Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 19

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 19
einhverskonar andlegan menningartarzan, sem sveiflar sér í reipi listfræðinnar hátt yfir rotnandi jarðvegi hversdagsleikans og meðalmennskunnar, og öskrar menningar- öskur sitt út í myrkan frumskóg heimsk- unnar og skilningsleysisins. Nú er samt ekki við listamennina að sakast, þó að einhverjir þeirra kunni að vera svona, því að þeir eru nefnilega fórnarlömb kerfisins. Fyrir utan það, að markaðsþjóðfélagið hefur gert listina og menninguna að söluvarningi, þá hefur þetta þjóðfélag eitrað meðlimi sína af einstakl- ingshyggju og samkeppnisanda, svo að fólk getur varla talað saman lengur, án þess að fara að metast á um það, hver eigi flottari bíl og sterkari pabba. Menningin verður þá lika að samkeppni, þar sem hver og einn reynir að gera betri menningu en hinir, og reyna að krækja sér í verðlaun, eða listamannalaun. Þessi keppni byrjar þegar í barnaskólanum, þar sem einkunnakerfið elur upp samkeppnisandann í börnunum, og heldur síðan áfram á fullorðinsaldri. Þeir, sem fara út í listnám, umgangast aðallega fólk, sem er á sama báti. 1 lista- skólanum gildir það auðvitað líka að reyna að vera betri en hinir. Margir fara að miða list sína við aðra listamenn, nota táknmál sem maður þarf að fara á listaskóla til að skilja, og fylgja eftir tískustefnum, sem ná ekki út fyrir veggi listaskólanna. Þeir sem hafa hlotið þá menntun, sem þarf til þess að þykjast tala af viti um þessa menningu, mynda svo með sér sitt eigið litla samfélag og miða allt sitt vit hver við annan. Þeir geta síðan setið í sínum filabeinsturni og skeggrætt um menningu og listir hátt fyrir ofan höfuð almennings. Áhrif markaðsþjóðfélagsins á menning- una eru ekki tæmd með því að tala um íþróttamennsku í listum. Það er einnig eitt af sérkennum markaðsþjóðfélagsins, að það matar almenning á einföldu menn- ingarrusli, sem er til þess gert að seljast vel. Þar er dregið fram allt, sem orðið getur til þess að styrkja fólk í trúnni á núverandi þjóðskipulag, og telja því trú um, að tilgangslaust sé að reyna að breyta því. Á meðan menningarvitarnir sitja í fílabeinsturninum og tala tungum, þá er alþýðan svæfð með ódýru minkafóðri kapítalismans, og gerð menningarlega óvirk. Þannig hefur menningunni verið stolið frá alþýðunni. Til þess að alþýðan geti farið að leggja stund á listsköpun, verður hún fyrst og fremst að fá tima til þess. Og það segir sig sjálft, að fólk sem vinnur tíu tima á dag, hefur ekki mikla orku aflögu til menn- ingarsköpunar. Stytting vinnutímans er algjör forsenda þess að alþýðan geti náð valdi á menningunni á ný. Stór hluti vinnu- tímans hjá verkafólki fer í það að ala önn fyrir forstjórum, embættismönnum, prestum, heildsölum, hinum og þessum „stjóriun”, að ógleymdum öllum atvinnu- listamönnunum. Ef þessir menn færu að vinna fyrir sér, þá mætti kannski stytta vinnutímann niður í t.d. sex tíma á dag fyrir alla. Það sem eftir er dagsins mætti þá nota til sameiginlegrar menningarsköp- unar. Menningin ætti fyrst og fremst að vera eitthvað, sem margir eiga sameiginlegt, eitthvað sem allir geta tekið þátt í, og skap- að í sameiningu. Þeir sem eru útilokaðir frá því að skapa menningu, eru líka firrtir frá því að neyta hennar. Til þess að vekja áhuga almennings á menningunni er ekki nóg að senda menningartrúboða út á lands- byggðina, eða gefa fólki kost á ódýrum menningarferðum til höfuðborgarinnar. (Ég hef þá sem fara í slíkar reisur grunaða um það að eiga meira erindi á bari höfuð- borgarinnar en á óperur og myndlistar- s>Tningar). Það, sem þarf fyrst og fremst að gera, er að brjóta niður það einræði sem rikir í listsköpun á Islandi. Það er best að gera með skæruhernaði. Eftirfarandi aðferðir mætti reyna: a) 1 hvert skipti, sem einhver bók- menntaeinræðisherra semur ljóð, eða skáld- sögu, sem er óskilj anlegt, þá skal almenn- ingur taka strembnustu partana úr verkinu, og raula þá við einhvern vel valinn lagstúf, t.d. „Kátir voru karlar”, á almannafæri. b) Þegar einhver tónlistareinræðisherra ætlar að stilla sér sjálfum upp á senu, og HLJÓÐABUNGA 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.