Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 7
gott heita í bráðina, en kannski eftir 2 eða 3 daga kallaði hún á okkur. „Komdu, ég ætla að sj7na þér nokkuð”. Og þá var það hvar þessi hlutur var. „Nú þarna hefur hann legið” gall maður við”. „Þarna, nei-nei. Það hefur verið fólk Iiérna í nágrenninu”, segir hún „sem fær þetta lánað stundum”. Hún átti hnífgarm, ákaflega lélegan. Blaðið var nokkuð gott, en hún bjó til skaft sjálf. Hún var lagin og aldrei ráðalaus og setti fleyga með inn í eirrör og bjó til skaft úr þessu og hafði hnífinn til að kljúfa með taðflögur í eldinn. Þessu hafði hún týnt, og svo höfðu álfarnir fengið þetta lánað. Já, og þeir skiluðu honum aftur. „Þeim var þetta víst velkomið”, sagði hún. Hún dekraði við álfa og dularfull öfl. Hún kenndi okkur marga lífsregluna og hafði þá álfkonu fyrir þessu eða hinu. „Því áttu svo fátt, að þú nýtir ekki smátt”, sagði hún eftir álfkonn. Hún kunni ótalmargt. Hún tók út skrudd- ur hjá afa, þegar hann var ekki inni, og las fyrir okkur hitt og annað, sem hann hafði skráð, því að hann skráði allt. Og svo sagði hún: „Farðu nú að gá hvort hann Sighvatur er að koma. Já, láttu mig vita”. Svo las hún og las og hún var svo skemmtileg. Hún kenndi okkur margt, en mikið af því voru álfasögur og trölla og ekki beint veraldleg viska. Það er sama, það vikkaði hugsunina. Ekki held ég, að hún hafi haldið, að tröll væru ennþá til, en að þau hefðu verið til. „Ef huldufólk hefur verið til, þá er það til enn”, sagði hún hins vegar. Eina álfasöguna sagði afi um sig. Áður en norsku hvalveiðamennirnir komu að Höfða árið 1890, þá dreymir hann, að það kemur til hans ferðaklæddur maður, sem segist vera kominn til að kveðja, hann j)akki honum fyrir góða sambúð, það eigi að fara að rífa húsið sitt og hann ætli að flytja áðux. Um vorið skeður það, að hval- veiðasíj órinii vildi fá sér heimili uppi á túninu og reisti þar stórt og mikið hús upp undir hlíð og kallaði Framnes. 1 veginum var gríðarstór steinn, og eitt af fyrstu verk- um þeirra var að sprengja hann og nota slátrið úr honum í grunninn á nýja húsinu. Það þurfti náttúrulega ekki að skýra drauminn. Þessi nágranni hafði búið í steininum og var að flytja. Satan bjó boðinn og búinn að draga sálirnar í vítiseld. GRtLA OG FJANDINN Ég þekkti Grýlu, ég hef hana séð. Ég hef að vísu aldrei séð hana en ég var ósköp hræddur við hana. Mig dreymdi hana oft á nóttunni. Einu sinni dreymdi mig hana þannig, að hún var i stærra meðallagi kerl- ing, bláleit á hörund, nokkuð feit, og hún vildi alltaf koma og taka í mig. Ég hafði engin önnur ráð en að bíta hana, og ég beit hana til blóðs. En mikið var bragðið vont af blóðinu. Ég hallaði mér fram á stokkinn og spjó öllu, sem í mér var og vaknaði um leið. Trúarbrögðin voru eilífar grýlur. Fjand- inn var alltaf að reyna að ná í mann. Hann var líka draumaefni hjá mér, kom þá krangalegur og langur, glotti og hló. Eitt þótti mér ákaflega vont. Það var vond lykt af þráa, sem ég þekkti svo vel frá hval- HLJÓÐABUNGA 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.