Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 58
Á Þingvöllum 17. júní 1944. Á myndinn eru L. G. Dreyfus erindreki Bandaríkjaforseta, Vilhjálmur
Þór utanríkisráðherra, Sveinn Björnsson forseti og Björn Ólafsson fjármálaráðherra. Dreyfus
kallaði Vilhjálm „hinn mikla Bandaríkjavin” í skýrslu til Hull utanríkisráðherra 21. júní 1944 og
taldi að vinátta í garð Bandaríkjanna hefði náð „nýju hámarki á íslandi” (Skírnir 1973). Ríkis-
stjórnin var stundum kölluð Coco Cola-stjórnin af því að Björn fjármálaráðherra var umboðsmaður
Coca Cola á íslandi
Þetta allt leiddi til kreppu í íslensku atvinnulífi
og atvinnuleysis. Við urðum háðari og háðari
bandarísku fjármagni.
Ekki er hægt að sjá annað en þetta hafi
verið liður í vel undirbúinni pólitík bandaríkja-
manna til að gera íslendinga sér háða og undir-
búa jarðveg varanlegrar hersetu, sem var mark-
mið þeirra löngu áður en rússagrýlan kom til
eins og áður sagði. Sumum kann að þykja þetta
ótrúleg saga og brjóta í bága við þær hug-
myndir sem þeir hafa áður gert sér um Mars-
hallaðstoðina og haldið hefur verið að þeim af
miklu kappi. En á sviði alþjóðasamskipta hefur
góðmennskan aldrei gilt. Þar er rekin stálhörð
hagsmunapólitík. Ekki þarf mikið hugmynda-
flug til að siá tengsl Marshallaðstoðarinnar við
þá atburði sem á eftir komu. Þar helst í hendur
orsök og afleiðing. Fyrst kom NATO-samning-
urinn, svo herinn. Árið 1951 skapaðist mikil
vinna við hernaðarmannvirki á Keflavíkurflug-
velli og „bjargaði” hún atvinnuástandinu. Herinn
var — í augum margra — hinn mikli bjarg-
vættur. Snjöll aðferð í hvívetna!
Árið 1946 neituðu íslendingar algjörlega að
fallast á bandarískar herstöðvar til 99 ára.
Ýmsir stjórnmálamenn, svo sem Gunnar Thor-
oddsen og Sigurður Bjarnason frá Vigur, héldu
þá hjartnæmar þjóðernisræður og kváðu aldrei
koma til mála að hafa hér her á friðartímum.
Nokkrum árum síðar hélt Sigurbjörn Einarsson
síðar biskup ræðu með svipuðum sjónarmiðum
og Gunnar og Sigurður fyrr. Nú brá svo við að
Morgunblaðið kallaði sr. Sigurbjörn þjóðhættu-
legan kommúnista og hóf miklar ofsóknir gegn
58
HLJÓÐABUNGA