Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 57
og koma í veg fyrir að andstæðingar erlendrar
hersetu næðu meirihluta.
Þau ráð, sem tiltæk eru í þessu skyni
og hefðbundin hjá stórveldum, eins og áður
hefur verið rakið, eru t.d. að bera fé í menn
eða gera þá sér atvinnulega háða, halda
uppi öflugum áróðri og njósna um
hugsanlega andstæðinga og eyðileggja samtök
þeirra. Ekki þarf að fara í neinar graf-
götur með það, að öllum þessum meðölum
hefur verið beitt í meira eða minna mæli á fs-
landi og sýnt góðan árangur.
VII.
Þór Whitehead hefur grafið upp bandarísk
skjöl, sem sýna hvernig bandaríkjamenn leituðu
fyrst eftir íslenskum stuðningsmönnum á stríðs-
árunum. Þó að undarlegt megi virðast voru
margir af forystumönnum Framsóknarflokksins
ginnkeyptir fyrir amerískri vináttu í upphafi.
Þá voru enn í forystu Sjálfstæðisflokksins sterk
þjóðleg öfl sem ekkert vildu með slíkt hafa.
í upphafi stríðsins jukust viðskipti Banda-
ríkjanna og íslands að mun eins og eðlilegt var
miðað við aðstæður á meginlandi Evrópu. Ýmsir
íslenskir kaupsýslumenn fóru á stúfana og
útveguðu sér og fyrirtækjum sínum umboð
fyrir amerísku auðhringana. Sumir þeirra fengu
nokkra glýju í augun af dollaradýrðinni og vildu
njörfa ísland sem fastast við Vesturheim. Þar
sem lífæð peningabuddunnar slær þar er garður-
inn lægstur og auðvitað vissu bandaríkjamenn
það.
Einna fremstur í flokki bessara kaupsýslu-
manna verður að teljast Vilhjálmur Þór. Á stríðs-
árunum kom hann því til leiðar að SÍS fékk
umboð hjá nokkrum af stærstu og valdamestu
auðhringum heims svo sem General Motors,
Standard Oil, International Harvesters og
Westinghouse. Vilhiálmur lét sér samt ekki
nægia að tengjast þessum auðhringum heldur
þreifaði hann fvrir sér hjá Bandaríkjastjórn á
hvern hátt ísland gæti tengst Bandaríkjunum
varanlegum böndum — t.d. á svipaðan hátt og
Hawaieyjar. E.t.v. er það ekki tilviljun að tveim-
ur árum eftir að þetta gerðist varð hann utan-
ríkisráðherra íslands. Þeaar Vilhiálmur féll
frá fyrir nokkrum árum var hann orðinn banka-
stjóri ameríks banka í New York.
Annar valdamaður undir sterkum bandarísk-
um áhrifum var Björn Ölafsson, umboðsmaður
og forstjóri Coca Cola á íslandi. Hann var
fjármála- eða viðskiptaráðherra í þremur ríkis-
stjórnum.
Sterkasta vopn Bandaríkjanna til að ná undir-
tökum í Evrópu eftir heimsstyrjöldina var svo-
kölluð Marshallaðstoð, sem veitt var öllum
ríkjum þar, SEM GANGA VILDU AÐ VISSUM
SKILYRÐUM. Athyglisvert er t.d. að ríkin í
S-Ameríku, sem mörg voru í sárustu fátækt,
áttu ekki kost á þessari aðstoð. Þar höfðu
bandaríkjamenn öll þau ítök sem þeir vildu og
ekki ástæða til að ausa fé í þau.
Marshallaðstoðin var veitt íslendingum skv.
samningi í iúlí 1948. Bandaríkiamenn fengu
fullan íhlutunarrétt um ráðstöfun fiárins. Á
næstu árum voru því bandaríkjamenn eins konar
eftirlitsmenn íslenskra fjármála. Mestallt féð
var hreint gjafafé. Það kom líka í Ijós að ísland
fékk hærri upphæð að tiltölu en nokkurt annað
ríki og skipti hún milliörðum ef reiknað er til
nútímaverðlags. Ekki er vitað til bess í mann-
kynssögunni að eitt ríki hafi gefið öðru stórfé
án þess að ætlast til einhvers í staðinn og banda-
ríkjamenn vissu nákvæmlega hvað þeir voru að
gera.
Mikill hluti fiárins var notaður til að opna
ísland fvrir amerískri neysluvöru. Hins vegar
var íslendingum t.d. svniað um levfi til að nota
Marshallfé til kaupa á 12 tonurum sem var efst
á óskalista þeirra. Stofnaður var svokallaður
Mótvirðissióður, en í hann lögðu bandaríkiamenn
háa upphæð dollara gegn því að íslendingar
legðu fram jafnháa uophæð íslenskra peninga.
Þessi sjóður var ætlaður til kaupa á bandarísk-
um vörum og gátu því íslendingar kevot hluta
þeirra fvrir íslenska peninga. Bandaríkiamenn
fengu umráð vfir 5% þessa sióðs til friálsra
afnota á íslandi. Enainn veit til hvers beir hafa
notað þá peninga. Á fyrstu árum Marshallaðstoð-
arinnar var framlag íslendinga til Mótvirðis-
sióðsins svo hátt að lítið fé var afgangs i
bönkum til að lána íslenskum atvinnuvegum og
fjármagna íbúðarbvggingarnar. Auk þess voru
settar strangar reglur um fiárfestinnu skv. til-
mælum bandaríkiamanna og Alþióðabankans
sem er að mestu levti í höndum þeirra. Auk
þess urðum við að hætta við ýmsa erlenda
markaði, sem áður höfðu revnst haastæðir. og
beina viðskiptum okkar til ákveðinna aðilja.
HLJÓÐABUNGA
57