Heima er bezt - 01.02.2009, Qupperneq 38
Ef til vill gat þó spjall hans við gesti og
gangandi tafið eitthvað fyrir honum við
bústörfm, en sérstaklega fannst mér
mikið til þess koma hvað hann var mikill
sláttumaður. Ævinlega flugbeit ljárinn hans,
enda fannst mér afköst hans, þegar kom að
engjaslætti, með ólíkindum. Ég hafði lært
ljóðið Sláttuvísa eftir Jónas Hallgrímsson
utanað, veturinn áður í bamaskólanum,
og stundum fannst mér eins og Jónas
hefði ort ljóðið um Böðvar:
Fellur vel á velli
verkið karli sterkum
syngur enn á engi
eggjuð spík og rýkur
grasið grœnt á mosa,
grundin þýtur undir,
blómin bíða dóminn,
bítur Ijár í skára.
Glymur Ijárinn, gaman!
Grundin þýtur undir, o.s.frv.
Það var mikið heyjað á útengi þetta
sumar. Úthaginn var vel sprottinn.
Gömlu mennimir sögðust ekki muna
eftir öðmm eins grasvexti og nú væri
í mýrinni sunnan túngirðingar. Það var
mikil seigla í þeim gömlu og samheldni
mikil meðal fólksins við heyskapinn, enda
var staðið sameiginlega að honum þó
búin væm tvö. Mér fannst gaman að rifja
flekki með þeim gamla Jóni og Eggerti og
hlýða á kjammikið tal þeirra og stundum
góðlátlegt þras. Að jafnaði var gott þeirra
í millum. Man ég þó að eitt sinn varð
þeim sundurorða, en ég vissi ekki grannt
hvert tilefnið var. Gamli Jón reiddist og
henti ífá sér hrífunni og brotnaði skaffið,
gekk svo úr flekknum og settist flötum
beinum bak við hlöðuvegginn sinn. Að
stundu liðinni sótti hann brotnu hrífuna,
kom svo aftur í flekkinn, gekk til mín,
hélt á brotnu hrífunni og sagði:
„Hlauptu nú eins og píla með þetta
benvíti og náðu í hrífúna þá ama sem
stendur upp við skemmuvegginn. Ég held
það sé meiri töggur í henni en í þessum
andskota sem þú skalt skilja eftir á sama
stað,“ og rétti mér brotnu hrífúna.
Ég lét ekki segja mér það tvisvar - og
málið leystist í snatri.
Hólmamir í Miðfjarðará, skammt
sunnan áróssins, em sléttur og grösugur
Jón Eiríksson bóndi á Svertings-
stöðum.
úthagi. Einn þeirra kallast Óshólmi og
er í landareign Stóra-Óss. Þegar lokið
var heyskap í mýrinni fóra Böðvar og
Guðmundur niður í Óshólma og hófu
sláttinn. Þeim sóttist vel og létu sér fátt um
finnast þótt þurrt væri í rótina og oft þyrfti
að brýna. Guðmundur var útsjónarsamur
og laginn við allt sem einhvem keim
bar af tækni eða var teknískt. Hann var
kominn á ffemsta hlunn með að flytja
sláttuvélina niður í Hólmann, en ekki
þóttu tiltök til þess eins og í pottinn var
búið. Guðmundur, sem gekk alltaf undir
nafninu Mundi, hafði slegið allt túnið með
vélinni og hafði góða stjóm á hestunum
og gætti þess að ofgera þeim ekki, en hann
var mjög stríðinn og hafði mikið yndi af
útúrsnúningum og fannst mér það beinast
sérstaklega að mér. í þessum efnum þótti
mér hann bæði naskur og natinn og fannst
mér stundum nóg um. En núna, áratugum
seinna, kann ég honum þakkir fyrir því
að þetta örvaði mig til umhugsunar og
varkámi í orðum
Heyskapur er meira en að slá. Þegar
gras er komið í ljá, eins og sagt er, þá
var venjan að raka ljána í flekki og það
var eins með það og annað á þessum
tíma að verkaskiptingin milli kynjanna
var skýr: konur rökuðu, karlar slógu, en
konur, karlar og krakkar rifjuðu flekkina
eftir aðstæðum hverju sinni, en það var
Kona Jóns Eiríkssonar, Hólmfríður
Bjarnadóttir húsmóðir, bónda og
sjómanns í Túni í Flóa, Eiríkssonar.
gert til að heyið yrði jafnþurrt og til að
koma í veg fyrir blotlýjur við rót grassins
í dældum á túni og engi.
Þegar grasið var orðið þurrt að nokkra
var það tekið saman í föng, ef menn
óttuðust veðurbreytingu, en væri það
orðið nægilega þurrt eða mátulegt var
því hlaðið upp í galta og látið bíða þar
til tækifæri gafst til að binda það í sátur
sem svo vora fluttar til bæjar á klökkum
og hlaðið upp í fúlgur..
Þegar kom að því að flytja heyið úr
hólmanum, heyrði ég að kaupakonumar
pískra um að ekki væri vit í að láta strákinn
fara einan í milli með heybandslestina;
höfðu þær vissulega á réttu að standa.
Þær kaupakonur vora systur tvær ffá
Bergsstöðum á Vatnsnesi, Fanney og
Ingibjörg, hinar viðfelldnustu stúlkur,
en stóðu stutt við. Svo liðu dagar og það
voru bjartir og sólríkir ágústdagar, og þótti
öllum tilbreyting í að stunda heyskap niðri
í Hólma. Og þar var ekki slegið slöku við
því að mönnum stóð ógn af höfúðdeginum
og töldu nánast víst, effir svo sólríkt og
gott sumar, að þá myndi hann leggjast í
óþurrk og rigningar. Öllum heyskap yrði
því að vera lokið áður en sá örlagaríki
dagur rynni upp.
Og nú var hugað að reiðingum,
klifberam, gjörðum og öðra því sem
þarfnaðist á heybandslest. Hestar, vanir
86 Heima er bezt