmíbát rak í gær við Einarsstaði. Slysavamarfélaginu ekki kunnugt um skipstapa." Morgunblaðið náði tali af Halldóri Gunnarssyni bónda á Einarsstöðum sem sagði m. a.: „Ég fann bátinn og dró hann upp í fjöruna svo hann færi ekki aftur í sjóinn. Hann er svartur og virðist yfir honum rauð ábreiða sem er nokkuð rifin, einnig er einhver blár litur á henni. Við bátinn er fest einhverskonar málmhylki í gúmmíhólk og á það er m. a. skráð A 9017ISSUE 6 og ennffemur XERIAL. Þá var rauðbrún bót á bátnum sem virtist sjálflýsandi og á henni er máð letur og gat ég greint stafina XED.“ Síðan heldur blaðið áfram að lýsa fúgladauðanum og veltir fyrir sér ástæðunni. A baksíðu blaðsins daginn eftir er fyrirsögn prentuð með stærðar letri: „Talið að enskur togari hafi farist út af Axarfirði með 20 mönnum.“ Og undirfyrirsögn: „Okjör af fugli drepast í olíu. Gúmmíbáturinn sem fannst í fyrradag er úr togaranum. Bjarghringar fúndust í gær.“ í Englandi haföi skrifstofa Mutual Insurance Society í Hull haft samband við Hellyers og greint ffá því að umboðsmaður Lloyds tryggingarfélagsins í Reykjavík hafi haft samband og greint ffá því að blöðin í Reykjavík skýrðu ffá mikilli olíubrák við Axarfjörð og að þar heföi fúndist rekinn mannlaus gúmmíbátur. Vöknuðu strax grunsemdir um að báturinn kynni vera af Kingston Peridot. Og brátt kom í ljós að gmnurinn átti við rök að styðjast. Var 76 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.