Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 59

Hljóðabunga - 01.03.1975, Blaðsíða 59
honum. Hvað hafði gerst? Það er augljóst. í millitíðinni hafði gullkálfinum verið smeygt inn á völl íslenskra þjóðmála í líki Marshallhjálpar og margir teknir að þreyta dansinn umhverfis hann, búnir að gleyma þeim sannleik að sá sem þiggur mikið hann mun tapa miklu. Síðan rekur hver atburðurinn annan. íslendingar gengu í NATO 1949 með þeim fyrirvara, að þeir vildu ekki hafa her á friðartímum og tveimur árum síðar gekk bandarískur her á land á þeirri fárán- legu forsendu að kínverjar hefðu ráðist inn í Kóreu. Margt kynlegt gerðist í íslensku þjóðlífi á tímum hinna miklu sinnaskipta og ekki ólík- legt að ýmislegt megi finna um það í leyndar- skjalasafni CIA vestur í Bandaríkjunum. Þegar bandaríkjamönnum var neitað um varanlegar herstöðvar 1946 hefur auk peningagjafa allt áróðurs- og njósnakerfi þeirra verið sett í gang til að skapa hugarfarsbreytingu á íslandi og þeir uppskáru eins og sáð var til. IX. Áróðri bandaríkiamanna á íslandi hefur verið stýrt frá sendiráðinu og Upplýsingastofnun Bandaríkjanna, sem nú heitir bví fína nafni Menningarstofnun. Hann er m.a. fólginn í óbein- um mútum svo sem boðsferðum og veisluhöldum á Keflavíkurvelli, gjöfum, eins og sjónvörpum á sjúkrahús, kynnisferðum hálfvolgra fyrirmanna til Bandaríkjanna o.s.frv. Auk þess eru starf- rækt hér útvarp og sjónvarp á vegum hersins í trássa við íslensk lög. Eru þá óupptalin margs konar innlend félög með útlendum nöfn- um, sem stofnuð eru að amerískri fyrirmynd, og eiga að treysta amerískar hugmyndir í sessi (Rotary, Junior Chamber o.s.frv.). Kalda stríðið og sefasýki þess átti samt drýgstan þátt í að brevta hinu gamla hugarfari íslendinga. Öflugasta leiðin til að ná tangarhaldi á mönn- um er sú að kaupa sálir þeirra með peningum. í því skyni hafa innlendir verktakar verið látnir taka að sér milljarðafyrirtæki í tengslum við framkvæmdir hersins svo að þeim verði mikið í mun að herinn fari ekki. Þess skal getið að í krafti fjármagnsins verða þessir menn oft vold- ugir í íslensku athafna- og stjórnmálalífi. Núver- andi forsætisráðherra var einu sinni fram- kvæmdastjóri slíks fyrirtækis og núverandi utanríkisráðherra var skrifstofustióri Sölunefnd- ar varnarliðseigna. Ekki er hér minnst á smærri Minnismerki ameríska heimsveldisins á ísafirði. spámenn, sem hafa byggt afkomu sína á hernum, en þeir eru margir. Njósnir bandaríkjamanna á íslandi eru engum vafa undirorpnar. Til skamms tíma hefur t.d. þurft vegabréfsáritun til að komast til Banda- ríkjanna. Róttækum mönnum var jafnan synjað um slíka áritun. Það þýðir að bandaríska sendi- ráðið hefur nákvæma spjaldskrá um stjórnmála- skoðanir íslendinga. Náið hefur verið fylgst með „hættulegum” mönnum. Eitt sinn var t.d. einn af þingmönnum Sósíalistaflokksins staddur á Keflavíkurvelli á leið til útlanda. Hann kannaðist við íslenska stúlku, sem hann sá þar á vellinum og vann í mötuneyti hersins. Þingmaðurinn gekk að henni og heilsaði með handabandi. Næsta dag var stúlkunni sagt upp starfi. Oft kom fyrir að íslendingum sem unnu á Vellinum, var sagt upp skýringar- og fyrirvaralaust. Þá hafa njósnar- menn komist að einhverju í fortíð mannsins eða tengslum hans við „hættulega” menn án þess að hann hefði hugmynd um slík tengsl sjálfur. Af slíkum sögum er ógrynni til. Fátt hefur kvisast út um starfsemi CIA hér á landi. Þó er öruggt að leyniþjónustan hefur látið að sér kveða. Fyrir mörgum árum var gefin út bók á Vesturlöndum, sem uppljóstraði nöfnum fjölmargra starfsmanna CIA. Kom í Ijós að tveir menn, sem nefndir voru í bókinni, HLJÓÐABUNGA 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.