Heima er bezt - 01.02.2009, Blaðsíða 41
við þá og bauð þeim til sín. Höfðu þeir vetursetu í góðu
yfirlæti hjá honum á Hvanneyri. Um vorið héldu þeir upp
eftir Norðurárdal og yfír Holtavörðuheiði. Þaðan komu
þeir niður í fjörð einn, þar sem tveir hrútar urðu á vegi
þeirra og nefndu þeir ijörðinn því Hrútaíjörð. í því gerði
á þá dimma þoku. Er henni létti komu þeir á eyri eina
og fundu þar planka eða borð nýrekið. Ingimundur skírði
eyrina Borðeyri svo sem hún hefur síðan heitið. En áfram
var haldið norður um héruð þar til þeir komu í dal einn
víði vaxinn. Þann dal nefndi Ingimundur Víðidal og með
því að komið var haust ákvað hann að ekki skyldi lengra
haldið að sinni. Gerðu þeir sér skála á Ingimundarholti og
höfðu þar vetursetu.
Trúlega hafa verið talsverð snjóalög hjá þeim í Víðidal,
en þegar leið á vetur sáu Ingimundur og menn hans snjólaus
fjöll í landsuðri og hófu þá nýja flutninga. Brátt komu
leiðangursmenn í Vatnsdalshóla og hugðust fara inn eftir
dalnum. En sunnan í hólunum varð að nema staðar, því að
þar ól Vigdís, kona Ingimundar, stúlkubam sem gefið var
nafnið Þórdís. Heitir þar síðan Þórdísarholt sem hún fæddist.
A seinni árum var reist þarna minnismerki um stúlkuna og
ræktaður skógur sem kallast Þórdísarlundur í virðingu við
þennan fyrsta innfædda Húnvetning að talið er. En þegar
inn í dalinn kom þekkti Ingimundur alla staðhætti sem
Finnarnir fjölkunnugu höfðu áður lýst fyrir honum. Hann
nam síðan allan dalinn og reisti sér bæ á Hofí. Þegar hann
gróf fyrir öndvegissúlunum í skála sínum á Hofí kom hann
niður á silfurstyttu Freys sem forðum hafði horfið úr pússi
hans og Finnarnir fundið, en ekki getað náð.
Ingimundur var höfðingi yfir Vatnsdal sem brátt varð
fjölbyggður. Hann bjó stórbúi á Hofí. Eitt sinn hurfu frá
honum tíu svín. Þau fundust á öðru hausti eftir í Svínadal og
vom þá orðin hundrað talsins, svo að vel gekk fram búsmali
hans. Þá gerðist það einu sinni að Ingimundur fann bimu
með tvo húna á ísilögðu stöðuvatni norður af Vatnsdal.
Hann nefndi vatnið óðar Húnavatn og dregur sýslan þar af
nafn sitt. Ingimundur tamdi húnana og tók þá með sér til
Noregs, þar sem hann færði þá Haraldi hárfagra að gjöf.
Vöktu dýr þessi mikla hrifningu, því að þá höfðu menn í
Noregi ekki fyrr séð hvítabimi. Konungur gaf Ingimundi
skip með viðarfarmi og hélt hann því heim á tveimur skipum.
Sigldi hann þá fyrstur manna fyrir Skaga og inn Húnaflóa
og upp í Húnavatn. Konungsskipið sem hét Stígandi var
sett upp í Stígandahróf hjá Þingeyrum.
Börn Ingimundar og Vigdísar vom sex að tölu. Dætumar
tvær vom Jómnn og Þórdís og synimir fjórir hétu Þorsteinn,
Jökull, Þórir og Högni. Einnig átti Ingimundur soninn Smið
með ambátt sinni. Synimir á Hofi uxu upp og tóku brátt að
láta að sér kveða og því meir sem faðir þeirra varð eldri. Svo
henti það á efri árum Ingimundar að hann gerði það fyrir orð
vinar síns Sæmundar suðureyska að taka við gallagripnum
Hrolleifi Amaldssyni og móður hans göldróttri. Fékk hann
þeim bústað á Ási, vestan Vatnsdalsár. Brátt hófust þá deilur
um veiðiskap í ánni milli Hrolleifs og sona Ingimundar og
lauk því svo að þeir börðust með grjótkasti og bogaskotum
yfir ána. Ingimundi var sagt frá bardaganum og vildi stilla
til friðar, þó gamall væri og nær blindur. Lét hann svein
sinn teyma undir sér niður að ánni. Þegar synir hans sáu
hann koma hurfu þeir frá, en Ingimundur reið að ánni og
mælti: „Gakk úr ánni, Hrolleifur, og hygg að hvað hæfir.“
En þegar Hrolleifur sá þennan velgerðamann sinn handan
árinnar skaut hann að honum spjóti sem kom á hann miðjan
og gekk í gegn. Ingimundur sneri þá frá og bað sveininn að
fylgja sér heim. Er þangað kom hjálpaði sveinninn honum
af baki. Ingimundur braut spjótið af skafti og gekk inn með
hjálp sveinsins og settist í öndvegi sitt. Síðan bað hann
sveininn að fara til árinnar og segja Hrolleifí að hafa sig
á braut fyrir næsta morgun, því að synir rnínir munu til
hans snúa um föðurhefndir, „en mér sæmir að skjóta skjóli
yfir þann er ég hef áður á hendur tekist, meðan ég má unt
mæla, hversu sem síðar fer.“ Þegar svo synir hans komu í
skálann um kvöldið, sat göfugmennið faðir þeirra, dauður
í öndveginu. Ingimundur gamli féll frá um árið 930 og svo
sem nærri má geta hlaut Hrolleifúr makleg málagjöld af
hálfu sona hans, en frá þeim atburðum og mörgu öðru segir
í þeirri ágætu bók, Vatnsdæla sögu.
Heima er bezt 89