Heima er bezt - 01.02.2009, Page 46
„Hvom þeirra ætlar Gústa nú að drepa?“ sagði Ómar og þau
fóm niður í stigann. Hurðin fram í forstoíuna hentist upp og
Keli hrökklaðist fram með fráhneppta skyrtuna og í annarri
buxnaskálminni. A hæla honum kom Gústa og gargaði að hann
skyldi hypja sig hið snarasta.
„Á kannski að reyna að gera mig ólétta?“ æpti hún og henti jakka
og skóm á eftir honum. Skellti svo í lás svo glumdi í öllu.
„Sér er nú hver kvenmaðurinn," stundi Keli. „Það er ekki
fyrirhafharlaust að ná í hana en það tekst sannið þið til.“
Svo klæddi hann sig í fötin og bauð góða nótt eins og ekkert
heföi í skorist.
Andrea og Ómar litu hvort á annað og skelltu svo upp úr.
„Einn koss enn og svo er ég farinn,“ sagði Ómar og lét ekki
sitja við orðin tóm.
22. kafli
Dagamir til jóla liðu hratt. Það var mikið verslað í Bjömsvali.
Heilu fjölskyldurnar komu innan úr dal og úr nágrannaþorpum
og sveitabýlum. Fólk dáðist að vömúrvalinu og það var fljótt
að fféttast að nú þyrfti ekki að fara til Reykjavíkur til að fá
almennileg föt og gjafavaran hún var nú ekkert smá flott. Það
var munur eða í kaupfélaginu á Sandeyri, þar vom öll föt í sömu
stærð sem engum passaði, sögðu konumar.
Þessi góða breyting í Bjömssvali var víst aðallega að þakka
þessari „nýju“ í versluninni, var sagt. Samt vom nú nokkrir
sem höföu beinlínis samviskubit yfir að svíkja kaupfélagið um
jólaverslunina. En hvað átti að gera? Til dæmis voru kvenundirfötin
og náttklæðnaðurinn í öllum stærðum og gerðum alveg draumur
og mörg konan hugsaði gott til glóðarinnar þegar hún færi að
hátta á aðfangadagskvöld og íklæddist þessu dýrlega hýjalíni úr
silki og blúndum. Það yrði aldeilis upplit á þeirra eina þegar þeir
sæju hvaða dýrindi konumar þeirra höföu valið sér í jólagjöf frá
þeim þegar þær svifu upp í rúmin með elegans. Hver vissi nema
það gæti farið að skíðloga í hálfkulnuðum hjónabandsglóðunum
hjá sumum. En þá mundu þær eftir því að það var ekki beinlínis
rómantískt, þó þær væm sjálfar vaföar í silki frá Fionu Fonze ef
þeirra heittelskaði stæði fyrir framan þær á maigþæföu föðurlandinu.
Bjömsval haföi svar við því. Hin rómuðu nærföt og náttföt fyrir
herra ffá Junior Jones, í öllum stærðum og litum og sloppar í
stíl bryddaðir satíni. Konumar störðu á dásemdimar og töldu
í huganum í buddunni. Þau vom að vísu ansi dýr og meira en
það en það voru nú einu sinni jól. Þær urðu bara að spara eftir
hátíðamar.
Andrea var farin að hafa augun hjá sér þegar Gústa var að
versla fyrir sjálfa sig. Það var ekkert smá magn sem hún tróð í
plastpokana. Aðallega sýndist henni það vera fatnaður, snyrtivömr
og ilmvötn. Stundum rúmfatnaður, en minnst af matvöm, þó
alltaf eitthvað dýrt.
Framhald í nœsta blaði.
94 Heima er bezt