Heima er bezt - 01.02.2009, Síða 31
Þetta orti Dagbjartur til 18 ára stúlku:
Blítt ogfallegt bros þitt er
að biðli ertu að leita.
Guð mun einhvern gefa þér
og gœfu mikla veita.
I nafni ungrar stúlku yrkir landpósturinn fagurlega:
Eg er ung og ástfangin,
enginn mín þá biður.
Finnst mér þung þau forlögin,
að finna ei vin, sem styður.
Gamansemi bregður fyrir í kveðskap landpóstsins:
Svaf hjá frúnni í sœlli ró;
sóttist eftir meira þó,
Illugi barði, en Adam sló,
af því fengu báðir nóg.
A Grund í Reykjavík dvaldist Dagbjartur eitthvað. Hann
ber heimilinu vel söguna og forstöðu þess:
Forstjórinn á fyrstu Grund
flytur rœður snjallar,
einarður á alla lund,
elskar blómin vallar.
A Grund er gott að vera,
Gísli afhugsjón ríkur.
Hér vil ég beinin bera,
þar til yfir lýkur.
Að lokum er kveðja til Patreksijarðarkirkju:
Eg kveð mína kirkju með klökkum róm,
og kem kannski brátt fyrir œðri dóm.
Ég trúi á krossinn og Krists míns blóð,
krossinn, sem fyrir öldum á Golgata stóð.
Ég hefi kynnt vísur og erindi eftir Dagbjart Björgvin,
valin úr ljóðasafni hans „Ur tösku landpóstsins“.
Dægurljóð
Þegar þetta hefti berst ykkur í hendur, mun vetrarmánuðurinn
þorri vera langt genginn. Það er stutt frá jólum til þorra
gamla. Lífið væri ansi snautt, ef ekki væru til ýmsir tyllidagar.
Fremur lítið var um slíka daga í mínum uppvexti. Helsta
tilbreytingin var er blöðin komu, sem gerðist á hálfsmánaðar
fresti. Þá voru blaðapakkarnir rifnir upp í snatri og tekið
til við að lesa fréttir
og annað efni. Nú þurfum við að fá fréttir úr ijölmiðlum
oft á dag.
Ég átti heima um fimmtán ára skeið á stað sem nefnist
Þykkvibær. Þar var þá rekin margvísleg starfsemi og stofnanir
starfræktar. Nú er svo komið að verslun er aðeins í tveimur
þéttbýlisstöðum sýslunnar (Rangárvallasýslu), á Hellu og
Hvolsvelli. Skólar eru starfræktir á þremur stöðum, bömum
ekið langar leiðir. Eitt er þó eftir í sveitunum, það em hinar
árlega miðsvetrarskemmtanir, sem nefnast þorrablót. Þá
safnast fólk saman og skemmtir sér ómælt.
Hér á eftir læt ég nægja að birta ljóð, sem ég orti fyrir
þorrablótið á fyrmefndum stað árið 1973. Það skal fram
tekið, að hér er eingöngu um almennt efni að ræða, en
persónulegt látið eiga sig. Og þá er bezt að drífa sig í að
birta þennan þorrabrag, sem var einn af sextán er ég flutti
sveitungum mínum um jafh langt árabil.
Þorrablót í Þykkvabæ.
Lag: Lína langsokkur
Viðlag:
Þorrablótið þetta
í Þykkvabænum fáum gist.
Við neytum nægra rétta
og njótum þeirra af lyst.
A þorrablótið þjóta
menn - þess er gott að njóta.
Mörg sést máluð Tóta
og mjög vel klæddur sveinn.
Og karlar syngja afkæti,
sér kunna ekki læti.
Nóg er nú um œti
og nokkuð kjarngott öl.
I sal er víða setið
við sumbl - og mikið étið.
Hákarl, hangiketið
er hnossgæti - sem fyrr.
Nú er Bakkus karl í blóði;
nú er bezt að syngja af móði,
hægt með hýrufljóði
að halda út á gólf.
Við syngjum hérna saman;
það er svakalega gaman.
Ofan, aftan, framan
við erum glöð og hress.
Nú er hiti í hraustum rekkum
uppi' í háum andans brekkum.
Johnnie Walker drekkum,
þó aó dýr sé mjöðurinn.
Heima er bezt 79