Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 50

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 50
eða samvinnufélög með sama markmiði taka til starfa á félagssvæðinu. Fær það félag eða félög þá umráð sjóðeign- arinnar, að áskildu samþykki sýslu- nefndar, eða bæjarstjórnar, og atvinnu- málaráðherra. öll eru þessi atriði sérstaklega einkenn- andi fyrir samvinnufélög'. Þetta form býður upp á fullkomnasta ljrðræði sem þekkt er í hliðstæðum rekstri, en jafnframt krefst það ábyrgðar af hverjum einstökum félags- manni. 9. atriðið hefur verið sérstaklega mikil- vægt í þróun íslenskra byggðamála. Ákvæði sem bindvir fé sem félaginu safnast innan staðarmarkanna, hefur orðið liftaug margra smærri staða úti á landsbyggðinni. Það hefur lengi viljað loða við einkarekstur að hann flytji fjármagn sitt á milli til þeirra staða þar sem mest gróðavon er. Þetta hefur leikið ýmsa smærri staði grátt, sem orðið hafa fyrir samdrætti eftir upp- gangsskeið. Þá flýr einkafjármagnið með þann gróða sem uppgangstíminn gaf, í stað þess að leggja það í nýja uppbyggingu í plássinu, eins og samvinnufélagi er skyll að gera. ÞJÖÐFÉLAGSLEG STAÐA I þvi lilandaða hagkerfi sem við Islend- ingar höfum valið okkur, eru þrjú rekstr- arform á fyrirtækjum algengust: einka- rekstur, samvinnurekstur og ríkisrekstur. Samvinnuformið stendur á milli hinna tveggja en er þó skyldara ríkisrekstri því í báðum tilfellum er miðað við eignaraðild f jöldans. Staða samvinnunnar er mjög sérstök. Hún er eina formið sem byggir á beinni þátttöku fólksins, þar sem allir félagsmenn hafa jafngild atkvæði án tillits til við- skipta eða eigna. Þar rikir manngildi yfir fjármagni, lýðræði einstaklinga yfir lýð- ræði peninga. A bak við þetta fyrirkomulag felst afstaða til byggingar þjóðfélagsins, — hugsjón um hvernig hún eigi að vera. Hún lýsir því sjónarmiði að eðlilegra og réttara sé að fjöldinn eigi og reki í sameiningu þau framleiðslutæki sem þjóðfélaginu eru nauð- synleg. Samvinna hefur þann augljósa kost fram yfir rikisrekstur að grundvallast á beinni þátttöku félagsmanna, hinna raun- verulegu hagsmunaaðila, og að þeir séu virkir stjórnaraðilar. Þetta atriði á bæði að tryggja sem besta þjónustu fyrirtækj anna og einnig að gefa þeim óbilandi styrk sem felst í samábyrgð allra félagsmanna. 1 þjóðfélaginu fer fram stöðug barátta um þau verðmæti sem þjóðarbúskapurinn myndar. Virkt lýðræði gerir ráð fyrir að liver einasti þjóðfélagsþegn sé þátttakandi í þessari baráttu, að með afstöðu sinni eigi hann sinn þátt í hver útkoman verður. M.a. verður hver og einn að gera upp við sig hvort hann telji hagkvæmara og rétt- látara að tekjur þjóðfélagsins jafnist niður á þegnana eða að einstakir aðilar beri svo og svo mikið meira úr býtum en aðrir. — 1 50 HLJÓÐABUNGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.