Heima er bezt - 01.02.2009, Side 29
Lillian Bilocca.
nú umfangsmikil leit sett í gang.
Mörg skip og bátar tóku þátt í
henni þrátt fyrir að veður enn væri
vont veður. Mjög slæm skilyrði til
leitar vom við Mánareyjar enda
foráttubrim við eyjamar. Þá bámst
þær fréttir að á fjörum skammt
frá bænum Skógum hefði fundist
ýmislegt rekið úr skipinu. M. a. 3
björgunarhringir, 2 brúsar með
blysum til merkjagjafar og fl.
A öfhistu síðu Morgunblaðsins
(þar vom yfirleitt innlendar
fféttir) stóð meðal annars með
feitletraði fyrirsögn:
„Tel allt benda til að togarinn
hafi farist á Brekanum,“ og
síðan með aðeins smærra letri:
„segir Guðmundur Halldórsson
formaður björgunarsveita
Slysavamafélags fslands á
Tjömesi.“
I greininni segir hann m. a.
„Eftir þeim upplýsingum
sem ég hef fengið er ég ekki í vafa um að togarinn hefur farist
á Brekanum," og síðar: „Lendi skip á Breka þessum í svona
veðri, er engin von til að nokkur verði til frásagnar. Fullvíst má
telja að skipið hafi borið að mjög óvænt og það brotnað þegar.
Hefði skipið farist vegna ísingar eða vegna áfalls á djúpsævi
em engar líkur til að olían hefði streymt uppá yfirborðið svo
að nokkm næmi.“
Þama lýkur frá sögn blaðsins. 4-5 skip munu hafa farist á
þessum slóðum (Skv. bók Steinars J Lúðvíkssonar „Þrautgóðir
á raunastund“, 1985) þ. á. M. frönsk skúta og togarinn Julianne,
sem talið var að farist hafi á þessum slóðum 1934.
En hvað um það, aldrei upplýstist hvort Kingston Peridot
steytti á Mánárbrekanum eða ekki. Leitinni var formlega hætt
3. febrúar 1968, en þá höfðu t. d. varðskipsmenn komist í land
á Lágey og rannsakað hvað olli miklu hrafnageri á eyjunni. En
ekkert markvert fannst.
Nú víkur sögunni að okkur Halldóri Inga Hallgrímssyni. Eins
og ég sagði var ég fyrsti stýrimaður á B.v. Karlseini undir stjóm
Halldórs Inga. Seinnipart janúar vomm við að veiðum út af
Vestfjörðum. Veðurfarið var rysjótt en þó höfðum við það af
að tutla nógu upp í dallinn til að sigla með. Voram við svo
á leið til Reykjavíkur. Þá dettur Inga í hug að taka eitt hol á
Eldeyjarbankanum. Gefúr hann mér fyrirmæli um það. Svo
stýri ég að þeim stað svona nokkum veginn þangað sem hann
hafði gefíð fyrirmæli um. Ingi kom upp þegar ég stoppaði en
fannst við vera á ffekar gráu svæði hvað landhelgina varðaði en
það gæti ekki skeikað svo miklu og átti ég bara að toga mig út í
öryggið. Við sáum skip ekki svo mjög langt frá okkur. Töldum
við þetta vera fiskibát því hann sýndi okkur bara eitt toppljós
og hliðarljós. Svo köstum við.
Þegar við emm að taka í blökkina emm við þá ekki allt í einu
Ross Cleveland.
„baðaðir" í ljósum. Þama er þá á ferðinni varðskipið Óðinn.
Hann skipar okkur að hífa sem við og gerðum. Koma þeir
svo og sækja Halldór Inga. Leið góður tími áður en þeir koma
með hann til baka og segir hann mér að málið sé í athugun á
“„æðri stöðum“ og ættum við að bíða fyrirmæla. Um einum
klukkutíma sinna komu svo boðin, um að við mættum bara fara
okkar leið, það yrði ekkert gert, við hefðum verið alveg á línunni
en fengjum að njóta vafans. Héldum við nú til Reykjavíkur en
Óðinn hélt á norður eftir.
Þegar við emm svo að nálgast Vestmannaeyjar eftir viðkomu
í Reykjavík, skellur á fárviðrið mannskæða þegar m/b Heiðrún
IS fórst og Ross Cleveland hvolfdi og Notts County strandaði,
en það gerðist allt í Isafjarðardjúpinu. Varðskipsmönnum af
Óðni tókst með harðfylgi að bjarga 18 af 19 manna áhöfh Notts
County, einn var dáinn af vosbúð er varðskipamenn komust út
í flakið. Mönnum sem heyrðu síðasta kall Phil Gay skipstjóra
á Cleveland munu minnisstæð orð hans:
„Við emm að leggjast á hliðina. Við emm að farast. Hjálpið
mér. Ég er að farast. Sendið ástarkveðjur mínar og áhafharinnar
til eiginkvenna okkar og fjölskyldna.“
Með Ross Cleveland fómst 18 menn en einn bjargaðist. Maður
getur ekki annað en leitt hugann að því ef Óðinn hefði staðið
okkur að landhelgisbroti og farið með okkur til Reykjavíkur,
hvar hann hefði þá verið staddur er Notts County strandaði!
En eftir allar þessar hönnungar risu sjómannskonumar í Hull
upp og kröfðust úrbóta á nánast öllu er viðkom togarasjómennsku
í Englandi.
Þau ár sem eftir lifðu með enska togara hér við land vom að
mestu mannskaðalaus fyrir þá og mátti þakka það sennilega
að stómm hluta kröfúm kvennanna sem fengu miklar úrbætur
í gegn.
Það er athyglisvert að sú kona sem mest hafði sig í frammi
Lillian Bilocca, var gift 2. vélstjóra á flutningaskipi og hafði
ekki um sárt að binda hvað þessi sjóslys varðaði. Þetta finnst
mér segja okkur sjómönnum töluvert mikla sögu og vera til
eftirbreytni.
Heima er bezt 77